Jákvæðni og viðhorf

Viðhorfið og lífið

„Lífið með viðhorfið að vopni“

Markmið

Að þátttakendur geri sér grein fyrir því hversu mikilvægt er að temja sér rétt viðhorf í lífinu, náminu og svo þegar út í atvinnulífið er komið.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Að kenna einhverjum algebru sem ekki kann að draga frá eða leggja saman… Hvernig tengist það viðhorfi okkar?
  • Er til eitthvað sem heitir „rétt” viðhorf?
  • Getum við valið okkur viðhorf?
  • Getur einhver stjórnað því hvað við hugsum?
  • Getur verið að hamingjan liggi í viðhorfi okkar?
  • Hvað er hægt að gera og hversu langt er hægt að ná einungis með réttu viðhorfi?
  • Hvað hefur áhrif á viðhorf okkar?
  • Hvernig byggjum við upp jákvætt viðhorf?
  • Hvort líður þér betur þegar þú ert jákvæður og hlæjandi eða neikvæður og bitur?
  • Velja aðrir viðhorfið fyrir okkur? Ef svo er, hverjir þá?

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Þátttakendur verða betur meðvitaðir um hvað viðhorf þeirra getur haft mikil áhrif á það hvernig þeim vegnar í lífinu og þá sérstaklega á hamingjustig þeirra.
  • Þátttakendur læra að vera meðvitaðir um að það viðhorf sem þeir „velja“ og tileinka sér getur ráðið úrslitum síðar meir á lífsleiðinni.

Lengd

Ein klukkustund.

Fyrir hverja

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.