Árangursríkari stjórnun

Aldamótakynslóðin: Böl eða blessun

Markmið

Að varpa ljósi á hver er helsti munurinn á kynslóðunum og hvernig þær geti unnið sem best saman sem bætir í framhaldinu alla samvinnu á vinnustaðnum.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Rennum yfir helstu kynslóðirnar og hvað aðgreinir þær helst. Veltum líka fyrir okkur hvort hægt sé að greina einhverja ákveðin þróun seinustu 100 árin eða svo.
  • Hvernig getum við nýtt styrkleika hverrar kynslóðar fyrir sig og fengið þær til að vinna sem ein heild? Þegar við þekkjum mismunandi gildi og þarfir kynslóðanna þá náum við fram því besta frá hverjum og einum starfsmanni.
  • Hvernig þurfa fyrirtæki og yfirmenn þeirra að aðlaga sig að hugsunarhætti aldamótakynslóðarinnar?
  • Hvernig tryggjum við að ekki myndist gap á milli kynslóðanna innan vinnustaðar?
  • Aldamótakynslóðinni hefur m.a. verið lýst sem latri, gráðugri, óagaðri og sjálfhverfri en henni hefur líka verið lýst sem frjálslyndri, bjartsýnni, fordómalausri og með opinn huga. Veltum fyrir okkur hvað er til í þessu.

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Ná að nýta kosti hverrar kynslóðar fyrir sig og vinna með veikleikunum.
  • Aukið öryggi hjá yfirmönnum í stjórnun hinna mismunandi kynslóða.
  • Bætt samskipti á vinnustaðnum.
  • Ánægðara starfsfólk.

Lengd

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund.

Fyrir hverja

Þetta er hugsað sem stuttur, skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja. Hann er tilvalinn fyrir fyrirtæki þegar haldinn er starfsdagur.