Jafnrétti

Jafnrétti

Markmið

Að við nálgumst umræðu og framkvæmd jafnréttismála með opnari og upplýstari hætti. Veltum fyrir okkur styrkleikum kynjanna og hvernig megi best nýta þá á vinnustað. Skoðum líka hvort sjónarhorn okkar varðandi jafnrétti sé mögulega of mikið einfaldað, t.d. sú afstaða sem kemur fram í fréttum og á samfélagsmiðlum. Eru þau e.t.v. of mikið lituð af hinni almennu umræðu sem fer fram á ljósvakamiðlum?

Meðal þess sem farið er yfir

  • Hvers vegna eru stelpur „bleikar“ og strákar „bláir“?
  • Hvað þýðingu hafa fyrrverandi lifnaðarhættir fyrir líf okkar í dag?
  • Eru kynin eins við fæðingu?
  • Mismunur kynjanna á vinnustað.
  • Hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar kynjanna á vinnustað?
  • Veltum fyrir okkur muninum á hugtökunum jafnrétti og sanngirni.
  • Sagt er að konur muni frekar hvar hlutir sem týnast eru… og muni líka betur hvað var sagt. Er þetta allt rétt?

Helsti ávinningur af námskeiðinu

  • Vandaðri samskipti og betri skilningur á samskiptum kynjanna.
  • Auðveldari samskipti á vinnustað, með því að gera þau opnari, líflegri og skemmtilegri.
  • Dregur úr átökum og ágreiningi á vinnustað.
  • Námskeiðið er umfram allt skemmtilegt, persónulegt og gagnlegt.

Lengd

Ein klukkustund.

Fyrir hverja

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.