Árangursríkari stjórnun

Fundarstjórnun

Markmið

Að fundir verði markvissir og að tíma allra fundarmanna sé sem best varið.

Meðal þess sem farið er yfir

Fundarmenning er eitthvað sem flest okkar erum að glíma við og er þáttur sem hefur veruleg áhrif á vinnu okkar á hverjum degi.

Áætlað er að um 10 til 25% af vinnutíma starfsmanna fari í fundarsetu. Stjórnendur verja meira en 50% af vinnutímanum í fundi af einhverjum toga og sumir allt að 90%.

Tíminn og þar af leiðandi kostnaðurinn við fundahöld er því töluverður og margir fundanna gætu verið markvissari.

Til að bæta fundarmenningu, skoðum við meðal annars:

 • Hverja á að boða á viðkomandi fund?
 • Hvernig fund er verið að tala um?
 • Á að fjölda á fundum?
 • Skipulag góðra funda?
 • Stundvísi og kostnaður við fundi?

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

 • Markvissari notkun funda.
 • Aukin hæfni til fundarstjórnunar.
 • Betri nýting á fundartíma og aukin afköst fundarmanna.
 • Minni kostnaður vegna illa skipulagðra eða óþarfra funda.
 • Betri samskipti og miðlun upplýsinga.
 • Að tryggja framkvæmd þess sem var ákveðið á fundinum.

Lengd

Örfyrirlestur er 20 til 30 mínútur að lengd.

Fyrir hverja

Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir fyrirtæki, ráðuneyti eða stofnanir þar sem stór hluti af tíma starfsmanna fer í fundasetur.