Að takast á við lífið – í vinnu og einkalífi

Hvað er að stoppa okkur í lífinu?

Markmið

Að þátttakendur átti sig á því sem stoppar þá af í lífinu og skilji hvaða grunnþættir eru þess valdandi að þeir láta drauma sína ekki rætast. Fyrirlestrinum er ætlað að hjálpa fólki að virkja þann kraft sem býr innra með því.

„Ef við forðumst stress, þá erum við að forðast það sem gerir það að verkum að við getum nýtt styrkleika okkar til hins ítrasta.“ Shawn Achor

Meðal þess sem farið er yfir

  • Getur verið að það sé aðeins eitt lýsingarorð sem nær yfir það sem hindrar okkur í lífinu? Hvaða eina orð gæti það mögulega verið?
  • Hvað erum við hönnuð til að gera? Hvað er það sem hamlar okkur?
  • Hvaða áhrif getur það haft á líf okkar ef það kviknar á „berjast eða flýja“ viðbrögðunum oft á dag án þess að nokkur „raunveruleg“ ástæða sé fyrir því?
  • Hvernig fer maður að því að yfirstíga það sem helst heldur aftur af manni?
  • Við hvað erum við hrædd og hver er tilgangur hræðslunnar í þróunarsögunni?
  • Hvað þýðir þegar sagt er að við búum í “Get set” heimi?

„Ég var alltaf að velta því fyrir mér hvers vegna fuglar velja að halda kyrru fyrir á sama stað þegar þeir geta flogið hvert á land sem er. Síðan spurði ég mig sömu spurningar“ Harun Yahya

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Betri innsýn í eigin hugsanir og aukinn kjarkur til að takast á við lífið.
  • Aukið sjálfstraust og aukinn persónulegur styrkur.
  • Skilningur á því að það eina sem í raun stoppar okkur eru okkar eigin hugsanir.

Lengd

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund.

Fyrir hverja

Alla þá sem vilja láta drauma sína rætast og læra um mátt hugans. Þessi fyrirlestur er tilvalinn fyrir alla sem hafa metnað og áhuga á að breyta til í lífi sínu. Þetta er t.d. tilvalinn fyrirlestur fyrir frumkvöðla, atvinnuleitendur og aðra þá sem standa á krossgötum í lífinu.