Annað

Fyrirlestur fyrir íþróttafólk

Markmið

Að sýna fram á að fólk sem skarar fram úr er ekkert ólíkt okkur hinum. Munurinn liggur fyrst og fremst í viðhorfi þess til verkefnanna sem það tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Að þátttakendur átti sig á því sem stoppar þá af í lífinu og skilji hvaða grunnþættir eru þess valdandi að þeir ná ekki að láta drauma sína rætast. Fyrirlestrinum er ætlað að hjálpa fólki að virkja þann kraft sem býr innra með því.

Meðal þess sem farið er yfir

 • Hversu miklu máli skiptir viðhorf í sambandi við afburðaárangur?
 • Hvað þýðir að vera metnaðarfullur?
 • Hvað er það sem kemur í veg fyrir að við lifum takmarkalausu lífi, eða því lífi sem okkur dreymir um og langar að lifa? Hvað getur þú gert ef þú trúir ekki á nein takmörk? „There are no limits!“
 • Hvað hindrar okkur í að gera það sem okkur langar til?
 • Voru Michael Jordan og Mozart gæddir miklum meðfæddum hæfileikum eða voru þeir aðeins duglegri en flestir aðrir?
 • Hvernig og fyrir hvað á að hrósa? Hvað er fast hugarfar og hvað er vaxtarhugarfar?
 • Getur þú ekki orðið góður í spretthlaupi nema þú hafir ACTN3-genið?
 • Hvers vegna eru Kenýabúar svona góðir hlauparar?

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

 • Skilningur á því að það eina sem í raun stoppar okkur eru okkar eigin viðhorf til verkefnanna sem við tökum okkur fyrir hendur.
 • Aukinn persónulegur styrkur og hæfni í að takast á við mótlæti.
 • Lærum að takast á við óttann og nýta hann okkur til framdráttar.
 • Betri innsýn í eigin hugsanir og aukinn kjarkur til að takast á við lífið.

Lengd

Lengd fyrirlestrar 40 mínútur.

Fyrir hverja

Frábær fyrirlestur fyrir allt íþróttafólk sem hefur metnað til að ná langt í sinni grein og þá sem vilja láta drauma sína rætast og læra um mátt hugans.

Fyrirlestur er tilvalinn fyrir alla sem hafa metnað og áhuga á að breyta til í sínu lífi og láta drauma sína rætast, sama hverjir þeir eru.