Framkvæmdu

Láttu drauma þína rætast

Hér má sjá afrakstur þess að framkvæma og láta drauma sína rætast en hvað með þína drauma?

Í fjallahlutanum eru myndir frá 7 tinda verkefninu mínu, þ.e. að klífa hæsta fjall hverrar heimsálfu en þau eru Denali (Mount McKinley) hæsta fjall Norður Ameríku, Aconcagua hæsta fjall Suður Ameríku, Carstensz Pyramid hæsta fjall Eyjaálfu, Kilimanjaro hæsta fjall Afríku og Elbrus hæsta fjall Evrópu

Hérna eru líka myndir frá tveimur innalands fjallaverkefnum, að klára alla 151 tindana í bókinni eftir Ara Trausta og Pétur Þorleifsson og síðan að klára 100 hæstu tinda Íslands, listi sem var setur saman af Þorvaldi V Þórssyni.

Hvernig væri að byrja strax í dag að láta þína drauma rætast. Það þarf ekki endileg að vera tengt hreyfingu. Það gæti verið að fara í skák- eða bridgeklúbb, fara og læra gömlu dansana, fara í köfun, skrifa bók eða bara hvað sem þig hefur dreymt um að gera en alltaf tekist að finna afsakanir til að gera það ekki.

Láttu drauma þína rætast!