Að takast á við lífið – í vinnu og einkalífi

Hvernig getur lífið virkað?

Markmið

Að þáttakendur átti sig á hvernig lífið getur orðið enn betra meðal annars með því að nýta sér lögmál aðdráttaraflsins „það sem við sendum út kemur til baka“ (e. law of attraction), jafnvel þó maður trúi ekki á það. Einnig er uppljóstrað hvernig við getum lært að nýta okkur helstu leikreglur lífsins okkur til framdráttar í leik og starfi.

„Lífið er eins og að hjóla. Til að halda jafnvæginu þá verður þú að vera á hreyfingu“ Albert Einstein

Meðal þess sem farið er yfir

 • Hverjar eru leikreglurnar í því lífi sem við lifum? Eru þetta hugsanlega „reglur“ sem flestir kannast við en fæstir fara eftir?
 • Hvernig á að tala við undirmeðvitundina og hvaða tungumál skilur hún?
 • Hvers vegna er alltaf svindlað á sumu fólki, af sölumönnum, símafyrirtækjum, bílaverkstæðum eða fjarskyldum ættingjum? Hvers vegna er sumt fólk heppnara/óheppnara en annað?
 • Í fornri speki Súfista segir: „Treystu Allah, en bittu fyrst kameldýrið við staurinn.“ Hvernig getum við nýtt þetta í okkar lífi?
 • Hvað þýðir stærðfræðijafnan „líður vel“ + „framkvæma“ og hvernig getum við nýtt okkur hana?
 • Lífið er svolítið eins og spírall, sem fer annaðhvort upp eða niður og hraðinn á honum getur verið mismunandi í báðar áttir! Hvernig getum við haft áhrif á spíralinn okkar?
 • Hvað þýðir þetta í raun „Þeir fiska sem róa“, „Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær“ og „Drottin hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir“?
 • Þú sækir um 25 störf á einu ári – án árangurs. Síðan færðu vinnu og í sömu vikunni eru þér boðin þrjú önnur störf! Hvað gerðist?

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

 • Innsýn í það hvernig heimurinn getur mögulega virkað og hvernig við getum nýtt það okkur til framdráttar.
 • Að læra á „reglur“ lífsins til að skapa okkur enn betra líf.
 • Að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina og trúi að þeirra líf geti batnað.

Lengd

Er ein klukkustund.

Fyrir hverja

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.