Hvar finnum við hamingjuna?
Markmið
„Alla daga á allan hátt líður mér betur og betur“ Emile Coué og „Þetta líka, mun líða hjá.“
Hvað er mikilvægara í lífinu en hamingjan? Hvað eyðum við svo miklum tíma í það sem gerir okkur raunverulega hamingjusöm? Fyrirlestrinum er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hvaðan hamingjan kemur og hvernig við förum að því að auka hamingjuna í lífi okkar.
John Lennon sagði: „Þegar ég var í skóla, þá spurðu þeir mig hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Ég skrifaði niður „hamingjusamur“. Þeir sögðu að ég skildi ekki verkefnið og ég sagði þeim að þeir skildu ekki lífið.“
Meðal þess sem farið er yfir
- Getum við keypt okkur hamingju?
- Hvað einkennir flest fólk sem er hamingjusamt?
- Hvað hindrar okkur helst í því að vera hamingjusöm?
- Hvað veitir okkur langvarandi hamingju?
- Hvaðan kemur hamingjan?
- Hvernig getum við aukið hamingjuna?
- Hvað stýrir hamingjunni? Hvað kemur mikið frá:
- Erfðavísum – genunum
- Ákvörðunum okkar
- Lífi okkar – og lífsskilyrðum.
- Hvað er „Fundamental Attribution Error“? og hvernig tengist það hamingjunni?
- Hvað er „Easterlin þversögnin“ þegar hamingja er annars vegar?
- Skoðum hvaða áhrif félagslegur samanburður og lífsgæðakapphlaupið hafa á hamingju okkar?
- Hver er besta langtímaáætlunin til að auka hamingju?
„Hamingjan er merking og tilgangur lífsins“ Aristóteles
Meðal þess sem farið er yfir
- Að þátttakendur átti sig á því hvað getur hugsanlega gefið hamingju og hvað ekki.
- Skoðum nokkrar einfaldar leiðir til að auka hamingju okkar enn frekar.
- Að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein til tvær stundir.
Fyrir hverja
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.