Heilsan – örfyrirlestrar

Leiðir að breyttum lífsstíl

Markmið

Að hjálpa fólki að breyta um lífsstíl, bæði hvað varðar mataræði og hreyfingu. Einnig að skoða öll „trikkin“ í bókinni, sem hjálpa fólki að breyta um lífsstíl.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Hvað er það sem þú hlakkar til að gera dag hvern og hvernig tengist það breyttum lífsstíl?
  • Getur verið að það sem við höldum áfram að borða fari okkur að þykja gott?
  • Maðurinn er félagsvera. Að borða er ekki bara að borða fyrir okkur mannfólkið! Hvernig getum við tekið það með í reikninginn þegar við breytum um lífsstíl?
  • Setja vani og venjufesta viljastyrk á sjálfstýringu?
  • Hvað þýðir “þú verður að ákveða að grípa tækifærið eða líf þitt mun aldrei breytast”?
  • Hvernig er best að takast á við stanslausa sykurlöngun?
  • Getur það hugsast að próteinneysla (kjöt) hjálpi okkur að léttast?
  • Hvernig fer maður að því að minnka skammtana?
  • Hvað þýðir að „trappa sig niður“ þegar þú breytir um lífsstíl?
  • Hvernig borðar maður fíl og hvernig getur maður nýtt sér það til að breyta um lífsstíl?
  • Hversu mikið “þurfum” við að hreyfa okkur þegar við breytum um lífsstíl?
  • Er næg þjálfun fyrir heilann að stunda andlega þjálfun?

Lengd

Örfyrirlestrar eru 20-30 mínútur.