Með húmorinn að vopni

Á fyrirlestrum og námskeiðum hjá Takmarkalausu Lífi ráða gleði og léttleiki ávallt ríkjum. Það er vísindalega sannað að við munum betur það sem fram fer þegar grín og léttleiki ráða ríkjum, það er kallað „Humor effect“. Við munum hlutina einfaldlega betur þegar húmor fylgir með.

Lífið er leikur og þú átt að njóta þess. Í leikskólum er kennt gegnum leik og því er svo haldið áfram í grunnskóla. Þekkingaröflun þarf ekki að vera þjáningarfull heldur á hún að vera gefandi og skemmtileg. Það er markmið í sjálfu sér og því eru öll námskeið hjá Takmarkalausu Lífi byggð upp á dæmisögum, myndskeiðum og opnum og frjálslegum umræðum þar sem allar skoðanir fá að njóta sín.