Fjárfestu í lífinu

Fjárfestu í lífinu

hver ertu og hvað viltu

Markmið

Námskeið til að kveikja í þeim sem eru á aldrinum 20 til 40 ára og vita jafnvel ekki nákvæmlega hvað þá langar helst að gera í leik og starfi.

Markmið námskeiðsins er að fá fólk til að velja. Hvað vilt þú gera við þitt líf? Ef þú ert hæfilega ánægður í vinnunni, veldu þá að finna nýja vinnu, eða fara í skóla. Eða veldu að vera áfram í viðkomandi vinnu í X langan tíma, gefa þessu tækifæri og sjá hvað skeður.

Jákvætt hugarfar, skýr framtíðarsýn og markmiðasetning er forsenda þess að við náum á áfangastað og hrindum því sem gera þarf í framkvæmd.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Sjálfsþekking: Hver ert þú og hvað vilt þú? Hvað vilt þú standa fyrir í lífinu?
  • Fjármál og sparnaður: Hvernig er best að byggja upp sparnað? Hverjar eru helstu hætturnar og algengustu mistökin?
  • Markmiðasetning og hugarfarsbreyting til framkvæmda: Ert þú skipstjórinn á þínu skipi? Ert þú korktappi eða skipstjóri? Stjórnlaust skip þarf tilviljun til að komast í höfn. Að móta sér stefnu í lífinu og búa til aðgerðaáætlun. Að setja sér bæði starfstengd og persónuleg markmið.
  • Hvernig getur lífið virkað? Hvernig virkar lífið í einfaldasta skilningi þess? Lögmál aðdráttaraflsins er skoðað og aðrar hugsanlegar leikreglur lífsins. Síðast en ekki síst, hvernig nýtum við leikreglurnar okkur til framdráttar?
  • Heimur batnandi fer: Hvaða sýn höfum við á veröldina og hvaðan kemur þessi sýn? Hvaða áhrif hefur „framboðshlutdrægni“ á þessa sýn okkar?
  • Ert þú sigurvegari í þínu lífi? Hvað hindrar okkur í því sem okkur langar til að gera? Hvað er það sem kemur í veg fyrir að við lifum takmarkalausu lífi, eða því lífi sem okkur dreymir og langar til að lifa? Hvernig setningin „að vera sigurvegari í sínu lífi” á við um ALLA og er ekki bundin við íþróttamenn.
  • Hvatning og viðhorf: Að byggja upp jákvætt viðhorf til lífsins. Hver og einn ber ábyrgð á eigin viðhorfi til lífsins, innan og utan vinnu og er í lófa lagið að takast á við fyrirliggjandi verkefni með jákvæðum og opnum huga.

Ávinningur af námskeiðinu

Þátttakendur á námskeiðinu munu að því loknu vera komnir með og búnir að læra að tileinka sér:

  • Hvaða stefnu/markmið þau vilja helst setja sér í leik og starfi.
  • Jákvætt viðhorf og aukið sjálfstraust til lífsins.
  • Að horfa bjartari augum til framtíðar.
  • Að þekkja helstu leikreglurnar lífsins og hvernig hægt er að nýta þær sér til framdráttar.
  • Að láta óttann ekki stoppa sig í því sem okkar langar að gera.
  • Hvað ber helst að hafa í huga varðandi fjármál, fjárfestingar og sparnað.

Fyrir hverja

Alla sem vilja skerpa á áherslum í lífi sínu, hvort sem það er í leik eða starfi.

Lengd

Þrjú skipti, 3 tímar í hver sinn.