Hvernig tökum við ákvarðanir

Hvernig tökum við ákvarðanir?

Markmið

Markmið þessa fyrirlestrar er að varpa ljósi á hvaða hugsanaskekkjur við erum helst að kljást við í okkar daglega lífi. Einnig er farið yfir það hvernig aukin þekking á okkar helstu hugsanaskekkjum hjálpar okkur að hámarka rétta ákvarðanatöku.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Helstu hugsanaskekkjur (e. cognitive bias) skoðaðar, t.d. framboðshlutdrægni (e. availability bias”), staðfestingarskekkja (e. confirmation bias), eðlilegt ástand skekkjan (e. normalcy bias), ýfing og huglæg akkeri (e. priming effect), eftiráskekkjan (e. hindsight bias) og “Dunning-Kruger” áhrifin (e. The Dunning-Kruger Effect)
  • Erum við ekki skynsamar, rökréttar verur sem sjá heiminn eins og hann er?
  • Höfum við tilhneiging til að samþykkja upplýsingar sem styðja okkar trú en forðast upplýsingar sem ganga gegn sannfæringu okkar?
  • Hvað eru „fyrirmyndir sem forma ákvarðanir“ og hvernig tengist það réttri ákvarðanatöku?
  • Getur verið að seinustu tveir tölustafirnir í kennitölunni þinni hafi áhrif á hvað þú ert tilbúinn að borga fyrir rauðvínsflösku?

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Að læra að þekkja helstu hugsanaskekkjur og hvernig er best að eiga við þær.
  • Aukið sjálfstraust með réttari ákvarðanatöku.
  • Betri innsýn í eigin hugsanir.
  • Aukinn persónulegur styrkur.
  • Aukin hæfni til „réttrar“ ákvarðanatöku.

Lengd

Örfyrirlestur er 20 til 30 mínútur að lengd.

Fyrir hverja

Hentar vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.