Annað áhugavert

Trúum við flestu sem við sjáum og heyrum?

Markmið

Framboð upplýsinga hefur aldrei verið jafnmikið í sögu heimsins. Í þessum fyrirlestri skoðum við hver sjálfgefna stillingin okkar er á nýjar upplýsingar og hvernig við getum síað út „réttar“ upplýsingar.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Hvernig við móttökum upplýsingar og vinnum úr þeim.
  • Við skoðum hugsanaskekkjur eins og framboðshlutdrægni og staðfestingarskekkjuna.
  • Við skoðum „Mere-Exposure effect“.
  • Eftir því sem þú heyrir ákveðnar upplýsingar oftar, því líklegra er að þú trúir þeim. Getur það verið rétt og þá, hvers vegna?
  • Við skoðum „hugarkenningu“ (e. Theory of Mind) og „sjálfhverfu skekkjuna“ (e. Egocentric Bias) og hvað þær geta þýtt í okkar daglega lífi og þar af leiðandi nýst okkur.
  • Skoðum geislabauga áhrifin (e. Halo Effect & Horn Effect)
  • Við skoðum „sjálfgefnu stillinguna“ þegar þarf að meta hverju á að trúa (e. Truth-Default Theory)
  • Við skoðum Mirror Neurons (Gandhi Neurons).
  • Við skoðum „hugsanaflýtileiðir“ (mental shortcuts).

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Aukin sjálfsþekking á hvernig við umgöngumst upplýsingar.
  • Aukin innsýn í eitt flóknasta fyrirbrigði heimsins, mannshugann.
  • Aukinn skilningur á veröldinni sem við búum í.
  • Aukin hæfini í að greina á milli rökhugsunar og sjálfgefinna stillinga sem geta verið að rugla okkur í ríminu.

Lengd

40 mínútur.

Fyrir hverja

Ef þið viljið bjóða upp á einhvern allt öðruvísi fyrirlestur fyrir starfsfólk ykkar þá er þetta fyrirlestur sem kemur skemmtilega á óvart og gerir fólk jafnvel orðlaust.