Árangursríkari stjórnun

Tímastjórnun

Ráðstafaðu tíma þínum í það sem skiptir þig máli

Markmið

Þátttakendur geri sér grein fyrir mikilvægi tímastjórnunar og hvernig megi ná tökum á tímanum með einföldum skrefum.

„Við tökum endalaust að okkur verkefni og förum svo heim í lok vinnudags með þá tilfinningu að við höfum ekki náð að gera neitt. Við látum stjórnast af áreiti í kringum okkur og erum allan daginn í viðbragðsstöðu í stað þess að einblína á það sem skiptir raunverulega máli“

„Tíminn er mikilvægari en peningar! Peningar geta komið og farið, en tíminn kemur aldrei aftur!“

Meðal þess sem farið er yfir

 • 2 mínútna reglan, hvar og hvernig virkar hún.
 • Að takast á við truflun, t.d. frá „Drop-in“ fólkinu?
 • Er gott að vera með frestunaráráttu?
 • Er of lítið að gera og þess vegna slæpumst við?
 • Hvaða fimm þættir einkenna góða tímastjórnun?
 • Hvort á að nota „to do list“ eða „calander“?
 • Tímaleysi? Er hægt að búa til tíma? Svarið er klárlega já, en hvernig?
 • Tímastjórnunarferlið – skrefin öll
 • Tól og tæki til skipulagningar.
 • Verk- og valddreifing með Stephen Covey ferningnum.

„Þú getur ekki stjórnað tíma, þú getur aðeins stjórnað þér sjálfum. Tímastjórnun er því í raun lífsstjórnun, þ.e. forgangsröðun á tíma.“

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

 • Betri skipulagning á eigin vinnu.
 • Betri forgangsröðun verkefna.
 • Meiri tími fyrir mikilvægustu verkefnin.
 • Meiri árangur og margfalt meiri afköst.
 • Minni streita og álag.

Lengd

Örfyrirlestur er 20 til 30 mínútur að lengd.

Fyrir hverja

Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem hafa of mikið að gera og vildu helst hafa 30 tíma í sólarhringnum!

Click here to add your own text

Click here to add your own text