Hvað eruð þið að fá?
Það er mikilvægt að hafa í huga að þegar ég er fenginn til að halda fyrirlestur, þá eru fyrirtæki í raun að kaupa áratuga reynslu og menntun ásamt óhefðbundnu lífi .
Ég hef fjárfest mikið í lífinu og þessi fjárfesting skilar sér í námskeiðin og fyrirlestrana sem ég held.
Ég hef …
Ég hef látið drauma mína rætast á mörgum sviðum og náð mörgum af markmiðum mínum.
Fjöllin:
Ég hef klifið fimm fjöll af þeim sjö sem teljast hæstu fjöll hverrar heimsálfu og var fyrstur Íslendinga til að klífa hið alræmda fjall Carstensz Pyramid (4.884m) í Papúa Nýju-Gíneu, en það er hæsta fjall Eyjaálfu. Auk þessa hef ég klifið Mt. Elbrus (5.642m) í Rússlandi, hæsta fjall Evrópu, Mt. Kilimanjaro (5.895m), hæsta fjall Afríku, Aconcagua (6.962m), hæsta fjall Suður-Ameríku, Denali, 6.190m) hæsta fjall Norður-Ameríku og Mt. Blanc (4.809m), sem er hæsta fjall Vestur-Evrópu.
Ég hef farið í leiðangra á önnur fjöll eins og Alpamayo (5.947m) í Perú og Broad Peak (8.051m) í Pakistan, fjallið Rainier í Bandaríkjunum og Matterhorn á landamærum Sviss og Ítalíu ásamt fjölmörgum öðrum útivistarverkefnum. Meðal þeirra er að þvera Vatnajökull á gönguskíðum. Einnig má nefna leiðangra til Norður Víetnam (Sa Pa svæðið), til Kína (Tiger Leaping Gorge svæðið) og á slóðir Inkanna í Perú, Inca Trail frá Cusco til Machu Picchu.
Hlaup og IronMan:
Ég hef klárað tvær IronMan keppnir (synda 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa 42,2 km), hlaupið Laugaveginn (55 km) tvisvar sinnum og tekið þátt bæði í New York- og Reykjavíkurmaraþoni.
Menntun:
Eftir grunnskóla lá leið mín í fjölbrautaskóla en á þeim tíma átti það ekki við mig að stunda nám svo ég hóf almenna verkamannavinnu og fór því næst á sjóinn. Í framhaldi af því fór ég í Stýrimannaskólann og lauk þaðan öðru stigi, sem var tveggja ára nám sem veitti full skipstjórnarréttindi á öll fiskiskip. Næst lá leiðin í frumgreinadeild Tækniháskóla Íslands og í framhaldi af því útskrifaðist ég sem iðnrekstrarfræðingur af rekstrarsviði og með B.Sc. gráðu í vörustjórnun (logistics).
Ég hef líka lokið meistaranámi (MBA námi) í viðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á mannauðsstjórnun. Ég er með NLP Practitioner gráðu frá BrUen og er alþjóðlega vottaður markþjálfi (Coach) frá Háskólanum í Reykjavík (CEG Core Essentials Graduate). Ég hef unnið á hjálparsíma Rauða krossins, stundað sjósund, yoga og köfun, prófað rafting, fallhlífarstökk og margt, margt fleira.
Starfsferill:
Eftir að hafa stundað sjómennsku og klárað háskólanám starfaði ég hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni í 12 ár og sinnti þar ýmsum störfum. Má þar nefna starf yfirmanns dreifingar, framkvæmdastjóri vörustjórnunar og framkvæmdastjóri tæknisviðs
Fyrirlestur eða námskeið
Rétt er að taka fram í þessu samhengi að þumalputtareglan er að fyrirlestur er frá 30 mínútum og allt að tveimur tímum. Eftir það flokkast þetta sem námskeið. Örfyrirlestrar eru síðan 20 til 30 mínútur að lengd.
Yfir höfðuð skiptir fjöldinn ekki máli þegar fyrirlestrar eru annars vegar. Ef klukkustundar langur fyrirlestur kostar sem dæmi 150.000 og það mæta 15 þá eru það 10.000 kr per þátttakanda, ef 50 mæta þá er það 3.000 per þátttakanda. Því fleiri sem mæta því lægri verður kostnaðurinn per starfsmann.
Megin munurinn á fyrirlestri og námskeiði er að engar takmarkanir eru á fjölda þátttakenda á fyrirlestri, en á námskeiði er hámark að hafa 18 manns en 10 til 15 er best. Fólkið á námskeiðinu tekur töluverðan þátt og ef það eru of margir þá missir það marks. Auk þess, þegar námskeið eru annars vegar, þá er allt kennsluefni innifalið í námskeiðinu. Gögnin verða senda að loknu námskeiðinu í tölvupósti eða með öðrum rafrænum hætti.
Erfiðast að vera stuttorður
Það er sami kostnaður, eða nánast sá sami, hvort sem fyrirlestur er 30 mínútur eða tvær klukkustundir, enda alltaf erfiðast að vera stuttorður. Í þessu samhengi má minnast orða Winston Churchill þegar hann segir svo réttilega „Ef þú vilt fá mig til að tala í 2 mínútur, þá tekur undirbúningurinn 3 vikur. Ef þú vilt að ég tali í 30 mínútur, þá tekur undirbúningurinn viku. Ef ég á að tala í klukkustund, þá get ég gert það núna.“
Virðisauka-
skattskylda
Öll þjónusta Takmarkalaust Lífs ehf er lögum samkvæmt virðisaukaskattsskyld sbr. lög um virðisaukaskatt nr. 50/1988, 1. kafli Skattskyldusvið. 2. gr. Þar sem starfsemi fyrirtækisins Takmarkalaust Líf ehf. fellur ekki undir undanþágu frá að innheimta virðisaukaskatt líkt og „rekstur skóla og menntastofnana, svo og ökukennsla, flugkennsla og danskennsla“ er skylt að innheimta vsk. af allri starfsemi fyrirtækisins.
Þetta er vertíð
95% af fyrirlestra- og námskeiðshaldi fer fram frá 1. september til 1. desember og svo aftur frá 10. janúar til loka maí. Ef þú hefur áhuga á námskeiðum í desember eða á sumrin þá er sjálfsagt mál að skoða að gefa afslátt af hefðbundnu verði.
Ykkar tími er verðmætur
Ef þið fáið fyrirlesara sem nær engri tengingu við fólkið, þá verður það alltaf dýrast fyrir ykkur.
Það má líta á það sem kost hversu óhefðbundin skólaganga mín hefur verið, utan hins fastmótaða akademíska umhverfis félagsvísindanna. Það hefur í för með sér að það sem hann segir fær ekki þann stimpil á sig að einhver „fræðingur“ sagði þetta eða hitt. Hann kemst líka upp með að segja mjúka hluti (um mannleg samskipti) við karlmenn meðal annars vegna óhefðbundins bakgrunns, sjómennsku, fjallaklifurs og svo framvegis.