Lifðu lífinu til fullnustu og

NÁÐU MARKMIÐUNUM ÞÍNUM MEÐ OKKUR!

Fyrirlestrar og námskeið

Öll erum við með hæfileika á einhverjum sviðum, það sem skiptir máli er að finna þá og virkja.

Framkvæmdu

Það er sama hversu mörg mistök þú gerir, eða hversu rólega þér miðar, þá ertu alltaf á undan þeim sem reyna ekki einu sinni.

Fyrirtækið

Takmarkalaust Líf… er líf sem allir geta lifað. Það er líf sem við lifum án ótta, fordóma og annarra þátta sem draga úr okkur máttinn.

Það sem við getum gert fyrir þig

When an opportunity in a fight presents itself, I don’t hit, it hits all by itself.

— Bruce Lee

Fyrirlestrar / Námskeið

Öll erum við með hæfileika á einhverjum sviðum,
það sem skiptir máli er að finna þá og virkja.

Árangursríkari stjórnun

Í þessum flokki eru fyrirlestrar og námskeið sem henta sérstaklega fyrirtækjum og stofnunum.

Meðal efnis eru mismunandi stjórnunarstílar, þjónustu- og fundastjórnun, tímastjórnun, tölvupóstsamskipti svo eitthvað sé nefnt.

Jákvæði og viðhorf

Í þessum hluta eru hvatningafyrirlestrar þar sem lögð er áhersla á mátt jákvæðninnar og hversu mikilvægt viðhorf okkar til lífsins er.

Fyrirlestrarnir vekja fólk til umhugsunar um að oft á tíðum þarf einungis litla viðhorfsbreytingu til að breyta miklu í þeirra lífi og gera vinnustaðinn enn skemmtilegri en hann nú þegar er.

Þetta eru tilvaldir fyrirlestrar þegar verið er að halda starfsdag, funda út í bæ eða annað sem er til þess fallið er að brjóta upp daginn hjá starfsfólkinu.

Að takast á við lífið – í vinnu og einkalífi

Lífið er ekki endilega neinn dans á rósum. Lífið getur tekið á og er, oftar en ekki, drullu erfitt. En lífið er líka ævintýri.

Í þessum hluta skoðum við praktíska hluti sem geta hjálpað okkur að gera lífið bærilegra, bæði í vinnu og einkalífi.

Annað áhugavert

Í þessum hluta eru fyrirlestrar af ýmsum toga. Má þar nefna fyrirlestra um líkamstjáningu, annan fyrir íþróttafólk, einn um jafnrétti og svo skoðum við í einu fyrirlestrinum hvort heimurinn stefni í rétta átt eða hvort allt sé að fara fjandans til.

Sjáir þú engan fyrirlestur sem fellur nákvæmlega að þínum þörfum er ég alltaf reiðubúinn að aðlaga fyrirlestra að þörfum viðskiptavina minna.

Góðar áskoranir eru alltaf mjög freistandi fyrir mig og í raun mjög æskilegar.

Heilsan – örfyrirlestrar

Hérna eru ýmis konar heilsutengdir fyrirlestrar sem henta t.d. mjög vel fyrir starfsdaga og að sjálfsögðu þegar sérstakt heilsuátak er í gangi og eða í heilsuátökin í byrjun janúar.

Þetta eru allt „örfyrirlestrar“ sem eru 20 til 30 mínútur. Allir fyrirlestrarnir eiga það sameiginlegt að vera á léttu nótunum þar sem hressleikinn ræður ríkjum.

Auk þess er alltaf hægt, ef þið hafið áhuga, að velja saman þá punkta sem þið hafið mestan áhuga á og með því „klæðskerasníða“ fyrirlestur að ykkur þörfum eða fyrirlestur um það sem þið hafið mestan áhuga á.

Lengri námskeið

Í þessum flokki eru lengri námskeið sem eru til þess ætluð að gefa fólki tækifæri á að vinna í markmiðum sínum og lífsgildum, hvort sem það eru markmið tengd næringu, vinnu eða lífinu sjálfu.

10+

Ár frá stofnun

48+

Framboð fyrirlestra og námskeiða

205+

Fjöldi námskeiða frá upphafi

155+

Fjöldi fyrirlestra frá upphafi