Jákvæðni og viðhorf

Þekktu sjálfan þig!

Markmið

Að auka sjálfsþekkingu og gera þátttakendum grein fyrir því hvað sjálfsþekking er og hvað megi fá út úr henni.

Í þessum fyrirlestri er töluverðar þátttöku krafist frá þátttakendum í formi þess að svara spurningum sem leiðbeinandi varpar yfir hópinn.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Hver ert þú og hvað vilt þú? Förum við jafnvel í gegnum allt lífið án þess að spyrja okkur sjálf þessarar grunnspurningar?
  • Ert þú það sem þú starfar við? Hver ert þú ef þú missir t.d. vinnunna eða hættir að vinna sökum aldurs?
  • Veltum fyrir okkur fimm stærstu eftirsjám við hinstu stund.
  • Getur verið að með aukinni sjálfþekkingu geti starfsánægja aukist á svipstundu?
  • Farið verður í Johari-gluggann og hvernig nýta megi hann til sjálfsþekkingar.
  • Sagt hefur verið að eina þekkingin sem skipti máli sé sjálfsþekking. Veltum fyrir okkur hvers vegna það sé líklega rétt.
  • Forsenda þess að við getum bætt okkur er sjálfþekking. Hvernig ætlar þú að vinna í sjálfum þér ef þú þekkir þig ekki?
  • Hvernig aukin sjálfsþekking leiðir af sér aukna hamingju.
  • Hvernig sjálfsþekking leiðir af sér aukna innri hugarró.

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Með sjálfsþekkingu tengjum við betur við okkur sjálf, við náum ákveðnum skýrleika í tilfinningar okkar.
  • Bætum samskipti við maka, fjölskyldu og vinnufélaga – öll samskipti verða skilvirkari og ánægjulegri.
  • Skýrari hugsun og betri ákvarðanataka og þar af leiðandi minni líkur á rangri ákvarðanatöku.
  • Betri tímastjórnun því þú eyðir frekar tímanum í það sem skiptir þig máli.

Lengd

Ein klukkustund.

Fyrir hverja

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.

Á vegg Appollómustersins voru skráð vísdómsorð „hinna sjö vitru manna“: „Þekktu sjálfan þig“ og „Hóf er á öllu best“