Heilsan – örfyrirlestrar

Að hafa góða heilsu

Markmið

Hver er staða mannkynsins, er heilsu okkar að hraka eða er fólk almennt að verða langlífara? Hvaða þýðingu hefur það fyrir okkur að borða hollt og vera við góða heilsu?

Meðal þess sem farið er yfir

  • Hefur genasamsetning mannsins breyst eitthvað seinustu 10.000 árin? Er heilinn í okkur „steinaldarheili“? Getur verið að við séum forrituð út frá genum til að borða allan þann sykur sem við komum höndum yfir?
  • Hver er í raun grunnurinn að okkar mataræði?
  • Er dýrara að borða óhollt heldur en hollt?
  • Eru til öfgar í mataræði?
  • Hvað erum við hönnuð til að borða?
  • Hvað þýðir að vera meðlimur í „The zipper club“?
  • Er kjöt krabbameinsvaldandi?
  • Er mannfólkið að verða heilsuhraustara eða er heilsu okkar að hraka?
  • Hippocrates sagði fyrir 2.500 árum „Maðurinn nærist ekki á því sem hann gleypir heldur á því sem hann meltir og notar“. Hvað er átt við með þessu?

Lengd

Örfyrirlestrar eru 20-30 mínútur.