Annað áhugavert

Almenn lýsing

Í þessum hluta eru fyrirlestrar af ýmsum toga. Má þar nefna fyrirlestra um líkamstjáningu, annan fyrir íþróttafólk, einn um jafnrétti og svo skoðum við í einum fyrirlestrinum hvort heimurinn stefni í rétta átt eða hvort allt sé að fara fjandans til.

Sjáir þú engan fyrirlestur sem fellur nákvæmlega að þínum þörfum er ég alltaf reiðubúinn að aðlaga fyrirlestra að þörfum viðskiptavina minna.

Góðar áskoranir eru alltaf mjög freistandi fyrir mig og í raun mjög æskilegar.