Fyrirlestur eða námskeið

Rétt er að taka fram í þessu samhengi að þumalputtareglan er að fyrirlestur er frá 30 mínútum og allt að tveimur tímum. Eftir það flokkast þetta sem námskeið. Örfyrirlestrar eru 20 til 30 mínútur að lengd.

Yfir höfðuð skiptir fjöldinn ekki máli þegar fyrirlestrar eru annars vegar. Ef klukkustundar langur fyrirlestur kostar sem dæmi 150.000 og það mæta 15 þá eru það 10.000 kr per þátttakanda, ef 50 mæta þá er það 3.000 per þátttakanda. Því fleiri sem mæta því lægri verður kostnaðurinn per starfsmann.

Megin munurinn á fyrirlestri og námskeiði er að engar takmarkanir eru á fjölda þátttakenda á fyrirlestri, en á námskeiði er hámark að hafa 18 manns en 10 til 15 er best. Fólkið á námskeiðinu tekur töluverðan þátt og ef það eru of margir þá missir það marks. Auk þess, þegar námskeið eru annars vegar, þá er allt kennsluefni innifalið í námskeiðinu. Gögnin verða senda að loknu námskeiðinu í tölvupósti eða með öðrum rafrænum hætti.