Heilsan – örfyrirlestrar

Er meltingin það sem öllu skiptir?

Markmið

Að varpa ljósi á allt sem við kemur meltingu og þá sérstaklega með tilliti til hugsanlegra áhrifa meltingavandamála og offitu.

Meðal þess sem farið er yfir

 • Er meltingin það sem öllu skiptir? Hvernig veit ég hvort meltingin hjá mér er í lagi?
 • Hvað getum við gert til að bæta meltinguna?
 • Hversu miklu máli skiptir það fyrir meltinguna að borða lítið í einu og að borða rólega?
 • Hvað er átt við með „þarmaflóru“ og hvað eru þessir „Prebiotics“ og „Probiotics“ með eða án „Enteric coating“?
 • Skiptir máli í hvaða röð matur er borðaður og passa sumar fæðutegundir betur saman en aðrar? Hvaða fæðutegundir passa best saman fyrir meltinguna?
 • Skoðum hvað nýjustu rannsóknir segja um samspil þarmaflórunnar, þunglyndis og ofnæmis?
 • Hver eru möguleg áhrif örbylgjuofna á mat og þá á meltinguna?
 • Hvað ræður mestu um orkustigið hjá okkur og hversu miklu ræður meltingin um orkustig okkar?
 • Hvers vegna er gott að borða súrkál?
 • Hvaða áhrif hefur það á fræ og möndlur að leggja þau í bleyti?
 • Hvernig geta matarsódi og edik bætt meltinguna hjá okkur?
 • Hippocrates sagði fyrir 2.500 árum „Maðurinn nærist ekki á því sem hann gleypir heldur á því sem hann meltir og notar“. Hvað er átt við með þessu?

Lengd

Örfyrirlestar eru 20-30 mínútur.