Lengri námskeið

Öllum vopnum beitt

Markmið

Þetta námskeið snýst um atvinnuleit. Nafnið „Öllum vopnum beitt“ bendir til þess að notast verði við þekktar aðferðir í bland við nýjar og frumlegar til að aðstoða atvinnuleitendur að fá draumastarf sitt.

Fyrirlestur – Öflugri atvinnuleit

Markmið: Að þátttakendur átti sig á hvernig atvinnuleit hefur breyst undanfarin ár og hvaða áhrif þessar breytingar hafa á atvinnuleit í dag.

Meðal þess sem farið verður yfir:

 • Gögn sem þú sendir atvinnurekanda um sjálfan þig eru fyrstu kynni hans af þér, og því eitt mikilvægasta skrefið í atvinnuleitinni. Hvaða lykilatriði þurfa hérna að vera í lagi til að þú fáir atvinnuviðtal?
 • Farið verður í gegnum hvað á heima og hvað ekki í ferilskrá og kynningarbréfi.
 • Þarf kynningarbréf að vera með eða er ferilskrá nóg?
 • Hvað eiga ferilskrár og kynningarbréf að vera löng?
 • Hvað þurfum við að eiga margar útgáfur af kynningarbréfi?
 • Hvað er það í raun sem vinnuveitandinn er að leita eftir?
 • Hvað er átt við með þegar sagt er að Google sé nýja ferilskráin þín?
 • Þurfa atvinnuleitendur að vera á Linkedin?
 • Hvað ber að hafa í huga varðandi Facebook og aðra samfélagsmiðla þegar atvinnuleit er annars vegar?
 • Hvað getur þýtt að hugsa út fyrir boxið í atvinnuleit?
 • Hvað ræður úrslitum við atvinnuleit?

Fyrirlestur – Tengslanet

Markmið: Stundum er sagt að við Íslendingar gætum verið duglegri í að nýta okkur tengslanet. En hvað þýðir það nákvæmlega. Markmið með þessum hluta námskeiðsins er að varpa ljósi á það.

Meðal þess sem farið verður yfir:

 • Hvers vegna skiptir tengslanet máli?
 • Hverjir geta mögulega verið í þínu tengslaneti?
 • Hvernig förum við að því að virkja tengslanetið?
 • Er munur á tengslaneti og klíku?
 • Skiptir máli hvernig við orðum hlutina þegar við nýtum okkur tengslanet okkar?

Fyrirlestur – Líkamstjáning

Markmið: Stundum heyrir maður að hið talaða mál sé einungis lítið brot af tjáskiptum okkar! Fjölmargar rannsóknir segja til dæmis að:

 • 55% sé líkamstjáning.
 • 35% sé tóntegund/styrkur/talhraði.
 • 10% séu orðin sem við raunverulega notum…

Út frá þessu má segja að líkamstjáning sé mjög mikilvæg og þegar atvinnuviðtalið er annars vegar þá geti hún hreinlega ráðið úrslitum. En hvað þýðir þetta nákvæmlega? Markmið með þessum hluta er að varpa ljósi á það.

Meðal þess sem farið verður yfir:

 • Lögð verður áhersla á hvernig líkamstjáning (e. Body Language) skilar mestum og bestum árangri í atvinnuviðtalinu ásamt öðrum praktískum hlutum.
 • Hvers vegna skipta fyrstu orðin sem þú segir í atvinnuviðtalinu mestu máli?
 • Hvernig er best að halda réttu augnsambandi í gegnum atvinnuviðtalið?
 • Hvernig tryggir maður að fyrstu kynni verði góð?
 • Hvernig koma „Halo Effect“ inn í fyrstu kynni?
 • Hvernig er „rétt“ handaband og hversu miklu máli skiptir að það sé traust?
 • Hvernig getur maður notað sér „speglun“ í atvinnuviðtalinu?

Fyrirlestur – Atvinnuviðtalið

Markmið: Sumir landa atvinnuviðtali aftur og aftur en samt fá þeir ekki starf fyrr en seint og síðar meir. Hvernig stendur á því? Farið verður yfir öll trikkin í bókinni til að tryggja sem besta útkomu í atvinnuviðtalinu.

Meðal þess sem farið verður yfir:

 • Hvaða máli skiptir hegðun eða viðhorf umsækjanda í atvinnuviðtalinu?
 • Hvað má alls ekki tala um í atvinnuviðtalinu?
 • Hvaða spurning kemur í öllum atvinnuviðtölum?
 • Hvað er hin fræga „lyfturæða“ (e. elevator speech) og hvernig nýtist hún í atvinnuviðtalinu?
 • Þarft þú að spyrja spurninga í atvinnuviðtalinu?
 • Hvernig tengist V merkið atvinnuviðtali?
 • Hvaða aðferð er best til að koma í veg fyrir stress í atvinnuviðtalinu?
 • Hvernig svarar þú óþægilegu spurningunum í atvinnuviðtalinu?
 • Á maður að biðja um starfið í lok viðtalsins?
 • Hver eru algengustu mistökin í atvinnuviðtalinu?
 • Hvað er AHHA aðferðin sem atvinnurekendur nota?
 • Hvenær og hvernig er best að semja um laun?
 • Hver er regla númer 1, 2 og 3 varðandi launaumræðu í atvinnuviðtölum?
 • Hvernig svarar þú spurningum um hluti sem þú veist ekkert um í atvinnuviðtali?

Helsti ávinningur af námskeiðinu

 • Aukið sjálfstraust í atvinnuleit.
 • Aukin bjartsýni á að finna starf við hæfi.
 • Tilhlökkun til að takast á við atvinnuviðtalið.
 • Yfirsýn yfir allt það sem getur stuðlað að því að þú finnir draumastarfið.

Lengd

Tvö skipti, 3 tímar í hvort sinn. Samtals 6 klukkustundir.

Fyrir hverja

Alla sem eru í atvinnuleit.