Árangursríkari stjórnun

Uppsetning glærukynninga

Markmið

Að þátttakendur öðlist færni í að setja upp glærukynningar og skilji hvaða hugsun liggur að baki góðri kynningu.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Hvernig færð þú fólk til að skilja og meðtaka þína framsetningu og þinn boðskap á glærukynningu?
  • Hvernig á hin „fullkomna“ glæra að líta út?
  • Hvernig myndir á að nota í glærukynningu?
  • Hversu mikið, ef eitthvað, „animation“ mátt þú nota í glærukynningu?
  • Hvað á að láta áheyrendur hafa?
  • Hvernig á að bera sig að þegar sjálf kynningin er flutt?
  • Hvaða gátlista er nauðsynlegt að fara yfir í huganum áður en kynning er búin til og flutt.
  • Athugið, gert er ráð fyrir að allir þátttakendur hafi haldgóða kunnáttu á Powerpoint og/eða Keynote.

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Aukin hæfni í gerð glærukynninga.
  • Aukin hæfni í flutningi á kynningum.
  • Aukið sjálfstraust við flutning kynninga.

Lengd

Örfyrirlestur er 20 til 30 mínútur að lengd.

Fyrir hverja

Alla sem þurfa að búa til og flytja glærukynningar.