Að takast á við lífið – í vinnu og einkalífi

Ert þú sigurvegari í þínu lífi?

Markmið

Að vera sigurvegari getur þýtt margt, t.d. að vera sigurvegari í íþróttum eða að láta umferðina ekki fara í taugarnar á sér og allt þar á milli.

Fyrirlestrinum er ætlað að sýna fram á að fólk sem skarar fram úr er í grunneðli ekkert öðruvísi en við hin og munurinn liggur fyrst og fremst í viðhorfi sem við getum auðveldlega tileinkað okkur.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Charles Darwin sagði „Það eru ekki þeir sterkustu né þeir gáfuðustu sem lifa best af, heldur þeir…“?
  • Ef vinur/vinkona ætlar að keppa í Idol og spyr þig ráða með því að syngja fyrir þig, hvað segir þú?
  • Er hægt að mæla hvort þú sért sigurvegari?
  • Eru það helstu mistök okkar í lífinu að reyna ekki?
  • Hvað getur þú gert ef þú trúir ekki á nein takmörk?
  • Hvað þýðir í raun að vera metnaðarfullur?
  • Hver eru helstu einkenni sigurvegara?
  • Hvernig á að takast á við úrtölufólkið?

„Það er ekkert göfugt við að vera æðri öðrum manni, það sem er sannarlega göfugt er að vera æðri en maður var sjálfur í gær“, Ernest Hemingway.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Aukið sjálfstraust og meiri lífshamingja.
  • Aukinn kjarkur til að takast á við lífið.
  • Aukinn persónulegur styrkur og hæfni í að takast á við mótlæti.
  • Að þátttakendur líti framtíðina björtum augum.
  • Að þátttakendur sjái hvernig oft er hægt að snúa erfiðri stöðu sér í hag.

Lengd

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund.

Fyrir hverja

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur eða ef það þarf að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn. Auk þess, frábær fyrirlestur fyrir allt íþróttafólk.