Nýir fyrirlestrar / námskeið

Jákvæðni og viðhorf

Í þessum hluta eru hvatningafyrirlestrar þar sem lögð er áhersla á mátt jákvæðninnar og hversu mikilvægt viðhorf okkar til lífsins er.

Fyrirlestrarnir vekja fólk til umhugsunar um að oft á tíðum þarf einungis litla viðhorfsbreytingu til að breyta miklu í þeirra lífi og gera vinnustaðinn enn skemmtilegri en hann nú þegar er.

Þetta eru tilvaldir fyrirlestrar þegar verið er að halda starfsdag, funda út í bæ eða annað sem er til þess fallið er að brjóta upp daginn hjá starfsfólkinu.

Skip sökkva ekki vegna sjávarins umhverfis þau; þau sökkva vegna þess að sjórinn kemst inn í þau

Ekki láta það sem er að gerast í kringum þig ná til þín og draga þig niður.

Markmið

Að auðvelda okkur að gera breytingar á lífi okkar með því að yfirstíga ótta og auka lífshamingju.

Meðal þess sem farið verður yfir

  • Bara það eitt að sleppa takinu ásamt viðhorfsbreytingu getur breytt sýn okkar varanlega á það hvernig við sjáum okkur sjálf og einnig á heiminn sem við búum í.
  • Hvað þarf að breytast hjá okkur ef við viljum gera breytingar í lífi okkar?
  • Ef við viljum gera breytingar í lífinu, þá er oft sagt að það sé mikilvægt að sættast við þann stað sem við erum á. En hvað þýðir það nákvæmlega og hvernig fer maður að því?
  • Hvað felst í því að sleppa takinu? Og sleppa takinu á hverju?
  • Hvernig förum við að því að sleppa taki á fortíðinni og því sem við burðumst með og horfa þess í stað fram á veginn?
  • Hvernig tengist fyrirgefningin því að hefja nýtt líf og hvernig felur það í sér að sættast við núverandi stöðu í lífinu?

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Aukin hæfni í að takast á við mótlæti.
  • Aukinn persónulegur styrkur.
  • Að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina.
  • Betri innsýn í eigin hugsanir og aukinn kjarkur til að takast á við lífið.

Lengd

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund.

Fyrir hverja

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.

„Að sætta sig við hlutina eins og þeir eru. Segðu „já“ við lífinu og sjáðu hvernig lífið vinnur með þér, í stað þess að vinna gegn þér.“ Eckhart Tolle

Markmið

Að auka sjálfsþekkingu og gera þátttakendum grein fyrir því hvað sjálfsþekking er og hvað megi fá út úr henni.

Í þessum fyrirlestri er töluverðar þátttöku krafist frá þátttakendum í formi þess að svara spurningum sem leiðbeinandi varpar yfir hópinn.

Meðal þess sem farið verður yfir

  • Hver ert þú og hvað vilt þú? Förum við jafnvel í gegnum allt lífið án þess að spyrja okkur sjálf þessarar grunnspurningar?
  • Ert þú það sem þú starfar við? Hver ert þú ef þú missir t.d. vinnunna eða hættir að vinna sökum aldurs?
  • Veltum fyrir okkur fimm stærstu eftirsjám við hinstu stund.
  • Getur verið að með aukinni sjálfþekkingu geti starfsánægja aukist á svipstundu?
  • Farið verður í Johari-gluggann og hvernig nýta megi hann til sjálfsþekkingar.
  • Sagt hefur verið að eina þekkingin sem skipti máli sé sjálfsþekking. Veltum fyrir okkur hvers vegna það sé líklega rétt.
  • Forsenda þess að við getum bætt okkur er sjálfþekking. Hvernig ætlar þú að vinna í sjálfum þér ef þú þekkir þig ekki?
  • Hvernig aukin sjálfsþekking leiðir af sér aukna hamingju.
  • Hvernig sjálfsþekking leiðir af sér aukna innri hugarró.

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Með sjálfsþekkingu tengjum við betur við okkur sjálf, við náum ákveðnum skýrleika í tilfinningar okkar.
  • Bætum samskipti við maka, fjölskyldu og vinnufélaga – öll samskipti verða skilvirkari og ánægjulegri.
  • Skýrari hugsun og betri ákvarðanataka og þar af leiðandi minni líkur á rangri ákvarðanatöku.
  • Betri tímastjórnun því þú eyðir frekar tímanum í það sem skiptir þig máli.

Lengd

Ein klukkustund.

Fyrir hverja

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.

Á vegg Appollómustersins voru skráð vísdómsorð „hinna sjö vitru manna“: „Þekktu sjálfan þig“ og „Hóf er á öllu best“

Annað áhugavert

Í þessum hluta eru fyrirlestrar af ýmsum toga. Má þar nefna fyrirlestra um líkamstjáningu, annan fyrir íþróttafólk, einn um jafnrétti og svo skoðum við í einum fyrirlestrinum hvort heimurinn stefni í rétta átt eða hvort allt sé að fara fjandans til.

Sjáir þú engan fyrirlestur sem fellur nákvæmlega að þínum þörfum er ég alltaf reiðubúinn að aðlaga fyrirlestra að þörfum viðskiptavina minna.

Góðar áskoranir eru alltaf mjög freistandi fyrir mig og í raun mjög æskilegar.

Markmið

Að átta sig á hvað það er mikilvægt að vera með opinn huga og hversu óeðlislægt það er manninum í raun að vera með opinn huga.

Meðal þess sem farið verður yfir

  • Þrjú þrep þekkingaröflunar.
  • Hversu oft á ævinni skiptum við um skoðun, raunverulega? Er þroskamerki að skipta um skoðun?
  • Getur verið að heilu þjóðfélögin hafa skipt um skoðun?
  • Sagt er: „Allir vilja vaxa, en enginn vill breytast.“ Nietzsche sagði síðan „Höggormurinn sem ekki hefur hamskipti deyr. Sama á við um huga sem er fyrirmunað að skipta um skoðun: hann hættir að vera til“. Hvað getur þetta þýtt fyrir okkur?
  • Ein af forsendum opins hugarfars er að átta sig á að til að vera með opinn huga þá þarf maður að skipta um skoðun og ef maður skiptir um skoðun þá hefur þú væntanlega haft „rangt“ fyrir þér.
  • Hvað þýðir að vera með opinn huga? Þýðir það að við eigum að trúa öllu sem við heyrum eða eigum við að vera opin fyrir hugmyndum sem ganga þvert á þekkingu okkar og skoðun?

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Aukin innsýn inn í hversu mikilvægt er að ástunda opið hugargar gagnvart lífi okkar.
  • Betri innsýn inn í það hvert veröld okkar er raunvörulega að þróast þegar búið er að sía í burtu sjálfgefna stillingu á neikvæðni í fréttaflutningi.
  • Eykur forvitni, því þegar fólk sér hversu margbreytilegur heimurinn er, þá opnast nýjar víddir í þekkingaröflun.

Lengd

Lengd fyrirlestrar er 40 mínútur.

Fyrir hverja

Ef þið viljið bjóða upp á einhvern allt öðruvísi fyrirlestur fyrir starfsfólk ykkar þá er þetta fyrirlestur sem kemur skemmtilega á óvart og gerir fólk jafnvel orðlaust.

Markmið

Að gera þátttakendum kleift að nálgast sinn innri mann.

Meðal þess sem farið verður yfir

  • Hjá börnum er talað um „Hugarkenningu“ (e. Theory of Mind) en það er þegar börn átta sig á að það hafi ekki allir sömu skoðun og þau sjálf. Þetta gerist um 4 ára aldur. Þegar við verðum fullorðinn, þá er þetta kallað „sjálfhverfa skekkjan“ (e. Egocentric Bias). Skoðum hvað þetta getur þýtt í okkar daglega lífi.
  • Ert þú undantekning eða fylgir þú fjöldanum? Hvað getur „sjálfhverfa skekkjan“ sagt okkur og kennt um þetta?
  • Ferlið: Umræður og að setja hlutina í stærra samhengi. Að átta sig á að það skiptir máli í hvaða átt hlutirnir eru að fara.
  • Getur verið að það sé ákveðið við fæðingu hvað við kjósum?
  • Carl Jung sagði „Fólk hefur ekki skoðanir, skoðanir eiga fólk.“ Þessi setning hljómar ekki flókin né djúphugsuð en þó vilja menn meina að í henni felist meiri sjálfsþekking en í nokkurri annarri setningu.
  • Skoðum „unconscious bias“ og “implicit egotism”.

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Innri hugarró þar sem aukin sjálfsþekking leiðir til þess að þú tengir betur við þinn innri mann.
  • Auðveldar ákvarðanatöku með aukinni tenginu við þinn innri mann.
  • Þú stefnir markvissar á það sem þú vilt eyða tíma þínum í.
  • Aukin tilgangur með lífinu.

Lengd

40 mínútur.

Fyrir hverja

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.

Markmið

Framboð upplýsinga hefur aldrei verið jafnmikið í sögu heimsins. Í þessum fyrirlestri skoðum við hver sjálfgefna stillingin okkar er á nýjar upplýsingar og hvernig við getum síað út „réttar“ upplýsingar.

Meðal þess sem farið verður yfir

  • Hvernig við móttökum upplýsingar og vinnum úr þeim.
  • Við skoðum hugsanaskekkjur eins og framboðshlutdrægni og staðfestingarskekkjuna.
  • Við skoðum „Mere-Exposure effect“.
  • Eftir því sem þú heyrir ákveðnar upplýsingar oftar, því líklegra er að þú trúir þeim. Getur það verið rétt og þá, hvers vegna?
  • Við skoðum „hugarkenningu“ (e. Theory of Mind) og „sjálfhverfu skekkjuna“ (e. Egocentric Bias) og hvað þær geta þýtt í okkar daglega lífi og þar af leiðandi nýst okkur.
  • Skoðum geislabauga áhrifin (e. Halo Effect & Horn Effect)
  • Við skoðum „sjálfgefnu stillinguna“ þegar þarf að meta hverju á að trúa (e. Truth-Default Theory)
  • Við skoðum Mirror Neurons (Gandhi Neurons)
  • Við skoðum „hugsanaflýtileiðir“ (mental shortcuts).

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Aukin sjálfsþekking á hvernig við umgöngumst upplýsingar.
  • Aukin innsýn í eitt flóknasta fyrirbrigði heimsins, mannshugann.
  • Aukinn skilningur á veröldinni sem við búum í.
  • Aukin hæfini í að greina á milli rökhugsunar og sjálfgefinna stillinga sem geta verið að rugla okkur í ríminu.

Lengd

40 mínútur.

Fyrir hverja

Ef þið viljið bjóða upp á einhvern allt öðruvísi fyrirlestur fyrir starfsfólk ykkar þá er þetta fyrirlestur sem kemur skemmtilega á óvart og gerir fólk jafnvel orðlaust.