Upphafið – Um mig og fyrirtækið

Eftir grunnskóla lá leið mín í Fjölbrautarskólann á Akranesi en á þeim tíma átti það ekki við mig að stunda nám svo ég hóf almenna verkamannavinnu og fór því næst á sjóinn. Í framhaldi af því fór ég í Stýrimannaskólann og lauk þaðan öðru stigi, sem var tveggja ára nám sem veitti full skipstjórnarréttindi á öll fiskiskip. Næst lá leiðin í frumgreinadeild Tækniháskóla Íslands og í framhaldi af því útskrifaðist ég sem iðnrekstrarfræðingur af rekstrarsviði og með B.Sc. gráðu í vörustjórnun. (e. logistics).

Ég lauk síðar MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík samhliða vinnu minni hjá Ölgerðinni og þá með áherslu á mannauðsstjórnun. Ég er með NLP Practitioner gráðu frá BrUen og er alþjóðlega vottaður markþjálfi (Coach) frá Háskólanum í Reykjavík (CEG Core Essentials Graduate)

Starfsreynsla

Ég starfaði hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni í 12 ár og sinnti þar ýmsum störfum. Má þar nefna starf yfirmanns dreifingar, framkvæmdastjóra vörustjórnunar og framkvæmdastjóra tæknisviðs.

Ég hef látið drauma mína rætast

Ágeir hefur …

Fjöllin

Ég hef látið drauma mína rætast á mörgum sviðum og náð mörgum af mínum markmiðum. Ég hef klifið fimm fjöll af þeim sjö sem teljast hæstu fjöll hverrar heimsálfu og var fyrstur Íslendinga til að klífa hið alræmda fjall Carstensz Pyramid (4.884m) í Papúa Nýju-Gíneu, en það er hæsta fjall Eyjaálfu. Auk þessa hef ég klifið Mt. Elbrus (5.642m) í Rússlandi, hæsta fjall Evrópu, Mt. Kilimanjaro (5.895m), hæsta fjall Afríku, Aconcagua (6.962m), hæsta fjall Suður-Ameríku, Denali, (6.190m) hæsta fjall Norður-Ameríku og Mt. Blanc (4.809m), sem er hæsta fjall Vestur-Evrópu.

Ég hef líka farið í leiðangra á önnur fjöll eins og Alpamayo (5.947m) í Perú, Matterhorn (4.478m) á landamærum Sviss og Ítalíu og Broad Peak (8.051m) í Pakistan ásamt fjölmörgum öðrum útivistarverkefnum líkt og að þvera Vatnajökul á gönguskíðum.

Hlaup og Ironman

Ég hef klárað tvær IronMan keppnir (synda 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa 42,2 km), hlaupið Laugaveginn (55 km) tvisvar sinnum og tekið þátt bæði í New York- og Reykjavíkurmaraþoni.

Annað

Ég hef lokið meistaranámi í viðskiptum, skipstjórnarnámi, unnið á hjálparsíma Rauða krossins, stundað sjósund, yoga, köfun, rafting, fallhlífarstökk og margt, margt fleira.

Ég hef fjárfest mikið í lífinu og þessi fjárfesting skilar sér í námskeiðin og fyrirlestrana sem ég held.

Markmið, sýn og gildi

Að vera Íslendingum hvatning til að líta lífið jákvæðum augum og gera sér ljóst að það eitt að breyta viðhorfi sínu getur aukið lífsgæði og fært okkur meiri hamingju.

Takmarkalaust líf

Takmarkalaust líf er líf sem allir geta lifað. Það er líf sem við lifum án ótta, fordóma og annarra þátta sem draga úr okkur máttinn.

Samfélagsleg ábyrgð

Yfirlýstur vilji fyrirtækisins Takmarkalaust Líf ehf. að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem tekur tillit til umhverfisins og samfélagsins

Ágeir hefur …

Ásgeir hefur látið drauma mína rætast á mörgum sviðum og náð mörgum af sínum markmiðum. Hann hefur klifið fimm fjöll af þeim sjö sem teljast hæstu fjöll hverrar heimsálfu og var fyrstur Íslendinga til að klífa hið alræmda fjall „Carstensz Pyramid“ (Mt. Puncak Jaya) í Papúa Nýju-Gíneu, en það er hæsta fjall Eyjaálfu. Auk þessa hefur hann klifið Mt. Elbrus í Rússlandi, hæsta fjall Evrópu,, Mt. Kilimajaro, hæsta fjall Afríku, Aconcagua, hæsta fjall Suður-Ameríku, Denali, hæsta fjall Norður-Ameríku og Mt. Blanc, sem er hæsta fjall Vestur-Evrópu.

Ásgeir hefur klárað tvær IronMan keppnir, hlaupið Laugaveginn tvisvar sinnum og tekið þátt bæði í New York- og Reykjavíkurmaraþoni.

Hann hefur lokið meistaranámi í viðskiptum, skipstjórnarnámi, unnið á hjálparsíma Rauða krossins, stundað sjósund og yoga, prófað köfun, rafting, fallhlífarstökk og margt, margt fleira.

Ágeir hefur …

Ásgeir hefur látið drauma mína rætast á mörgum sviðum og náð mörgum af sínum markmiðum. Hann hefur klifið fimm fjöll af þeim sjö sem teljast hæstu fjöll hverrar heimsálfu og var fyrstur Íslendinga til að klífa hið alræmda fjall „Carstensz Pyramid“ (Mt. Puncak Jaya) í Papúa Nýju-Gíneu, en það er hæsta fjall Eyjaálfu. Auk þessa hefur hann klifið Mt. Elbrus í Rússlandi, hæsta fjall Evrópu,, Mt. Kilimajaro, hæsta fjall Afríku, Aconcagua, hæsta fjall Suður-Ameríku, Denali, hæsta fjall Norður-Ameríku og Mt. Blanc, sem er hæsta fjall Vestur-Evrópu.

Ásgeir hefur klárað tvær IronMan keppnir, hlaupið Laugaveginn tvisvar sinnum og tekið þátt bæði í New York- og Reykjavíkurmaraþoni.

Hann hefur lokið meistaranámi í viðskiptum, skipstjórnarnámi, unnið á hjálparsíma Rauða krossins, stundað sjósund og yoga, prófað köfun, rafting, fallhlífarstökk og margt, margt fleira.