Lengri námskeið

Borðað í 10.000 ár

Markmið

Námskeiðið tekur á mataræði með annarri nálgun en venja er og hvernig betra mataræði heldur okkur heilum heilsu til framtíðar, bæði andlega og líkamlega. Markmiðið er að þátttakendur tileinki sér betra mataræði og öðlist þar með bætta heilsu til framtíðar.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Er meiri vinna að borða hollt en óhollt?
  • Hver er í raun grunnurinn að okkar mataræði?
  • Hvað er hollt og hvað er óhollt?
  • Eru mjólkurvörur góðar fyrir þig?
  • Hvað eru flestir næringarsérfræðingar sammála um þegar næring er annars vegar?
  • Hvað fáum við út úr breyttu mataræði annað en lægri tölu á vigtinni?
  • Er öll fita óholl eða kannski holl?
  • Hvers vegna þekkist ekki beinkröm í Asíu?
  • Hver er möguleg orsök flestra okkar kvilla?
  • Hvaða áhrif hafa áhyggjur og stress á líkamlega heilsu okkar?
  • „Fólk veit oft á tíðum hvað má borða og hvað ekki en getur ekki farið eftir því! Hvað er til ráða?”
  • Hvernig getum við kennt börnunum okkar að borða rétt? Mega þau velja sjálf eða berum við ábyrgð á því að beina þeim í rétta átt?
  • Hippocrates sagði fyrir 2.500 árum; „Látið matinn vera lyfin ykkar og lyfin vera matinn ykkar.”

Helsti ávinningur af námskeiðinu

  • Að greina á milli hvað er hollt og hvað er óhollt þegar út í búð er komið.
  • Að það er ekki allt sem sýnist þegar hollt mataræði er annars vegar.
  • Að það að borða hollt og stunda heilbrigðan lífsstíl þarf ekki að vera jafn erfitt og flókið og fólk heldur.

Lengd

Hafið endilega samband varðandi lengd á námskeiðinu.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar vel fyrir alla sem hafa áhuga á heilbrigðum lífsstíl. Jafnframt hentar það sérstaklega vel fyrir fyrirtæki, ráðuneyti eða stofnanir, til dæmis áður en heilsueflingu er ýtt úr vör á vinnustaðnum.