Að takast á við lífið – í vinnu og einkalífi

Hugarfarsbreyting til framkvæmda

Upplifir þú þig fastan í sama farinu og að sá tími nálgist að eitthvað verði að breytast? Þá er þetta fyrirlestur fyrir þig.

Markmið

“Ef þú vilt fara hratt, farðu einn. Ef þú vilt fara langt, farðu með öðrum“ Afrískt spakmæli

Hvað fær okkur til að framkvæma? Hvað gerir það að verkum að sumir tala bara en framkvæma lítið sem ekkert? Síðan eru það aðrir sem tala minna og framkvæma meira? Hvers vegna er þessi munur og getum við öll lært að framkvæma?

“Sá sem aldrei hefur gert mistök, hefur aldrei prófað neitt“ Albert Einstein

Meðal þess sem farið er yfir

Sama hversu stórfengleg orð þín eru þá munt þú verða metinn af verkum þínum.

  • Er enginn munur á því sem þú hugsar, segir og framkvæmir?
  • Hvernig er „framkvæmdaferlið“ og hvað felur það í sér?
  • Hvað getum við gert ef það er svo margt sem okkur langar að gera og við getum ekki ákveðið okkur hvar á að byrja?
  • Hvers vegna þarf oft áfall til, svo við förum að framkvæma?
  • Hvað er að fá „gul“ og jafnvel „rauð“ spjöld í lífinu?
  • Hver er eina leiðin til að öðlast framúrskarandi starfsferil?
  • Hvað þýðir að „Öll munum við einhvern tímann deyja“, en samt lifa í raun ekki allir.
  • Hvernig er best að takast á við frestunaráráttu?

Við lifum aðeins einu sinni! Rangt: Við deyjum einu sinni, en við lifum hvern dag.

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

„Ef þú heldur að ævintýri séu hættuleg, prufaðu þá rútínu. Það er banvænt“ Paulo Coehlo

  • Aukið sjálfstraust til að framkvæma.
  • Trú á eign getu til að framkvæma það sem þig langar mest.
  • Aukin færni í að takast á við breytingar.

Sumt fólk eyðir öllu lífinu í að vera tilbúið og miða, en skýtur aldrei…

Lengd

Örfyrirlestur er 20 til 30 mínútur að lengd.

Fyrir hverja

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur eða ef það þarf að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.