Heilsan – örfyrirlestrar

Hver er hinn faldi sannleikur að baki heilsu okkar?

Markmið

Að varpa ljósi á mikilvæga heilsutengda þætti sem oft á tíðum verða útundan þegar talað er um næringu.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Hvernig gengur baráttan við krabbamein?
  • Eru sjúkdómar í genunum eða í umhverfinu?
  • Þurfum við að nota alla þessa sápu – sjampó?
  • Hvaða áhrif hefur bakteríudrepandi sápa á okkur?
  • Hvaða áhrif getur mikil sápunotkun haft á börnin okkar?
  • Eigum við að reyna að drepa allar bakteríur á okkur eða eru þær lífsnauðsynlegar?
  • Hvað eru „Epigenetics“ og hvernig geta þau mögulega breytt lífi okkar?
  • Eru bólgur hugsanlega undanfari margra þeirra sjúkdóma sem hrjá okkur í dag og hvaða matur/mataræði dregur helst úr bólgum?
  • Hvernig hafa þeir 10 sjúkdómar sem hafa verið hvað skaðvænlegastir fyrir okkur mannfólkið þróast síðan árið 1900
  • Skiptir máli hvernig klósett við notum?
  • Getur verið að við ofnotum sólarvörn?

Lengd

Örfyrirlestrar eru 20-30 mínútur.