Hvað er takmarkalaust líf

Takmarkalaust líf er líf sem allir geta lifað. Það er líf sem við lifum án ótta, fordóma og annarra þátta sem draga úr okkur máttinn. Við látum ekki segja okkur að eitthvað sé ekki hægt. Þú átt bara eitt líf – Lifðu því.

Takmarkalaust líf er líf án takmarkana þar sem við látum drauma okkar rætast hvort sem það eru draumar sem fela í sér líkamlegar eða andlegar áskoranir.

Takmarkalaust Líf er ekki að vera fremri öðrum, heldur einfaldlega að sigrast á sínum eigin ótta og fordómum ásamt því að horfa gagnrýnum augum á almenn gildi og kreddur í þjóðfélaginu. Það er ekki hægt að segja að einn maður lifi takmarkalausara lífi en aðrir. Þetta er einstaklingsbundið líkt og margt annað. Einstaklingur sem þjáist af félagsfælin og heldur tölu í brúðkaupi getur lifað takmarkalausara lífi en sá sem sigrast á lofthræðslu og klífur Everest.

Lífið hefur engin takmörk – nema þau sem þú býrð til!

Annars er ágætt í þessu samhengi að minnast orða Hemingway þegar hann segir „Það er ekkert göfugt við að vera æðri öðrum manni, það sem er sannarlega göfugt er að vera æðri en maður var sjálfur í gær.“

Til að taka þetta saman má setja þetta fram svona: Að Lifa Takmarkalausu Lífi er að vera sigurvegari í eigin lífi og sigrast á þeim ótta sem kemur í veg fyrir að við látum drauma okkar rætast.

Okkur eru engin takmörk sett sem við getum ekki sjálf breytt með viðhorfi okkar. Með jákvæðu hugarfari og framkvæmd eru okkur allir vegir færir.