Markmiðasetning
Markmið
Námskeiðinu er ætlað að sýna fram á að allir geta sett sér markmið og markmiðasetning virkar fyrir okkur öll. Að þátttakendur öðlist færni í markmiðasetningu og geti sett sér sín eigin skriflegu markmið á þann hátt sem gagnast þeim hvað best.
Marcus Aurelius sagði svo réttilega: „Það er í raun magnað hversu mörg tækifæri koma upp í hendurnar á okkur þegar við vitum hvað við viljum og setjum okkur markmið“
Meðal þess sem farið er yfir
- Getur verið að flestir eyði meiri tíma í að skipuleggja hvað þeir ætla að versla í matvörubúðinni en í mikilvægustu markmið lífs síns!
- Ert þú korktappi eða skipstjóri? Stjórnlaust skip þarf tilviljun til að komast í höfn.
- Myndi okkur detta í hug að byggja hús án þess að vera með teikningar af því? Hvers vegna lifum við þá lífinu oftast án skipulags eða „teikninga“?
- Af hverju að setja sér markmið? Hver er ávinningur markmiðasetningar?
- Lærum að setja okkur bæði starfstengd og persónuleg markmið og búa til aðgerðaáætlun.
- Hvernig getum við sett okkur markmið ef við vitum ekki hvað við viljum? Hvernig förum við að því að komast að því hverju við höfum ástríðu fyrir?
- Hvað þarf svo meira til að markmiðin okkar náist en bara það eitt að skrifa þau niður?
- Hvers vegna setja svona fáir sér skrifleg markmið? Um 3% okkar setja sér skrifleg markmið en samt sem áður nást u.þ.b. 95% þessara skriflegu markmiða?
- Hvað getur mögulega hindrað þig í því að láta drauma þína / markmið rætast?
- Setur niður fyrir þér hvað þú vilt fá út úr lífinu.
Dagurinn sem þú sáir fræinu, er ekki dagurinn sem þú borðar ávöxt þess.
Helsti ávinningur af námskeiðinu
- Markmiðasetning hvetur fólk til að leita nýrra leiða til að leysa vandamál. Rannsóknir sýna auk þess að þeir sem setja sér markmið upplifa minni streitu og lifa innihaldsríkara og ánægjulegra lífi.
- Að ná markmiðum eykur sjálfstraustið auk þess sem við öðlumst stolt og ánægju af eigin frammistöðu.
- Markmið hjálpa okkur til að ná meiri árangri og bæta frammistöðuna.
- Meiri einbeiting og markvissari vinnubrögð.
- Lærum að setja okkur skammtíma- og langtímamarkmið.
Hvert sem þú ferð, gerðu það af öllu hjarta. Confucius
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund.
Fyrir hverja
Alla þá sem vilja láta drauma sína rætast og læra um mátt hugans. Þessi fyrirlestur er tilvalinn fyrir alla sem hafa metnað og áhuga á að breyta til í lífi sínu. Þetta er t.d. frábær fyrirlestur fyrir frumkvöðla, atvinnuleitendur og aðra þá sem standa á krossgötum í lífinu.
Auk þess, frábær fyrirlestur fyrir allt íþróttafólk.
Markmið virka meðal annars vel vegna þess að sá sem setur sér vel ígrunduð markmið er einbeittari, hann leggur meira á sig, hann er áhugasamari, hann er þrautseigari í mótlæti og á auðveldara með að leysa þau vandamál sem kunna að koma upp.