Jákvæðni og viðhorf

Að sleppa takinu – að byrja nýtt líf

Markmið

Að auðvelda okkur að gera breytingar á lífi okkar með því að yfirstíga ótta og auka lífshamingju.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Bara það eitt að sleppa takinu ásamt viðhorfsbreytingu getur breytt sýn okkar varanlega á það hvernig við sjáum okkur sjálf og einnig á heiminn sem við búum í.
  • Hvað þarf að breytast hjá okkur ef við viljum gera breytingar í lífi okkar?
  • Ef við viljum gera breytingar í lífinu, þá er oft sagt að það sé mikilvægt að sættast við þann stað sem við erum á. En hvað þýðir það nákvæmlega og hvernig fer maður að því?
  • Hvað felst í því að sleppa takinu? Og sleppa takinu á hverju?
  • Hvernig förum við að því að sleppa taki á fortíðinni og því sem við burðumst með og horfa þess í stað fram á veginn?
  • Hvernig tengist fyrirgefningin því að hefja nýtt líf og hvernig felur það í sér að sættast við núverandi stöðu í lífinu?

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Aukin hæfni í að takast á við mótlæti.
  • Aukinn persónulegur styrkur.
  • Að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina.
  • Betri innsýn í eigin hugsanir og aukinn kjarkur til að takast á við lífið.

Lengd

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund.

Fyrir hverja

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.

„Að sætta sig við hlutina eins og þeir eru. Segðu „já“ við lífinu og sjáðu hvernig lífið vinnur með þér, í stað þess að vinna gegn þér.“ Eckhart Tolle