Jákvæðni, hvatning og viðhorf
Markmið
Að vekja fólk til umhugsunar um viðhorf sitt til vinnunnar, fjölskyldunnar, lífsins sjálfs og mikilvægi þess að lifa lífinu lifandi.
Meðal þess sem farið er yfir
- Hvernig förum við að því að sleppa taki á fortíðinni og því sem við burðumst með og horfa þess í stað fram á veginn?
- Hver og einn ber ábyrgð á eigin viðhorfi til lífsins, innan og utan vinnu og er í lófa lagið að takast á við fyrirliggjandi verkefni með jákvæðum og opnum huga.
- Fátt gefur meiri ánægju en að sigrast á hindrunum og finna öryggið sem fylgir því að standa uppi sem sigurvegari, laus við sjálfsvorkunn og eftirsjá.
- Hvernig getum við tekið stefnuna á hamingjusamara líf með því að líta á möguleika okkar og hættum að stjórnast af hömlunum og takmörkunum á okkar eigin getu? Tökum stjórn á lífi okkar.
- Tíminn til að byrja er núna! Gamalt orðatiltæki segir: „Ef ekki núna, hvenær? Ef ekki hér, hvar? Ef ekki þú, hver?“
- Taktu áhættu: „Ef hún borgar sig verður þú glaður; ef hún borgar sig ekki ertu reynslunni ríkari”
„Það er eitt fallegasta framlag þessa lífs að enginn getur hjálpað öðrum af einlægni án þess að hjálpa sjálfum sér“ Ralph Waldo Emerson
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Aukið sjálfstraust og lífshamingja.
- Aukin hæfni í að takast á við mótlæti.
- Aukinn persónulegur styrkur.
- Að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein til tvær stundir.
Fyrir hverja
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.