Að takast á við lífið – í vinnu og einkalífi

Sjálfstraust – hvað er mikilvægara

Markmið

Að þátttakendur átti sig á grunneiginleikum sjálfstrausts og hvaðan það kemur. Jafnframt að koma þátttakendum í skilning um hversu auðveldlega er hægt að auka sjálfstraustið með hugarfarinu einu saman.

Meðal þess sem farið er yfir

„Líf mitt hefur verið fullt af ógæfu, þar sem stærstur hluti hennar hefur aldrei átt sér stað“ Mark Twain

  • Erum við orðin alltof upptekin af því að bæta okkur? Er það að standa í vegi fyrir sjálfstrausti okkar?
  • Hvað eru „sjálfvirkar neikvæðar hugsanir“ (e. ANT eða „Automatic Negative Thoughts“) og hvernig tengjast þær sjálfstrausti?
  • Hvað ræður sjálfstrausti?
  • Hvaða einkennir helst þá sem búa yfir miklu sjálfstrausti?
  • Hvernig getum við aukið sjálfstraustið hjá okkur?
  • Eigum við, í lífi okkar, að leggja áherslu á styrkleikana eða veikleikana?
  • Of oft er ástæða þess að við viljum bæta okkur sú, að við teljum eitthvað vera að okkur. Er það rétt nálgun?
  • Sjálfstraust er búið til úr litlum sigrum! Hvað þýðir það?

“Farðu varlega þegar þú talar við sjálfan þig, þar sem þú ert að hlusta” ~ Lisa M. Hayes

Meðal þess sem farið er yfir

  • Aukið sjálfstraust og sjálfsstjórn.
  • Meira öryggi í samskiptum.
  • Auðveldara verður að taka gagnrýni.
  • Aukin færni í að takast á við breytingar.

„Allir eru snillingar en ef þú dæmir fisk m.v. getu hans til að klifra í tré, þá mun hann standa í þeirri trú, allt sitt líf, að hann sé heimskur“ Albert Einstein

Lengd

Örfyrirlestur er 20 til 30 mínútur að lengd.

Fyrir hverja

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur eða ef það þarf að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn. Auk þess, frábær fyrirlestur fyrir allt íþróttafólk.