Árangursríkari stjórnun

Framúrskarandi þjónusta, hvernig?

Markmið

Nýjustu tölur frá McKinsey segja að óánægður viðskiptavinur segi 10 til 15 manns frá reynslu sinni og 13% þeirra segi 20 manns frá henni. Þetta er að sjálfsögðu fyrir utan alla þá sem þetta fólk getur náð til með umsögnum sínum á samfélagsmiðlum!

Að þátttakendur átti sig á því hvaðan góð þjónusta kemur og séu meðvitaðir um hvaða hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað til hægt sé að veita framúrskarandi þjónustu.

Það eru ekki viðskiptavinirnir sem búa til sögur um fyrirtækið þitt, það ert þú sjálfur. Það er eitt að missa viðskiptavin vegna lélegrar þjónustu. Það er síðan annar hlutur að missa 20 viðskiptavini vegna slæms umtals.

Meðal þess sem farið er yfir

 • Að þátttakendur verði meðvitaðir um hvað það er að veita góða þjónustu og hvað sé það mikilvægasta þegar góð þjónusta er annars vegar.
 • Er hægt að tala um ,,win-win“ aðstöðu, þegar sá sem veitir þjónustu og sá sem tekur við henni eru annars vegar.
 • Er þjónusta almennt góð á Íslandi?
 • Hvað er mikilvægast fyrir framúrskarandi þjónustu?
 • Hvað er þjónusta sem fer fram úr væntingum viðskiptavinarins?
 • Hvað þýðir að veita góða þjónustu?
 • Hver er grunnurinn að því að fólk geti veitt framúrskarandi þjónustu?
 • Farið verður í gegnum helstu þrepin til að takast á við ósáttan (reiðan) viðskiptavin.
 • Hver er munurinn á ánægðum og tryggum viðskiptavini?

Helsti ávinningur af námskeiðinu

 • Ánægðari viðskiptavinir.
 • Ánægðara starfsfólk.
 • Starfsfólk áttar sig betur á því hvað framúrskarandi þjónusta getur gert fyrir fyrirtækið sem það vinnur fyrir.

Lengd

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum þeim þjónustuaðilum sem vilja veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Þetta námskeið getur því hentað fyrirtækjum, stofnunum og skólum svo dæmi séu tekin.