Lengri námskeið

Framúrskarandi þjónusta, hvernig?

Markmið

Að þátttakendur átti sig á því hvaðan góð þjónusta kemur og séu meðvitaðir um hvaða hugarfarsbreytingar þurfa að eiga sér stað til að hægt sé að veita framúrskarandi þjónustu. Að þátttakendur séu meðvitaðir um að námskeiðinu loknu hvaða þýðingu það hefur að veita framúrskarandi þjónustu og hvernig best sé staðið að henni.

Stutt lýsing á námskeiðinu

Námskeiðið er þrískipt:

Hluti 1 – fyrirlestur: Farið í hvaða grunnhugarfar og starfsumhverfi þarf að vera til staðar svo að fyrirtæki geti veitt framúrskarandi þjónustu.

Hluti 2 – hópavinna: Í hópavinnunni verður unnið með spurningar sem tengjast framúrskarandi þjónustu og starfsumhverfi þeirra sem sinna þjónustustörfum. Athugið, hvaða spurningar nákvæmlega unnið verður með, verður gert í samvinnu við hvert og eitt fyrirtæki fyrir sig.

Hluti 3 – fyrirlestur: Fyrirlestur sem tekur á því helsta sem fólk í þjónustustörfum þarf að vera meðvitað um til að þjónusta þess verði framúrskarandi.

Lengd: Lengd hvers hluta fyrir sig er u.þ.b. ein klukkustund og heildartími námskeiðs þrjár klukkustundir.

Meðal þess sem farið er yfir

 • Að þátttakendur verði meðvitaðir um mikilvægi þess að veita góða þjónustu og hvað sé mikilvægast þegar góð þjónusta er annars vegar.
 • Hvað er þjónusta sem fer fram úr væntingum viðskiptavinarins?
 • Hver er munurinn á ánægðum og tryggum viðskiptavini?
 • Farið verður í gegnum helstu þrepin til að takast á við ósáttan (reiðan) viðskiptavin.
 • Samfélagsmiðlar og snjallsímar hafa á skömmum tíma umbylt starfsumhverfi fyrirtækja sem starfa í þjónustu. Líkt og svo margt annað, hefur það kosti og galla. Við veltum fyrir okkur hverjir þeir eru.
 • Farið yfir framkomu starfsfólks, hvað má nefna og hvað ekki?
 • Hvernig geta fyrirtæki í þjónustu veit framúrskarandi þjónustu? Og þar með áunnið sér trygga viðskiptavini.
 • Hverjir eru helstu kostir framúrskarandi þjónustu?
 • „Það eru ekki viðskiptavinirnir sem búa til sögur um fyrirtækið þitt, það eru starfsmennirnir sem gera það.“

Helsti ávinningur af námskeiðinu

 • Að starfsfólk átti sig betur á því hvað felst í framúrskarandi þjónustu og hvað hún getur gert fyrir fyrirtæki sem starfa í þjónustugeiranum.
 • Ánægðari viðskiptavinir.
 • Ánægðara starfsfólk.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum þeim þjónustuaðilum sem vilja veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Þetta námskeið getur því hentaði fyrirtækjum, stofnunum og skólum, svo dæmi séu tekin.