Annað áhugavert

Hver er ég? Hvaðan koma skoðanir mínar?

Markmið

Að gera þátttakendum kleift að nálgast sinn innri mann.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Hjá börnum er talað um „Hugarkenningu“ (e. Theory of Mind) en það er þegar börn átta sig á að það hafi ekki allir sömu skoðun og þau sjálf. Þetta gerist um 4 ára aldur. Þegar við verðum fullorðinn, þá er þetta kallað „sjálfhverfa skekkjan“ (e. Egocentric Bias). Skoðum hvað þetta getur þýtt í okkar daglega lífi.
  • Ert þú undantekning eða fylgir þú fjöldanum? Hvað getur „sjálfhverfa skekkjan“ sagt okkur og kennt um þetta?
  • Ferlið: Umræður og að setja hlutina í stærra samhengi. Að átta sig á að það skiptir máli í hvaða átt hlutirnir eru að fara.
  • Getur verið að það sé ákveðið við fæðingu hvað við kjósum?
  • Carl Jung sagði „Fólk hefur ekki skoðanir, skoðanir eiga fólk.“ Þessi setning hljómar ekki flókin né djúphugsuð en þó vilja menn meina að í henni felist meiri sjálfsþekking en í nokkurri annarri setningu.
  • Skoðum „unconscious bias“ og “implicit egotism”

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Innri hugarró þar sem aukin sjálfsþekking leiðir til þess að þú tengir betur við þinn innri mann.
  • Auðveldar ákvarðanatöku með aukinni tenginu við þinn innri mann.
  • Þú stefnir markvissar á það sem þú vilt eyða tíma þínum í.
  • Aukin tilgangur með lífinu.

Lengd

40 mínútur.

Fyrir hverja

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.