Að nýta bestu ár ævinnar

Að nýta bestu ár ævinnar

Nú er tíminn til að uppskera! Hversu lengi höfum við ekki látið okkur dreyma um allt það sem við ætluðum að gera þegar við hættum að vinna. Þetta námskeið snýst um að lifa og læra að lifa lífinu lifandi. Nú er um að gera að framkvæma og njóta og því ætlum við að skoða ýmis atriði varðandi markmiðasetningu, næringu, hugarfar og ýmislegt sem lítur að fjármálum.

Markmið

Þetta námskeið snýst um að lifa og læra að lifa lífinu lifandi. Námskeið snýst ekki um það hvernig á að deyja á sem hagkvæmastan og þægilegastan hátt. Lífið er til að lifa því og þess vegna snýst þetta námskeið um að lifa.

Markmiðið er að þátttakendum verði ljós flest þau tækifæri sem bíða þeirra hvort sem er varðandi næringu, hugarfar eða það sem lítur að peningum og fjárhagsstöðu fólks.

Almennt séð er markmið námskeiðsins að vera grunnur þekkingar um þá möguleika og valkosti sem þessi tímamót bjóða uppá. Gildir þá einu hvort um er að ræða andlegu, líkamlegu eða fjárhagslegu hliðarnar.

Fyrirkomulag námskeiðsins

HLUTI 1: LÍKAMINN, HEILSAN OG NÆRING

  • Er meiri vinna að borða hollt en óhollt?
  • Hver er í raun grunnurinn að okkar mataræði?
  • Er öll fita óholl eða kannski holl?
  • Hvers vegna á helst að nota Extra Virgin olíur?
  • Hvaða olíur henta best til að steikja upp úr?
  • Erum við að fá alltof mikið af omega-6 fitusýrum?

Lengd á hluta 1: 1 skipti í 3 klukkutíma

HLUTI 2: RÉTTINDI OG SÉRKJÖR

Farið er yfir það helsta sem viðkemur sparnaði, almennum og séreignasparnaði og hvaða greiðslna má vænta frá Tryggingarstofnun.

MEÐAL ÞESS SEM FARIÐ VERÐUR YFIR:

  • Áhrif verðbólgu, vaxta, krónunnar og skatta á sparnað.
  • Öryggi sparnaðarkosta í dag
  • Árangur í ávöxtun – nokkrar gagnlegar þumalputtareglur
  • Hvernig er best að höndla séreignarsparnað, taka hann út og borga niður lán eða…
  • Hvaða réttindi fylgja því að vera kominn á eftirlaun.
  • Hvaða afslættir standa til boða, í verslunum, á þjónustu og í tómstundastarfi.

Í hluta 2 er leitast við eins og frekast er unnt að fá sérfróða gestafyrirlesara þar sem það er talið henta.

Lengd á hluta 2: 1 skipti í 3 klukkutíma.

HLUTI 3: HUGARFAR OG VIÐHORF

  • Hvað skiptir mestu máli til lifa lífinu til hins ítrasta til 100 ára aldurs eða lengur?
  • Að vera STOLTUR af þessum stóru og skemmtilegu tímamótum eftir ötula starfsævi.
  • Hvernig er hægt að viðhalda sem bestri og mestri heilastarfsemi svo lengi sem maður lifir?
  • Hver erum við? Meðan við vinnum og erum spurð hvað við gerum, þá er svarið; læknir, framkvæmdastjóri, bílstjóri, verkstjóri og svo framvegis – en hvað erum við þá þegar við hættum að vinna, hver er þá sjálfsmynd okkar?
  • Hvaða tala er aldur og hvað segir hún okkur? Er aldur afstæður?
  • Helstu mýtur/goðsagnir varðandi aldur eru skoðaðar.
  • Kraftur þess að sleppa taki á fortíðinni.
  • Hvernig á að byggja upp jákvætt viðhorf?
  • Hvað myndir þú reyna núna ef þú vissir að það gæti ekki mistekist?
  • Hvað fær þig til að vera á lífi, hvað gefur þér tilgang?
  • Eigum við að “vinna” eins lengi og við getum?
  • Hvað myndir þú gera í þínu lífi í dag… …ef þú vissir ekki hvað þú værir gamall eða gömul?
  • Lengd á hluta 3: 1 skipti í 3 klukkutíma.
  • “Við hættum ekki að leika okkur af því að við verðum gömul heldur verðum við gömul af því við hættum að leika okkur.“ George Bernard Shaw

Lengd á hluta 3: 1 skipti í 3 klukkutíma.

Helsti ávinningur af námskeiðinu

  • Að þátttakendur líti bjartari augum á framtíðina.
  • Meiri kjarkur til að takast á við lífið.
  • Aukið sjálfstraust og lífshamingja.
  • Aukinn persónulegur styrkur.
  • Aukin hæfni í að takast á við mótlæti.
  • Að læra að nýta sér skriflega markmiðasetning.

Fyrir hverja

Fyrir alla sem eru á tímamótum í lífi sínu, sama á hvaða aldri það er.

Það sem fólk á tímamótum stendur frammi fyrir

Verðum við „gömul“ og „deyjum“ vegna þess að við missum áhugann á lífinu? Missum við tilganginn til að lifa? Að hafa tilgang og markmið í lífinu er grunnur að því að lifa lífi sem verðugt er að lifa. Svo lengi sem við erum á lífi innra með okkur, þá verður líkami okkar ungur og fullur af lífi. Þegar ekkert gerir okkur spennt eða hleypir okkur kappi í kinn. Þegar við byrjum að deyja innan frá, vegna skorts á áhuga á lífinu, þá byrjar líkaminn að hrörna og deyja. Þegar okkur hlakkar ekki til morgundagsins og við notum mest af tímanum í að tala um gærdaginn, þá byrjum við að deyja. Þegar við hættum að æfa hugann og líkamann, slökkva þeir á sér hægt en örugglega. Margt fólk deyr bara af því að það er orðið „þreytt“. Því finnst eins og það hafi ekkert til að lifa fyrir, ekkert til að keppa að og klára… Það er engin „þjáning“ lengur og ef það er engin „þjáning“ þá er ekkert til að hlakka til.

Það sem við þurfum að gera er að finna nýja ástríðu, búa til nýja ástríðu eða viðhalda núverandi ástríðu. Við þurfum að fagna öllum dögum full af áhuga og spenningi og kveðja alla daga full af þakklæti og frið. Svo lengi sem við erum á lífi innra með okkur þá verður líkami okkar ungur og fullur af lífi. Fagnaðu lífinu og lífið mun fagna þér.

Þú ert allt sem til er

Þínar hugsanir, þitt líf, þínir draumar rætast

Þú ert allt sem þú velur að vera

Þú ert jafn takmarkalaus og hinn endalausi alheimur

Shad Helmstetter