Öll erum við með hæfileika á einhverjum sviðum, það sem skiptir máli er að finna þá og virkja
Mínir hæfileikar liggja í að hvetja fólk áfram og benda því á hvað hægt er að gera með því einu að breyta viðhorfi sínu. Það sem gefur honum tilgang er að hjálpa og hvetja fólk til dáða og benda því á hvað það eitt að breyta viðhorfi sínu hefur áhrif til betra lífs fyrir það sjálft og ekki síst alla þá sem umgangast það.
Séu óskir um önnur námskeið en hér eru á síðunni, sem þá tengjast á einhvern hátt því sem verið er að bjóða uppá, ekki hika við að hafa samband. Góðar áskoranir eru alltaf mjög freistandi fyrir Takmarkalaust Líf og í raun mjög æskilegar.
Rauði þráðurinn í þeim námskeiðum og fyrirlestrum sem Takmarkalaust Líf býður upp á eru jákvætt viðhorf þar sem mikil áhersla er lögð á uppbyggilega nálgun í öllum mannlegum samskiptum.
Rétt er að taka fram í þessu samhengi að þumalputtareglan er að fyrirlestur er frá 30 mínútum og allt að tveimur tímum. Eftir það flokkast þetta sem námskeið. Örfyrirlestrar eru 20 til 30 mínútur að lengd.
Allir fyrirlestrarnir eiga það sameiginlegt að vera á léttu nótunum þar sem hressleikinn ræður ríkjum. Sjá hérna: „Með húmorinn að vopni“, og skrolla síðan í næst neðsta kaflann.
Ef þið hafið síðan áhuga á að fræðast nánar um hvernig ég nálgast námskeiðshald og það að koma þekkingu á framfæri, sjá hérna: „Að miðla þekkingu“.
Árangursríkari stjórnun
Í þessum flokki eru fyrirlestrar og námskeið sem henta sérstaklega fyrirtækjum og stofnunum.
Meðal efnis eru mismunandi stjórnunarstílar, þjónustu- og fundastjórnun, tímastjórnun, tölvupóstsamskipti svo eitthvað sé nefnt.
Yfirmaður eða leiðtogi?
Markmið
Að þátttakendur verði meðvitaðir um mismunandi stjórnunarstíla og hverju leiðtogahugsun í starfi getur skilað.
„Leiðtogafærni er getan til að örva og hvetja aðra í átt að sameiginlegu markmiði.“
Meðal þess sem farið er yfir
- Hvernig tengjast samvinna og árangur mismunandi stjórnunarstílum?
- Hvernig færðu fólk til að vinna með þér?
- Skiptir máli hvernig hlutirnir eru sagðir?
- Hvernig færðu neikvæða starfsmenn á þitt band?
- Hvernig stjórnun skilar mestum og bestum árangri í formi aukinna afkasta og skilvirkni?
- Hvaða þekking skiptir stjórnendur mestu máli?
- Hvernig á að stjórna fólki? Er hægt að stjórna fólki?
- Hvernig færð þú fólk á þitt band svo það hafi virkilegan áhuga á að vinna fyrir þig?
Helsti ávinningur af námskeiði
- Öflugri stjórnendur
- Innsýn í eigin stjórnunarstíl
- Þekkja helstu leiðtogakenningarnar
- Skilningur á muninum á stjórnanda og leiðtoga
- Læra helstu aðferðir leiðtoga í stjórnun
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg.
Fyrir hverja
Alla þá sem hafa með mannaforráð að gera, svo sem yfirmenn og stjórnendur fyrirtækja, ráðuneyta eða stofnana.
Þjónustuleiðtoginn
Markmið
Að þátttakendur átti sig á því hvað það felur í sér að tileinka sér stjórnunarkenningar þjónustuleiðtogans.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hvað er að vera „þjónustuleiðtogi“?
- Hvers vegna eru stjórnunarkenningar þjónustuleiðtogans vinsælastar allra stjónunarkenninga þessa stundina?
- Er hægt að vera öflugur leiðtogi og líta jafnframt á sig sem þjón fólksins sem verið er að stjórna?
- Hvað einkennir helst þjónustuleiðtogann?
- Hvernig er hlutverk þjónustuleiðtogans frábrugðið öðrum stjórnunarstílum?
- Eru þjónusta og forysta andstæð hugtök?
- Farið verður yfir helstu eiginleika sem þjónustuleiðtoginn þarf að búa yfir eða styrkja sig í.
- Geta allir tileinkað sér stjórnunarstíl þjónustuleiðtogans?
- Hvers vegna eiga kenningar þjónustuleiðtogans sérlega vel við á Íslandi í dag?
Helsti ávinningur af námskeiðinu
- Ný sýn á stjórnun.
- Öflugri stjórnendur.
- Meiri stafsánægja.
- Innsýn í eigin stjórnunarstíl.
- Skilningur á muninum á stjórnanda og leiðtoga.
- Læra að tileinka sér aðferðir leiðtoga við stjórnun.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg.
Fyrir hverja
Alla þá sem hafa með mannaforráð að gera, svo sem yfirmenn og stjórnendur fyrirtækja, ráðuneyta eða stofnana.
Fundarstjórnun
Markmið
Að fundir verði markvissir og að tíma allra fundarmanna sé sem best varið.
Meðal þess sem farið verður yfir
Fundarmenning er eitthvað sem flest okkar erum að glíma við og er þáttur sem hefur veruleg áhrif á vinnu okkar á hverjum degi.
Áætlað er að um 10 til 25% af vinnutíma starfsmanna fari í fundarsetu. Stjórnendur verja meira en 50% af vinnutímanum í fundi af einhverjum toga og sumir allt að 90%.
Tíminn og þar af leiðandi kostnaðurinn við fundahöld er því töluverður og margir fundanna gætu verið markvissari.
Til að bæta fundarmenningu, skoðum við meðal annars
- Hverja á að boða á viðkomandi fund?
- Hvernig fund er verið að tala um?
- Á að fjölda á fundum?
- Skipulag góðra funda?
- Stundvísi og kostnaður við fundi?
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Markvissari notkun funda.
- Aukin hæfni til fundarstjórnunar.
- Betri nýting á fundartíma og aukin afköst fundarmanna.
- Minni kostnaður vegna illa skipulagðra eða óþarfra funda.
- Betri samskipti og miðlun upplýsinga.
- Að tryggja framkvæmd þess sem var ákveðið á fundinum
Lengd
Örfyrirlestur er 20 til 30 mínútur að lengd.
Fyrir hverja
Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir fyrirtæki, ráðuneyti eða stofnanir þar sem stór hluti af tíma starfsmanna fer í fundasetur.
Framúrskarandi þjónusta, hvernig?
Markmið
Að þátttakendur átti sig á því hvaðan góð þjónusta kemur og séu meðvitaðir um hvaða hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað til hægt sé að veita framúrskarandi þjónustu
Það eru ekki viðskiptavinirnir sem búa til sögur um fyrirtækið þitt, það ert þú sjálfur. Það er eitt að missa viðskiptavin vegna lélegrar þjónustu. Það er síðan annar hlutur að missa 20 viðskiptavini vegna slæms umtals.
Nýjustu tölur frá McKinsey segja að óánægður viðskiptavinur segi 10 til 15 manns frá reynslu sinni og 13% þeirra segi 20 manns frá henni. Þetta er að sjálfsögðu fyrir utan alla þá sem þetta fólk getur náð til með umsögnum sínum á samfélagsmiðlum!
Meðal þess sem farið verður yfir
- Að þátttakendur verði meðvitaðir um hvað það er að veita góða þjónustu og hvað sé það mikilvægasta þegar góð þjónusta er annars vegar.
- Er hægt að tala um ,,win-win“ aðstöðu, þegar sá sem veitir þjónustu og sá sem tekur við henni eru annars vegar.
- Er þjónusta almennt góð á Íslandi?
- Hvað er mikilvægast fyrir framúrskarandi þjónustu?
- Hvað er þjónusta sem fer fram úr væntingum viðskiptavinarins?
- Hvað þýðir að veita góða þjónustu?
- Hver er grunnurinn að því að fólk geti veitt framúrskarandi þjónustu?
- Farið verður í gegnum helstu þrepin til að takast á við ósáttan (reiðan) viðskiptavin.
- Hver er munurinn á ánægðum og tryggum viðskiptavini?
Helsti ávinningur af námskeiðinu
- Ánægðari viðskiptavinir.
- Ánægðara starfsfólk.
- Starfsfólk áttar sig betur á því hvað framúrskarandi þjónusta getur gert fyrir fyrirtækið sem það vinnur fyrir.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg.
Fyrir hverja
Námskeiðið hentar öllum þeim þjónustuaðilum sem vilja veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Þetta námskeið getur því hentaði fyrirtækjum, stofnunum og skólum svo dæmi séu tekin.
Uppsetning glærukynninga
Markmið
Að þátttakendur öðlist færni í að setja upp glærukynningar og skilji hvaða hugsun liggur að baki góðri kynningu.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hvernig færð þú fólk til að skilja og meðtaka þína framsetningu og þinn boðskap á glærukynningu?
- Hvernig á hin „fullkomna“ glæra að líta út?
- Hvernig myndir á að nota í glærukynningu?
- Hversu mikið, ef eitthvað, „animation“ mátt þú nota í glærukynningu?
- Hvað á að láta áheyrendur hafa?
- Hvernig á að bera sig að þegar sjálf kynningin er flutt?
- Hvaða gátlista er nauðsynlegt að fara yfir í huganum áður en kynning er búin til og flutt?
- Athugið, gert er ráð fyrir að allir þátttakendur hafi haldgóða kunnáttu á Powerpoint og/eða Keynote.
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Aukin hæfni í gerð glærukynninga.
- Aukin hæfni í flutningi á kynningum.
- Aukið sjálfstraust við flutning kynninga.
Lengd
Örfyrirlestur er 20 til 30 mínútur að lengd.
Fyrir hverja
Alla sem þurfa að búa til og flytja glærukynningar.
Tímastjórnun - Ráðstafaðu tíma þínum í það sem skiptir þig máli
Markmið
Þátttakendur geri sér grein fyrir mikilvægi tímastjórnunar og hvernig megi ná tökum á tímanum með einföldum skrefum.
„Við tökum endalaust að okkur verkefni og förum svo heim í lok vinnudags með þá tilfinningu að við höfum ekki náð að gera neitt. Við látum stjórnast af áreiti í kringum okkur og erum allan daginn í viðbragðsstöðu í stað þess að einblína á það sem skiptir raunverulega máli“
„Tíminn er mikilvægari en peningar! Peningar geta komið og farið, en tíminn kemur aldrei aftur!“
Meðal þess sem farið verður yfir
- 2 mínútna reglan, hvar og hvernig virkar hún.
- Að takast á við truflun, t.d. frá „Drop-in“ fólkinu?
- Er gott að vera með frestunaráráttu?
- Er of lítið að gera og þess vegna slæpumst við?
- Hvaða fimm þættir einkenna góða tímastjórnun?
- Hvort á að nota „to do list“ eða „calander“?
- Tímaleysi? Er hægt að búa til tíma? Svarið er klárlega já, en hvernig?
- Tímastjórnunarferlið – skrefin öll
- Tól og tæki til skipulagningar.
- Verk- og valddreifing með Stephen Covey ferningnum.
Þú getur ekki stjórnað tíma, þú getur aðeins stjórnað þér sjálfum. Tímastjórnun er því í raun lífsstjórnun, þ.e. forgangsröðun á tíma.
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Betri skipulagning á eigin vinnu.
- Betri forgangsröðun verkefna.
- Meiri tími fyrir mikilvægustu verkefnin.
- Meiri árangur og margfalt meiri afköst.
- Minni streita og álag.
Lengd
Örfyrirlestur er 20 til 30 mínútur að lengd.
Fyrir hverja
Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem hafa of mikið að gera og vildu helst hafa 30 tíma í sólarhringnum!
Hvernig tökum við ákvarðanir
Markmið
Markmið þessa fyrirlestrar er að varpa ljósi á hvaða hugsanaskekkjur við erum helst að kljást við í okkar daglega lífi. Einnig er farið yfir það hvernig aukin þekking á okkar helstu hugsanaskekkjum hjálpar okkur að hámarka rétta ákvarðanatöku.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Helstu hugsanaskekkjur (e. cognitive bias) skoðaðar, t.d. framboðshlutdrægni (e. availability bias”), staðfestingarskekkja (e. confirmation bias), eðlilegt ástand skekkjan (e. normalcy bias), ýfing og huglæg akkeri (e. priming effect), eftiráskekkjan (e. hindsight bias) og “Dunning-Kruger” áhrifin (e. The Dunning-Kruger Effect)
- Erum við ekki skynsamar, rökréttar verur sem sjá heiminn eins og hann er?
- Höfum við tilhneiging til að samþykkja upplýsingar sem styðja okkar trú en forðast upplýsingar sem ganga gegn sannfæringu okkar?
- Hvað eru „fyrirmyndir sem forma ákvarðanir“ og hvernig tengist það réttri ákvarðanatöku?
- Getur verið að seinustu tveir tölustafirnir í kennitölunni þinni hafi áhrif á hvað þú ert tilbúinn að borga fyrir rauðvínsflösku?
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Að læra að þekkja helstu hugsanaskekkjur og hvernig er best að eiga við þær.
- Aukið sjálfstraust með réttari ákvarðanatöku.
- Betri innsýn í eigin hugsanir.
- Aukinn persónulegur styrkur.
- Aukin hæfni til „réttrar“ ákvarðanatöku.
Lengd
Örfyrirlestur er 20 til 30 mínútur að lengd.
Fyrir hverja
Hentar vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.
Árangursrík tölvupóstsamskipti
Hvert er algengasta formið á samskiptum innan vinnustaða og milli þeirra? Jú tölvupóstur. Hvaða samskiptaform er mest mistúlkað, ofnotað og pirrandi? Það er tölvupóstur – líka!
Við erum ólík og sjáum hlutina á mismunandi hátt, við túlkum því hlutina líka mismunandi og segjum jafnvel „ég hefði ekki sent eða gert þetta svona“.
Tölvupóstur er frekar nýtt form í samskiptum manna á milli og lýtur öðrum lögmálum en samskipti augliti til auglitis.
Hvers vegna námskeið í tölvupóstsamskiptum
Stundum heyrir maður að hið talaða mál sé bara lítið brot af tjáskiptunum okkar! Fjölmargar rannsóknir segja til dæmis að:
- 55% séu líkamstjáning.
- 35% sé tóntegund/styrkur/talhraði.
- 10% séu orðin sem við raunverulega notum…
Hvað er þá eftir fyrir tölvupóstinn? Fyrir ekki svo löngu var ekkert talað mál hjá okkur mannskepnunni en þar til talaða málið kom fram treystum við eingöngu á líkamstjáningu! Hún vill oft gleymast í okkar nútíma tæknivædda heimi (snjallsímar, tölvupóstur ofl.)
Hvað gerist svo þegar við sendum tölvupóst? Þá er engin líkamstjáning, ekki einu sinni tóntegund sem fólk hefur þó í símtölum! Það er því ekki af ástæðulausu að tölvupóstur getur oft á tíðum valdið miklum pirring og umfram allt óþarfa samskiptaörðugleikum.
Samkvæmt könnunum tekur venjulegur starfsmaður á móti og sendir 40 tölvupósta á dag. Hann eyðir 2 til 4 tímum í að svara og lesa tölvupóst á dag. Einn þriðji af tíma stafsfólks fer í tölvupóstinn. Hvað höfum við síðan eytt miklum tíma í að „hámarka“ árangursrík tölvupóstsamskipti? Vægi orðanna eykst umtalsvert þegar kemur að samskiptum í gegnum tölvupóst.
Markmið
Að tryggja sem best tölvupóstsamskipti milli samstafsfélaga og við viðskiptavina. Að tölvupóstsamskipti sé eins snurðulaus og frekast er unnt.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hvenær er æskilegt að senda tölvupóst og hvenær ekki. Í hvaða tilfellum er það betra samskiptaform að taka fund eða lyfta upp símtólinu?
- Hvað þarf vel uppsettur tölvupóstur að innihalda?
- Hvernig nýtum við efnislínuna (subject line) hvað best?
- Hvað á heima í undirskrift og hvað ekki
- Hvernig köstum við fram kveðju í tölvupósti? Hvenær þarf hún að vera formleg og hvenær ekki?
- Hvað með tölvupóst sem er sendur úr snjallsíma? Gilda sömu reglur um hann eða einhverjar nýjar reglur?
- Hvernig getur almenn kurteisi (reglur – Netiquette) litið út í tölvupóstsamskiptum innan fyrirtækja?
- Hversu mikill tímaþjófur er tölvupóstur og hvernig er hægt að lámarka þann þjófnað?
- Hvenær á að nota CC og BCC og hvenær ekki?
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Eykur viðskipti og tryggð viðskiptavina.
- Nærð betri og nánari tengslum við fólk.
- Dregur úr átökum og ágreiningi á vinnustað.
- Vandaðri samskipti og betri skilningur á samskiptum fólks.
Lengd
Örfyrirlestur er 20 til 30 mínútur að lengd.
Fyrir hverja
Námskeiðið nýtist öllum sem nota tölvupóst.
Aldamótakynslóðin: Böl eða blessun
Markmið
Að varpa ljósi á hver er helsti munurinn á kynslóðunum og hvernig þær geti unnið sem best saman sem bætir í framhaldinu alla samvinnu á vinnustaðnum.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Rennum yfir helstu kynslóðirnar og hvað aðgreinir þær helst. Veltum líka fyrir okkur hvort hægt sé að greina einhverja ákveðin þróun seinustu 100 árin eða svo.
- Hvernig getum við nýtt styrkleika hverrar kynslóðar fyrir sig og fengið þær til að vinna sem ein heild? Þegar við þekkjum mismunandi gildi og þarfir kynslóðanna þá náum við fram því besta frá hverjum og einum starfsmanni.
- Hvernig þurfa fyrirtæki og yfirmenn þeirra að aðlaga sig að hugsunarhætti aldamótakynslóðarinnar?
- Hvernig tryggjum við að ekki myndist gap á milli kynslóðanna innan vinnustaðar?
- Aldamótakynslóðinni hefur m.a. verið lýst sem latri, gráðugri, óagaðri og sjálfhverfri en henni hefur líka verið lýst sem frjálslyndri, bjartsýnni, fordómalausri og með opinn huga. Veltum fyrir okkur hvað er til í þessu.
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Ná að nýta kosti hverrar kynslóðar fyrir sig og vinna með veikleikunum.
- Aukið öryggi hjá yfirmönnum í stjórnun hinna mismunandi kynslóða.
- Bætt samskipti á vinnustaðnum.
- Ánægðara starfsfólk.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund.
Fyrir hverja
Þetta er hugsað sem stuttur, skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja. Hann er tilvalinn fyrir fyrirtæki þegar haldinn er starfsdagur.
Jafnvægi starfs og einkalífs
Markmið
Að við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að sem best jafnvægi ríki milli vinnu og einkalífs og hvernig megi ná tökum á þessum þáttum með nokkrum einföldum skrefum og verkefnum.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Að okkur líði betur með vinnu og einkalíf í jafnvægi, sem stuðlar að jákvæðara viðhorfi til beggja þátta.
- Að við gerum okkur grein fyrir hver hefur mest um það að segja að við náum árangri í þessu verkefni. Er það vinnustaðurinn eða einstaklingurinn sjálfur?
- Er stress slæmt eða lífsnauðsynlegt? Er til stress sem hefur jákvæð og eða neikvæð áhrif á okkur? Veltum fyrir okkur hvernig við getum nýtt okkur „jákvæða“ stressið sem best og unnið með eða losað okkur við „neikvæða“ stressið.
- Veltum fyrir okkur hver eru góð eða slæm viðbrögð við stressi.
- Settu súrefnisgrímuna á þig fyrst, svo á barnið! Hvað þýðir það í okkar „daglega“ lífi?
Verkefnavinna: Endum á að hver og einn fær verkefnablað þar sem hann velur sér þau verkefni sem hann telur sig helst þurfa á að halda. Verkefnablaðið heitir: „Jafnvægi starfs og einkalífs – öll trikkin í bókinni.“
Er það stærsta ákvörðun okkar hvernig við ráðstöfum tíma okkar? Þú hefur daginn í dag – Núna. Gríptu daginn, „Seize the day„ Carpe diem.
Helsti ávinningur af námskeiðinu
- Ánægðara starfsfólk þar sem togstreita á milli vinnu og einkalífs hefur minnkað til mikilla muna.
- Að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina á sínum vinnustað og heimafyrir.
- Minna samviskubit vegna betri forgangsröðunar á lífsgildum.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund. Varðandi námskeiðið, þá er lengdin á því 2 til 3 tímar, útfærist nánar með viðkomandi fyrirtæki.
Fyrir hverja
Hentar t.d. mjög vel fyrir starfsdaga og að sjálfsögðu þegar sérstakt heilsuátak er í gangi og eða fyrir heilsuátökin í byrjun janúar.
Jákvæði og viðhorf
Í þessum hluta eru hvatningafyrirlestrar þar sem lögð er áhersla á mátt jákvæðninnar og hversu mikilvægt viðhorf okkar til lífsins er.
Fyrirlestrarnir vekja fólk til umhugsunar um að oft á tíðum þarf einungis litla viðhorfsbreytingu til að breyta miklu í þeirra lífi og gera vinnustaðinn enn skemmtilegri en hann nú þegar er.
Þetta eru tilvaldir fyrirlestrar þegar verið er að halda starfsdag, funda út í bæ eða annað sem er til þess fallið er að brjóta upp daginn hjá starfsfólkinu.
Skip sökkva ekki vegna sjávarins umhverfis þau; þau sökkva vegna þess að sjórinn kemst inn í þau
Ekki láta það sem er að gerast í kringum þig ná til þín og draga þig niður.
Jákvæðni, hvatning og viðhorf
Markmið
Að vekja fólk til umhugsunar um viðhorf sitt til vinnunnar, fjölskyldunnar, lífsins sjálfs og mikilvægi þess að lifa lífinu lifandi.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hvernig förum við að því að sleppa taki á fortíðinni og því sem við burðumst með og horfa þess í stað fram á veginn?
- Hver og einn ber ábyrgð á eigin viðhorfi til lífsins, innan og utan vinnu og er í lófa lagið að takast á við fyrirliggjandi verkefni með jákvæðum og opnum huga.
- Fátt gefur meiri ánægju en að sigrast á hindrunum og finna öryggið sem fylgir því að standa uppi sem sigurvegari, laus við sjálfsvorkunn og eftirsjá.
- Hvernig getum við tekið stefnuna á hamingjusamara líf með því að líta á möguleika okkar og hættum að stjórnast af hömlunum og takmörkunum á okkar eigin getu? Tökum stjórn á lífi okkar.
- Tíminn til að byrja er núna! Gamalt orðatiltæki segir: „Ef ekki núna, hvenær? Ef ekki hér, hvar? Ef ekki þú, hver?“
- Taktu áhættu: „Ef hún borgar sig verður þú glaður; ef hún borgar sig ekki ertu reynslunni ríkari”
„Það er eitt fallegasta framlag þessa lífs að enginn getur hjálpað öðrum af einlægni án þess að hjálpa sjálfum sér“ Ralph Waldo Emerson
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Aukið sjálfstraust og lífshamingja.
- Aukin hæfni í að takast á við mótlæti.
- Aukinn persónulegur styrkur.
- Að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er einn til tvær stundir
Fyrir hverja
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.
Að brjóta múra mannlegra hamla og takmarkana
Markmið
Fyrirlestrinum er ætlað að hjálpa fólki að virkja þann kraft sem býr innra með því. Jafnframt að stuðla að því að fólk leggi meira af mörkum með einföldum viðhorfsbreytingum og nýrri sýn á getu sína og hæfileika.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hvað er það sem hamlar okkur?
- Hvað er það sem kemur í veg fyrir að við lifum takmarkalausu lífi, eða því lífi sem okkur dreymir og langar til að lifa?
- Hvað hindrar okkur í því sem okkur langar til að gera?
- Hvernig getum við tekið stefnuna á hamingjusamara líf með því að líta á möguleika okkar og hætt að stjórnast af hömlunum og takmörkunum á okkar eigin getu? Tökum stjórn á lífi okkar.
- Tökum stefnuna á betra líf sem gefur okkur meira og gerir okkur kleift að gefa meira af okkur.
- Setjum okkur í fyrsta sæti. Beitum hugarfari okkar til að öðlast þá trú á okkur sem við eigum skilið.
- Hvaða þættir geta tafið árangur?
- Lítum til samskipta og viðhorfs almennt.
- Leitum leiða til að framkvæma hluti á þann hátt sem gefur okkur mesta lífshamingju.
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Betri innsýn í eigin hugsanir og aukinn kjarkur til að takast á við lífið.
- Aukið sjálfstraust og aukinn persónulegur styrkur.
- Skilningur á því að það eina sem í raun stoppar okkur eru okkar eigin hugsanir.
- Meiri lífshamingja.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er einn til tvær stundir
Fyrir hverja
Alla sem vilja láta drauma sína rætast og læra um mátt hugans.
Viðhorfið og lífið
„Lífið með viðhorfið að vopni“
Markmið
Að þátttakendur geri sér grein fyrir því hversu mikilvægt er að temja sér rétt viðhorf í lífinu, náminu og svo þegar út í atvinnulífið er komið.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Að kenna einhverjum algebru sem ekki kann að draga frá eða leggja saman… Hvernig tengist það viðhorfi okkar?
- Er til eitthvað sem heitir „rétt” viðhorf?
- Getum við valið okkur viðhorf?
- Getur einhver stjórnað því hvað við hugsum?
- Getur verið að hamingjan liggi í viðhorfi okkar?
- Hvað er hægt að gera og hversu langt er hægt að ná einungis með réttu viðhorfi?
- Hvað hefur áhrif á viðhorf okkar?
- Hvernig byggjum við upp jákvætt viðhorf?
- Hvort líður þér betur þegar þú ert jákvæður og hlæjandi eða neikvæður og bitur?
- Velja aðrir viðhorfið fyrir okkur? Ef svo er, hverjir þá?
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Þátttakendur verða betur meðvitaðir um hvað viðhorf þeirra getur haft mikil áhrif á það hvernig þeim vegnar í lífinu og þá sérstaklega á hamingjustig þeirra.
- Þátttakendur læra að vera meðvitaðir um að það viðhorf sem þeir „velja“ og tileinka sér getur ráðið úrslitum síðar meir á lífsleiðinni.
Lengd
Ein klukkustund.
Fyrir hverja
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.
Að sleppa takinu - að byrja nýtt líf
Markmið
Að auðvelda okkur að gera breytingar á lífi okkar með því að yfirstíga ótta og auka lífshamingju.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Bara það eitt að sleppa takinu ásamt viðhorfsbreytingu getur breytt sýn okkar varanlega á það hvernig við sjáum okkur sjálf og einnig á heiminn sem við búum í.
- Hvað þarf að breytast hjá okkur ef við viljum gera breytingar í lífi okkar?
- Ef við viljum gera breytingar í lífinu, þá er oft sagt að það sé mikilvægt að sættast við þann stað sem við erum á. En hvað þýðir það nákvæmlega og hvernig fer maður að því?
- Hvað felst í því að sleppa takinu? Og sleppa takinu á hverju?
- Hvernig förum við að því að sleppa taki á fortíðinni og því sem við burðumst með og horfa þess í stað fram á veginn?
- Hvernig tengist fyrirgefningin því að hefja nýtt líf og hvernig felur það í sér að sættast við núverandi stöðu í lífinu?
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Aukin hæfni í að takast á við mótlæti.
- Aukinn persónulegur styrkur.
- Að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina.
- Betri innsýn í eigin hugsanir og aukinn kjarkur til að takast á við lífið.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund.
Fyrir hverja
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.
„Að sætta sig við hlutina eins og þeir eru. Segðu „já“ við lífinu og sjáðu hvernig lífið vinnur með þér, í stað þess að vinna gegn þér.“ Eckhart Tolle
Þekktu sjálfan þig!
Markmið
Að auka sjálfsþekkingu og gera þátttakendum grein fyrir því hvað sjálfsþekking er og hvað megi fá út úr henni.
Í þessum fyrirlestri er töluverðar þátttöku krafist frá þátttakendum í formi þess að svara spurningum sem leiðbeinandi varpar yfir hópinn.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hver ert þú og hvað vilt þú? Förum við jafnvel í gegnum allt lífið án þess að spyrja okkur sjálf þessarar grunnspurningar?
- Ert þú það sem þú starfar við? Hver ert þú ef þú missir t.d. vinnunna eða hættir að vinna sökum aldurs?
- Veltum fyrir okkur fimm stærstu eftirsjám við hinstu stund.
- Getur verið að með aukinni sjálfþekkingu geti starfsánægja aukist á svipstundu?
- Farið verður í Johari-gluggann og hvernig nýta megi hann til sjálfsþekkingar.
- Sagt hefur verið að eina þekkingin sem skipti máli sé sjálfsþekking. Veltum fyrir okkur hvers vegna það sé líklega rétt.
- Forsenda þess að við getum bætt okkur er sjálfþekking. Hvernig ætlar þú að vinna í sjálfum þér ef þú þekkir þig ekki?
- Hvernig aukin sjálfsþekking leiðir af sér aukna hamingju.
- Hvernig sjálfsþekking leiðir af sér aukna innri hugarró.
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Með sjálfsþekkingu tengjum við betur við okkur sjálf, við náum ákveðnum skýrleika í tilfinningar okkar.
- Bætum samskipti við maka, fjölskyldu og vinnufélaga – öll samskipti verða skilvirkari og ánægjulegri.
- Skýrari hugsun og betri ákvarðanataka og þar af leiðandi minni líkur á rangri ákvarðanatöku.
- Betri tímastjórnun því þú eyðir frekar tímanum í það sem skiptir þig máli.
Lengd
Ein klukkustund.
Fyrir hverja
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.
Á vegg Appollómustersins voru skráð vísdómsorð „hinna sjö vitru manna“: „Þekktu sjálfan þig“ og „Hóf er á öllu best“
Að takast á við lífið – í vinnu og einkalífi
„Fjárfestu í lífinu“
Lífið er ekki endilega neinn dans á rósum. Lífið getur tekið á og er, oftar en ekki, drullu erfitt. En lífið er líka ævintýri.
Í þessum hluta skoðum við praktíska hluti sem geta hjálpað okkur að gera lífið bærilegra, bæði í vinnu og einkalífi.
Sjálfstraust - hvað er mikilvægara
Markmið
Að þátttakendur átti sig á grunneiginleikum sjálfstrausts og hvaðan það kemur. Jafnframt að koma þátttakendum í skilning um hversu auðveldlega er hægt að auka sjálfstraustið með hugarfarinu einu saman.
„Líf mitt hefur verið fullt af ógæfu, þar sem stærstur hluti hennar hefur aldrei átt sér stað“ Mark Twain
Meðal þess sem farið verður yfir
- Erum við orðin alltof upptekin af því að bæta okkur? Er það að standa í vegi fyrir sjálfstrausti okkar?
- Hvað eru „sjálfvirkar neikvæðar hugsanir“ (e. ANT eða „Automatic Negative Thoughts“) og hvernig tengjast þær sjálfstrausti?
- Hvað ræður sjálfstrausti?
- Hvaða einkennir helst þá sem búa yfir miklu sjálfstrausti?
- Hvernig getum við aukið sjálfstraustið hjá okkur?
- Eigum við, í lífi okkar, að leggja áherslu á styrkleikana eða veikleikana?
- Of oft er ástæða þess að við viljum bæta okkur sú, að við teljum eitthvað vera að okkur. Er það rétt nálgun?
- Sjálfstraust er búið til úr litlum sigrum! Hvað þýðir það?
“Farðu varlega þegar þú talar við sjálfan þig, þar sem þú ert að hlusta” ~ Lisa M. Hayes
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum:
- Aukið sjálfstraust og sjálfsstjórn.
- Meira öryggi í samskiptum.
- Auðveldara verður að taka gagnrýni.
- Aukin færni í að takast á við breytingar.
Lengd
Örfyrirlestur er 20 til 30 mínútur að lengd.
Allir eru snillingar en ef þú dæmir fisk m.v. getu hans til að klifra í tré, þá mun hann standa í þeirri trú, allt sitt líf, að hann sé heimskur. Albert Einstein
Fyrir hverja
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur eða ef það þarf að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn. Auk þess, frábær fyrirlestur fyrir allt íþróttafólk.
Hvar finnum við hamingjuna
Markmið
Hvað er mikilvægara í lífinu en hamingjan? Hvað eyðum við svo miklum tíma í það sem gerir okkur raunverulega hamingjusöm? Fyrirlestrinum er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hvaðan hamingjan kemur og hvernig við förum að því að auka hamingjuna í lífi okkar.
„Hamingjan er merking og tilgangur lífsins“ Aristóteles
Meðal þess sem farið verður yfir
- Getum við keypt okkur hamingju?
- Hvað einkennir flest fólk sem er hamingjusamt?
- Hvað hindrar okkur helst í því að vera hamingjusöm?
- Hvað veitir okkur langvarandi hamingju?
- Hvaðan kemur hamingjan?
- Hvernig getum við aukið hamingjuna?
- Hvað stýrir hamingjunni? Hvað kemur mikið frá:
- Erfðavísum – genunum
- Ákvörðunum okkar
- Lífi okkar – og lífsskilyrðum.
- Hvað er „Fundamental Attribution Error“? og hvernig tengist það hamingjunni?
- Hvað er „Easterlin þversögnin“ þegar hamingja er annars vegar?
- Skoðum hvaða áhrif félagslegur samanburður og lífsgæðakapphlaupið hafa á hamingju okkar?
- Hver er besta langtímaáætlunin til að auka hamingju?
„Alla daga á allan hátt líður mér betur og betur“ Emile Coué og „Þetta líka, mun líða hjá.“
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Að þátttakendur átti sig á því hvað getur hugsanlega gefið hamingju og hvað ekki.
- Skoðum nokkrar einfaldar leiðir til að auka hamingju okkar enn frekar.
- Að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina.
John Lennon sagði: „Þegar ég var í skóla, þá spurðu þeir mig hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Ég skrifaði niður „hamingjusamur“. Þeir sögðu að ég skildi ekki verkefnið og ég sagði þeim að þeir skildu ekki lífið.“
Lengd
Lengd fyrirlestrar er einn til tvær stundir
Fyrir hverja
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.
Markmiðasetning
Markmið
Námskeiðinu er ætlað að sýna fram á að allir geta sett sér markmið og markmiðasetning virkar fyrir okkur öll. Að þátttakendur öðlist færni í markmiðasetningu og geti sett sér sín eigin skriflegu markmið á þann hátt sem gagnast þeim hvað best.
Marcus Aurelius sagði svo réttilega: „Það er í raun magnað hversu mörg tækifæri koma upp í hendurnar á okkur þegar við vitum hvað við viljum og setjum okkur markmið“
Meðal þess sem farið verður yfir
- Getur verið að flestir eyði meiri tíma í að skipuleggja hvað þeir ætla að versla í matvörubúðinni en í mikilvægustu markmið lífs síns!
- Ert þú korktappi eða skipstjóri? Stjórnlaust skip þarf tilviljun til að komast í höfn.
- Myndi okkur detta í hug að byggja hús án þess að vera með teikningar af því? Hvers vegna lifum við þá lífinu oftast án skipulags eða „teikninga“?
- Af hverju að setja sér markmið? Hver er ávinningur markmiðasetningar?
- Lærum að setja okkur bæði starfstengd og persónuleg markmið og búa til aðgerðaáætlun.
- Hvernig getum við sett okkur markmið ef við vitum ekki hvað við viljum? Hvernig förum við að því að komast að því hverju við höfum ástríðu fyrir?
- Hvað þarf svo meira til að markmiðin okkar náist en bara það eitt að skrifa þau niður?
- Hvers vegna setja svona fáir sér skrifleg markmið? Um 3% okkar setja sér skrifleg markmið en samt sem áður nást u.þ.b. 95% þessara skriflegu markmiða?
- Hvað getur mögulega hindrað þig í því að láta drauma þína / markmið rætast?
- Setur niður fyrir þér hvað þú vilt fá út úr lífinu.
Markmið virka meðal annars vel vegna þess að sá sem setur sér vel ígrunduð markmið er einbeittari, hann leggur meira á sig, hann er áhugasamari, hann er þrautseigari í mótlæti og á auðveldara með að leysa þau vandamál sem kunna að koma upp.
Dagurinn sem þú sáir fræinu, er ekki dagurinn sem þú borðar ávöxt þess.
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Markmiðasetning hvetur fólk til að leita nýrra leiða til að leysa vandamál. Rannsóknir sýna auk þess að þeir sem setja sér markmið upplifa minni streitu og lifa innihaldsríkara og ánægjulegra lífi.
- Að ná markmiðum eykur sjálfstraustið auk þess sem við öðlumst stolt og ánægju af eigin frammistöðu.
- Markmið hjálpa okkur til að ná meiri árangri og bæta frammistöðuna.
- Meiri einbeiting og markvissari vinnubrögð.
- Lærum að setja okkur skammtíma- og langtímamarkmið.
Hvert sem þú ferð, gerðu það af öllu hjarta. Confucius
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund.
Fyrir hverja
Alla þá sem vilja láta drauma sína rætast og læra um mátt hugans. Þessi fyrirlestur er tilvalinn fyrir alla sem hafa metnað og áhuga á að breyta til í lífi sínu. Þetta er t.d. frábær fyrirlestur fyrir frumkvöðla, atvinnuleitendur og aðra þá sem standa á krossgötum í lífinu.
Auk þess, frábær fyrirlestur fyrir allt íþróttafólk.
Ert þú sigurvegari í þínu lífi
Markmið
Að vera sigurvegari getur þýtt margt, t.d. að vera sigurvegari í íþróttum eða að láta umferðina ekki fara í taugarnar á sér og allt þar á milli.
Fyrirlestrinum er ætlað að sýna fram á að fólk sem skarar fram úr er í grunneðli ekkert öðruvísi en við hin og munurinn liggur fyrst og fremst í viðhorfi sem við getum auðveldlega tileinkað okkur.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Charles Darwin sagði „Það eru ekki þeir sterkustu né þeir gáfuðustu sem lifa best af, heldur þeir…“?
- Ef vinur/vinkona ætlar að keppa í Idol og spyr þig ráða með því að syngja fyrir þig, hvað segir þú?
- Er hægt að mæla hvort þú sért sigurvegari?
- Eru það helstu mistök okkar í lífinu að reyna ekki?
- Hvað getur þú gert ef þú trúir ekki á nein takmörk?
- Hvað þýðir í raun að vera metnaðarfullur?
- Hver eru helstu einkenni sigurvegara?
- Hvernig á að takast á við úrtölufólkið?
„Það er ekkert göfugt við að vera æðri öðrum manni, það sem er sannarlega göfugt er að vera æðri en maður var sjálfur í gær“, Ernest Hemingway.
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Aukið sjálfstraust og meiri lífshamingja.
- Aukinn kjarkur til að takast á við lífið.
- Aukinn persónulegur styrkur og hæfni í að takast á við mótlæti.
- Að þátttakendur líti framtíðina björtum augum.
- Að þátttakendur sjái hvernig oft er hægt að snúa erfiðri stöðu sér í hag.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund.
Fyrir hverja
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur eða ef það þarf að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn. Auk þess, frábær fyrirlestur fyrir allt íþróttafólk.
Hvernig getur lífið virkað
Markmið
Að þáttakendur átti sig á hvernig lífið getur orðið enn betra meðal annars með því að nýta sér lögmál aðdráttaraflsins „það sem við sendum út kemur til baka“ (e. law of attraction), jafnvel þó maður trúi ekki á það. Einnig er uppljóstrað hvernig við getum lært að nýta okkur helstu leikreglur lífsins okkur til framdráttar í leik og starfi.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hverjar eru leikreglurnar í því lífi sem við lifum? Eru þetta hugsanlega „reglur“ sem flestir kannast við en fæstir fara eftir?
- Hvernig á að tala við undirmeðvitundina og hvaða tungumál skilur hún?
- Hvers vegna er alltaf svindlað á sumu fólki, af sölumönnum, símafyrirtækjum, bílaverkstæðum eða fjarskyldum ættingjum? Hvers vegna er sumt fólk heppnara/óheppnara en annað?
- Í fornri speki Súfista segir: „Treystu Allah, en bittu fyrst kameldýrið við staurinn.“ Hvernig getum við nýtt þetta í okkar lífi?
- Hvað þýðir stærðfræðijafnan „líður vel“ + „framkvæma“ og hvernig getum við nýtt okkur hana?
- Lífið er svolítið eins og spírall, sem fer annaðhvort upp eða niður og hraðinn á honum getur verið mismunandi í báðar áttir! Hvernig getum við haft áhrif á spíralinn okkar?
- Hvað þýðir þetta í raun „Þeir fiska sem róa“, „Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær“ og „Drottin hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir“?
- Þú sækir um 25 störf á einu ári – án árangurs. Síðan færðu vinnu og í sömu vikunni eru þér boðin þrjú önnur störf! Hvað gerðist?
„Lífið er eins og að hjóla. Til að halda jafnvæginu þá verður þú að vera á hreyfingu“ Albert Einstein
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Innsýn í það hvernig heimurinn getur mögulega virkað og hvernig við getum nýtt það okkur til framdráttar.
- Að læra á „reglur“ lífsins til að skapa okkur enn betra líf.
- Að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina og trúi að þeirra líf geti batnað.
Lengd
Er ein klukkustund.
Fyrir hverja
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.
Hvað er að stoppa okkur í lífinu
Markmið
Að þátttakendur átti sig á því sem stoppar þá af í lífinu og skilji hvaða grunnþættir eru þess valdandi að þeir láta drauma sína ekki rætast. Fyrirlestrinum er ætlað að hjálpa fólki að virkja þann kraft sem býr innra með því.
„Ef við forðumst stress, þá erum við að forðast það sem gerir það að verkum að við getum nýtt styrkleika okkar til hins ítrasta.“ Shawn Achor
Meðal þess sem farið verður yfir
- Getur verið að það sé aðeins eitt lýsingarorð sem nær yfir það sem hindrar okkur í lífinu? Hvaða eina orð gæti það mögulega verið?
- Hvað erum við hönnuð til að gera? Hvað er það sem hamlar okkur?
- Hvaða áhrif getur það haft á líf okkar ef það kviknar á „berjast eða flýja“ viðbrögðunum oft á dag án þess að nokkur „raunveruleg“ ástæða sé fyrir því?
- Hvernig fer maður að því að yfirstíga það sem helst heldur aftur af manni?
- Við hvað erum við hrædd og hver er tilgangur hræðslunnar í þróunarsögunni?
- Hvað þýðir þegar sagt er að við búum í “Get set” heimi?
„Ég var alltaf að velta því fyrir mér hvers vegna fuglar velja að halda kyrru fyrir á sama stað þegar þeir geta flogið hvert á land sem er. Síðan spurði ég mig sömu spurningar“ Harun Yahya
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Betri innsýn í eigin hugsanir og aukinn kjarkur til að takast á við lífið.
- Aukið sjálfstraust og aukinn persónulegur styrkur.
- Skilningur á því að það eina sem í raun stoppar okkur eru okkar eigin hugsanir.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund.
Fyrir hverja
Alla þá sem vilja láta drauma sína rætast og læra um mátt hugans. Þessi fyrirlestur er tilvalinn fyrir alla sem hafa metnað og áhuga á að breyta til í lífi sínu. Þetta er t.d. tilvalinn fyrirlestur fyrir frumkvöðla, atvinnuleitendur og aðra þá sem standa á krossgötum í lífinu.
Hugarfarsbreyting til framkvæmda
Upplifir þú þig fastan í sama farinu og að sá tími nálgist að eitthvað verði að breytast? Þá er þetta fyrirlestur fyrir þig.
Markmið
Hvað fær okkur til að framkvæma? Hvað gerir það að verkum að sumir tala bara en framkvæma lítið sem ekkert? Síðan eru það aðrir sem tala minna og framkvæma meira? Hvers vegna er þessi munur og getum við öll lært að framkvæma?
“Ef þú vilt fara hratt, farðu einn. Ef þú vilt fara langt, farðu með öðrum“ Afrískt spakmæli
Meðal þess sem farið verður yfir
- Er enginn munur á því sem þú hugsar, segir og framkvæmir?
- Hvernig er „framkvæmdaferlið“ og hvað felur það í sér?
- Hvað getum við gert ef það er svo margt sem okkur langar að gera og við getum ekki ákveðið okkur hvar á að byrja?
- Hvers vegna þarf oft áfall til, svo við förum að framkvæma?
- Hvað er að fá „gul“ og jafnvel „rauð“ spjöld í lífinu?
- Hver er eina leiðin til að öðlast framúrskarandi starfsferil?
- Hvað þýðir að „Öll munum við einhvern tímann deyja“, en samt lifa í raun ekki allir.
- Hvernig er best að takast á við frestunaráráttu?
“Sá sem aldrei hefur gert mistök, hefur aldrei prófað neitt“ Albert Einstein
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Aukið sjálfstraust til að framkvæma.
- Trú á eign getu til að framkvæma það sem þig langar mest.
- Aukin færni í að takast á við breytingar.
Við lifum aðeins einu sinni! Rangt: Við deyjum einu sinni, en við lifum hvern dag.
LENGD
Örfyrirlestur er 20 til 30 mínútur að lengd.
Sumt fólk eyðir öllu lífinu í að vera tilbúið og miða, en skýtur aldrei…
FYRIR HVERJA
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur eða ef það þarf að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.
„Ef þú heldur að ævintýri séu hættuleg, prufaðu þá rútínu. Það er banvænt“ Paulo Coehlo
Heilsan – örfyrirlestrar
Hérna eru ýmis konar heilsutengdir fyrirlestrar sem henta t.d. mjög vel fyrir starfsdaga og að sjálfsögðu þegar sérstakt heilsuátak er í gangi og eða í heilsuátökin í byrjun janúar.
Þetta eru allt „örfyrirlestrar“ sem eru 20 til 30 mínútur. Allir fyrirlestrarnir eiga það sameiginlegt að vera á léttu nótunum þar sem hressleikinn ræður ríkjum.
Auk þess er alltaf hægt, ef þið hafið áhuga, að velja saman þá punkta sem þið hafið mestan áhuga á og með því „klæðskerasníða“ fyrirlestur að ykkur þörfum eða fyrirlestur um það sem þið hafið mestan áhuga á.
Er öll fita óholl eða kannski holl
Markmið
Að varpa ljósi á allt sem viðkemur fitum og hvað gagn og/eða ógagn fitur geta gert okkur.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hversu hátt hlutfall af hitaeiningainntöku okkar kemur frá fitu og hversu hátt er æskilegt að þetta hlutfall sé?
- Hvaða fitur, nákvæmlega, á maður að borða og hverjar ekki?
- Er eldisfiskur og annar verksmiðjuframleiddur matur jafn hollur og sá náttúrulegi?
- Eru Ketó- og lágkolvetnamataræði eitthvað sem vert er að skoða?
- Hvers vegna skiptir máli að nota „Extra virgin“ olíur og hvað þýðir það að olía sé „Extra virgin“?
- Hvaða fitu er best að steikja upp úr?
- Hvað er málið með fræ- og grænmetisoliur sem innihalda mikið af Omega 6? Eru þær hollar eða ekki?
- Skiptir hlutfallið milli Omega 3 og Omega 6 máli við neyslu okkar á fitu og ef svo er, hvert á hlutfallið að vera?
Er meltingin það sem öllu skiptir
Markmið
Að varpa ljósi á allt sem við kemur meltingu og þá sérstaklega með tilliti til hugsanlegra áhrifa meltingavandamála og offitu.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Er meltingin það sem öllu skiptir? Hvernig veit ég hvort meltingin hjá mér er í lagi?
- Hvað getum við gert til að bæta meltinguna?
- Hversu miklu máli skiptir það fyrir meltinguna að borða lítið í einu og að borða rólega?
- Hvað er átt við með „þarmaflóru“ og hvað eru þessir „Prebiotics“ og „Probiotics“ með eða án „Enteric coating“?
- Skiptir máli í hvaða röð matur er borðaður og passa sumar fæðutegundir betur saman en aðrar? Hvaða fæðutegundir passa best saman fyrir meltinguna?
- Skoðum hvað nýjustu rannsóknir segja um samspil þarmaflórunnar, þunglyndis og ofnæmis?
- Hver eru möguleg áhrif örbylgjuofna á mat og þá á meltinguna?
- Hvað ræður mestu um orkustigið hjá okkur og hversu miklu ræður meltingin um orkustig okkar?
- Hvers vegna er gott að borða súrkál?
- Hvaða áhrif hefur það á fræ og möndlur að leggja þau í bleyti?
- Hvernig geta matarsódi og edik bætt meltinguna hjá okkur?
- Hippocrates sagði fyrir 2.500 árum „Maðurinn nærist ekki á því sem hann gleypir heldur á því sem hann meltir og notar“. Hvað er átt við með þessu?
Er sykur eitur eða orka
Markmið
Að varpa ljósi á hvað er rétt og rangt í allri þeirri miklu umræðu sem núna á sér stað um sykur og magn sykurs í matvælum. Er sykur eins slæmur og af er látið?
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hver er ástæða þess að sumir halda því fram að sykur sé eitur?
- Hvaða sykur er „besti“ sykurinn og hver er þá mögulega „versti“ sykurinn fyrir okkur til að nota?
- Er „háfrúktósa maíssýróp“ (high fructose corn syrup/HFCS) skaðvaldur eða bara eins og hver annar sykur?
- Hvaða sætuefni ber að forðast og hvaða sætuefni er best að nota?
- Er Agave síróp gott sætuefni eða kannski með því versta?
- Hvað eiga Kellogg’s Special K og sígarettur sameiginlegt?
- Er púðursykur hollari en hvítur sykur?
- Hvað gerist í líkamanum þegar við fáum okkur sykur?
- Hvernig tengist Richard Nixon óhóflegri sykurnotkun okkar í dag?
- Hvering á að losna við sykurlöngun? Skoðum öll „trikkin“ í bókinni
- Eigum við að treysta öllum vörum merktum græna skráargatinu?
Hver er hinn faldi sannleikur að baki heilsu okkar
Markmið
Að varpa ljósi á mikilvæga heilsutengda þætti sem oft á tíðum verða útundan þegar talað er um næringu.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hvernig gengur baráttan við krabbamein?
- Eru sjúkdómar í genunum eða í umhverfinu?
- Þurfum við að nota alla þessa sápu – sjampó?
- Hvaða áhrif hefur bakteríudrepandi sápa á okkur?
- Hvaða áhrif getur mikil sápunotkun haft á börnin okkar?
- Eigum við að reyna að drepa allar bakteríur á okkur eða eru þær lífsnauðsynlegar?
- Hvað eru „Epigenetics“ og hvernig geta þau mögulega breytt lífi okkar?
- Eru bólgur hugsanlega undanfari margra þeirra sjúkdóma sem hrjá okkur í dag og hvaða matur/mataræði dregur helst úr bólgum?
- Hvernig hafa þeir 10 sjúkdómar sem hafa verið hvað skaðvænlegastir fyrir okkur mannfólkið þróast síðan árið 1900
- Skiptir máli hvernig klósett við notum?
- Getur verið að við ofnotum sólarvörn?
Áhrif hugsana á heilsu okkar
Markmið
Að varpa ljósi á samspil hugsana og líkamlegrar heilsu.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hvaða áhrif hafa hugsanir okkar og viðhorf á líkamlega heilsu okkar?
- Grísku heimsspekingarnir sögðu að það væri ekki hægt að aðskilja hugann og líkamann. Höfðu þeir rétt fyrir sér?
- Hver er möguleg orsök flestra okkar kvilla?
- Hvaða áhrif hafa áhyggjur og stress á líkamlega heilsu okkar?
- Hvað getum við lært af Rolling Stones varðandi heilbrigði og hollustu?
- Eru gönguferðir besta lækningaaðferð sem til er?
- Getur verið að reiði og biturð hafi áhrif á meltinguna?
- Hvað segir hin sænska Dr Åsa um langvarandi sársauka og verki?
- Getur verið að það hvort við erum jákvæðir eða neikvæðir einstaklingar hafi áhrif á það hversu lengi við lifum? Hefur þetta jafnvel verið rannsakað?
- Hvað þýðir „þakkarlabbitúr“ og skiptir máli hvort þú ert einn að ganga eða með öðrum?
- Hvað sagði „Sænska rannsóknin“ um áhrif tilfinningalegs álags á karlmenn?
- Hvernig tengist það að sýna góðvild líkamlegri heilsu okkar?
- Skoðum rannsóknir Dr. Ted Kaptchuk á áhrifum lyfleysa (Placebo).
- Hvað vill vinnusálfræðingurinn Kelly McGonigal meina að skipti höfuðmáli varðandi stress og er jafnvel hægt að gera stress að vini þínum?
- Skoðum rannsóknir prófessor Ellen Langer sem var fyrsti kvenkyns sálfræðiprófessorinn við Harvard háskólann. Skoðum sérstaklega „Hjúkrunarheimilistilraunina“ og „Counterclockwise“ rannsóknina.
Borðað í 10.000 ár
Markmið
Að varpa ljósi á það hvort mataræði forfeðra okkar sé mataræðið sem henti okkur hvað best.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hvað erum við hönnuð til að borða?
- Hefur genasamsetning mannsins breyst eitthvað seinustu 10.000 árin? Er heilinn í okkur „steinaldar“ heili?
- Er meiri vinna að borða hollt en óhollt?
- Getur verið að gena lega séð séum við forrituð til að borða allan sykur sem við komum höndum okkar yfir?
- Hvað er hollt og hvað er óhollt?
- Hver er í raun grunnurinn að mataræði okkar?
- Hvaða skoðun hafði Hippocrates á hollustu fyrir 2.500 árum?
Að hafa góða heilsu
Markmið
Hver er staða mannkynsins, er heilsu okkar að hraka eða er fólk almennt að verða langlífara? Hvaða þýðingu hefur það fyrir okkur að borða hollt og vera við góða heilsu?
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hefur genasamsetning mannsins breyst eitthvað seinustu 10.000 árin? Er heilinn í okkur „steinaldarheili“? Getur verið að við séum forrituð út frá genum til að borða allan þann sykur sem við komum höndum yfir?
- Hver er í raun grunnurinn að okkar mataræði?
- Er dýrara að borða óhollt heldur en hollt?
- Eru til öfgar í mataræði?
- Hvað erum við hönnuð til að borða?
- Hvað þýðir að vera meðlimur í „The zipper club“?
- Er kjöt krabbameinsvaldandi?
- Er mannfólkið að verða heilsuhraustara eða er heilsu okkar að hraka?
- Hippocrates sagði fyrir 2.500 árum „Maðurinn nærist ekki á því sem hann gleypir heldur á því sem hann meltir og notar“. Hvað er átt við með þessu?
Mýtur í næringarfræði
Markmið
Að varpa ljósi á helstu mýtur, síðustu 50 ára eða svo, í næringarfræðinni.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Ávaxtasafar. Hollir eða ekki?
- Brauð. Hollt eða jafnvel óhollt og er sama hvaða brauð er verið að tala um?
- Diet drykkir og gervisykur. Góðir eða slæmir, megrandi eða fitandi og er „aspartame“ jafn slæmt og af er látið?
- Dökkt súkkulaði. Er það jafn „hollt“ og af er látið?
- Holl og góð eða hækka þau slæma kólesterólið? Hversu mikið af eggjum er óhætt að borða?
- Er þess virði að skoða „fastað með hléum“ eða „lotubundna föstu“ (e. intermittent fasting)?
- Hvaða fitu má borða og hvaða fitu á ekki að borða? Er mettuð dýrafita góð fyrir okkur eða ekki? Hvað með fituskertar matvörur? Eru þær hollar?
- Fjöldi máltíða. Er best að borða 6 litlar máltíðir yfir daginn eða kannski bara eina?
- Hollt og gott eða bara í hófi? Skiptir máli hvaða kaffi er drukkið þegar hollustan er annars vegar?
- Kaloríur. Þarf að telja hitaeiningar eða skipta þær engu máli? Er sama úr hvaða mat hitaeiningar koma?
- Kjöt. Hollt eða ekki og skiptir máli hvort búfénaður nærist á korni eða grasi?
- Kólesterólið. Hvaða tal er þetta endalaust um „slæmt“ og „gott“ kólesteról?
- Mikilvægasta og stærsta máltíð dagsins eða ekki?
- Eiga þér rétt á sér eða ekki?
- Er allt salt sama saltið. Hversu mikið af salti er óhætt að borða? Og er salt óhollt eða lífsnauðsynlegt?
Leiðir að breyttum lífsstíl
Markmið
Að hjálpa fólki að breyta um lífsstíl, bæði hvað varðar mataræði og hreyfingu. Einnig að skoða öll „trikkin“ í bókinni, sem hjálpa fólki að breyta um lífsstíl.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hvað er það sem þú hlakkar til að gera dag hvern og hvernig tengist það breyttum lífsstíl?
- Getur verið að það sem við höldum áfram að borða fari okkur að þykja gott?
- Maðurinn er félagsvera. Að borða er ekki bara að borða fyrir okkur mannfólkið! Hvernig getum við tekið það með í reikninginn þegar við breytum um lífsstíl?
- Setja vani og venjufesta viljastyrk á sjálfstýringu?
- Hvað þýðir “þú verður að ákveða að grípa tækifærið eða líf þitt mun aldrei breytast”?
- Hvernig er best að takast á við stanslausa sykurlöngun?
- Getur það hugsast að próteinneysla (kjöt) hjálpi okkur að léttast?
- Hvernig fer maður að því að minnka skammtana?
- Hvað þýðir að „trappa sig niður“ þegar þú breytir um lífsstíl?
- Hvernig borðar maður fíl og hvernig getur maður nýtt sér það til að breyta um lífsstíl?
- Hversu mikið “þurfum” við að hreyfa okkur þegar við breytum um lífsstíl?
- Er næg þjálfun fyrir heilann að stunda andlega þjálfun?
Að taka upp nýja venju... og láta áramótaheitin endast
Markmið
Við vitum öll ótal margt um rétt og rangt mataræði og um mikilvægi hreyfingar. Ástæður þess að okkur gengur svo erfiðlega að framkvæma samkvæmt bestu vitund liggja víða. Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu ástæðurnar og hvernig við förum að því að láta áramótaheitin endast. Á námskeiðinu eru kynntar leiðir og verkfæri sem gera þátttakendum kleift að taka upp og viðhalda nýjum og betri venjum.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hvernig geta „öpp“ og smátæki hjálpað okkur að taka upp nýjar venjur?
- Hvernig getur tæknin sem er kölluð „ekki brjóta hlekkinn“ nýst okkur við að taka upp nýjar venjur?
- Hvaða matarvenjur henta þér og hvernig breytir þú þínum skref fyrir skref og „bita fyrir bita“?
- Hvað er það í undirmeðvitund og eðli mannsins sem dregur okkur svona mikið að sætindum?
- Hvers vegna förum við ekki eftir því sem við vitum? Hvers vegna erum við svona vanaföst?
- Hversu miklu máli skiptir félagslegi þátturinn þegar kemur að því að breyta matarvenjum?
Helst ávinningur af fyrirlestrinum
Þátttakendur eru upplýstir um ýmsar ástæður vanafestunnar og hvaða leiðir og verkfæri gera þeim kleift að taka upp og viðhalda nýjum og betri venjum.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er 45 til 50 mínútur.
Fyrir hverja
Fyrir alla þá sem hafa áhuga á að breyta venjum sínum
Annað áhugavert
Í þessum hluta eru fyrirlestrar af ýmsum toga. Má þar nefna fyrirlestra um líkamstjáningu, annan fyrir íþróttafólk, einn um jafnrétti og svo skoðum við í einum fyrirlestrinum hvort heimurinn stefni í rétta átt eða hvort allt sé að fara fjandans til.
Sjáir þú engan fyrirlestur sem fellur nákvæmlega að þínum þörfum er ég alltaf reiðubúinn að aðlaga fyrirlestra að þörfum viðskiptavina minna.
Góðar áskoranir eru alltaf mjög freistandi fyrir mig og í raun mjög æskilegar.
Fyrirlestur fyrir íþróttafólk
Markmið
Að sýna fram á að fólk sem skarar fram úr er ekkert ólíkt okkur hinum. Munurinn liggur fyrst og fremst í viðhorfi þess til verkefnanna sem það tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Að þátttakendur átti sig á því sem stoppar þá af í lífinu og skilji hvaða grunnþættir eru þess valdandi að þeir ná ekki að láta drauma sína rætast. Fyrirlestrinum er ætlað að hjálpa fólki að virkja þann kraft sem býr innra með því.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hversu miklu máli skiptir viðhorf í sambandi við afburðaárangur?
- Hvað þýðir að vera metnaðarfullur?
- Hvað er það sem kemur í veg fyrir að við lifum takmarkalausu lífi, eða því lífi sem okkur dreymir um og langar að lifa? Hvað getur þú gert ef þú trúir ekki á nein takmörk? „There are no limits!“
- Hvað hindrar okkur í að gera það sem okkur langar til?
- Voru Michael Jordan og Mozart gæddir miklum meðfæddum hæfileikum eða voru þeir aðeins duglegri en flestir aðrir?
- Hvernig og fyrir hvað á að hrósa? Hvað er fast hugarfar og hvað er vaxtarhugarfar?
- Getur þú ekki orðið góður í spretthlaupi nema þú hafir ACTN3-genið?
- Hvers vegna eru Kenýabúar svona góðir hlauparar?
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Skilningur á því að það eina sem í raun stoppar okkur eru okkar eigin viðhorf til verkefnanna sem við tökum okkur fyrir hendur.
- Aukinn persónulegur styrkur og hæfni í að takast á við mótlæti.
- Lærum að takast á við óttann og nýta hann okkur til framdráttar.
- Betri innsýn í eigin hugsanir og aukinn kjarkur til að takast á við lífið.
Lengd
Lengd fyrirlestrar 40 mínútur.
Fyrir hverja
Frábær fyrirlestur fyrir allt íþróttafólk sem hefur metnað til að ná langt í sinni grein og þá sem vilja láta drauma sína rætast og læra um mátt hugans.
Fyrirlesturinn er tilvalinn fyrir alla sem hafa metnað og áhuga á að breyta til í sínu lífi og láta drauma sína rætast, sama hverjir þeir eru.
Líkamstjáning (body language)
Markmið
Stundum heyrir maður að hið talaða mál sé bara lítið brot af tjáskiptunum okkar! Fjölmargar rannsóknir segja til dæmis að:
- 55% séu líkamstjáning
- 35% sé tóntegund/styrkur/talhraði
- 10% séu orðin sem við raunverulega notum…
Út frá þessu má segja að líkamstjáning sé mjög mikilvæg og þegar viðskipti eru annars vegar þá geti hún hreinlega ráðið úrslitum. En hvað þýðir þetta nákvæmlega? Hvað er verið að tala um varðandi líkamstöður? Flest okkur vitum að ef fólk krosslegur hendur þá eru líkur á að það sé í vörn, ekki telur það upp í 55% er það? Nei svo sannalega ekki, og er þessu náskeiði ætlað að varpa ljósi á allt hitt og setja hlutina í samhengi svo við getum nýt okkur líkamstjáningu betur í leik og starfi.
Meðal þess sem farið verður yfir
Sé um stuttan fyrirlestur t.d. 45 til 50 mínútur að ræða þá þyrfti helst að velja áhersluatriði m.v. áheyrendahóp hverju sinni.
Það má flokka fræði líkamstjáningar t.d. eftirfarandi:
- Á fundum og í samningagerð.
- Tala fyrir framan annað fólk.
- Atvinnuviðtalið.
- Almenn sölumennska.
- Mismunandi menningarheimar. (það getur verið töluverð skörun á milli landa/menningarheima)
- (e. mirroring)
- Samskipti kynjanna.
- Fyrstu kynni.
Eitt það mikilvægasta ef ekki það mikilvægast í líkamstjáningu eru fyrstu kynni (first impression). Sagt er að við dæmum fólk á fyrstu 5 sekúndunum og við hitum það, fyrstu kynni er því mikilvæg! Þetta atriði, þ.e. fyrstu kynni eru tekin fyrir í öllum útgáfunum hérna að ofan. Farið í hvernig við getum tryggt að fyrstu kynni sé eins og við viljum hafa þau. Einnig kemur inní þetta mikilvægi þess sem er kallað „micro-expressions“ og stýrir því hvort fólk upplifur okkur einlæg í því sem við erum að segja eða ekki!
Fyrir ekki svo löngu var ekkert talað mál hjá okkur mannskepnunni, þar til talaða málið kom fram treystum við eingöngu á líkamstjáningu! Hún vill oft gleymast í okkar nútíma tæknivædda heimi (snjallsímar og tölvupóstur ofl.) og í daglegu lífi. Samt sem áður byggjum við svo mikið á líkamstjáningunni, við bara áttum okkur ekki á því, þar sem mest af túlkun er ómeðvituð. Hvernig þú lítur út þegar þú talar, ekki orðin sem þú raunverulega notar sem ráða niðurstöðum tjáskiptanna!
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Nærð betri og nánari tengslum við fólk.
- Bætir alla þína framkomu, bæði á fundum, kynningum og í almennum samskiptum við viðskiptavini, samstarfsfélaga og fjölskyldu.
- Dregur úr átökum og ágreining á vinnustað.
- Vandaðri framkoma og betri skilningur á samskiptum fólks. Einnig getum við betur lesið í framkomu annarra og skilið betur hvað fólk er raunverulega að meina með orðunum sem það notar.
Lengd
Lengd fyrirlestrar ein klukkustund.
Fyrir hverja
Námskeiðið nýtist öllum, en sérstaklega þeim sem sinna stjórnun, þjónustu og sölumennsku innan fyrirtækja.
Jafnrétti
Markmið
Að við nálgumst umræðu og framkvæmd jafnréttismála með opnari og upplýstari hætti. Veltum fyrir okkur styrkleikum kynjanna og hvernig megi best nýta þá á vinnustað. Skoðum líka hvort sjónarhorn okkar varðandi jafnrétti sé mögulega of mikið einfaldað, t.d. sú afstaða sem kemur fram í fréttum og á samfélagsmiðlum. Eru þau e.t.v. of mikið lituð af hinni almennu umræðu sem fer fram á ljósvakamiðlum?
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hvers vegna eru stelpur „bleikar“ og strákar „bláir“?
- Hvað þýðingu hafa fyrrverandi lifnaðarhættir fyrir líf okkar í dag?
- Eru kynin eins við fæðingu?
- Mismunur kynjanna á vinnustað.
- Hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar kynjanna á vinnustað?
- Veltum fyrir okkur muninum á hugtökunum jafnrétti og sanngirni.
- Sagt er að konur muni frekar hvar hlutir sem týnast eru… og muni líka betur hvað var sagt. Er þetta allt rétt?
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Vandaðri samskipti og betri skilningur á samskiptum kynjanna.
- Auðveldari samskipti á vinnustað, með því að gera þau opnari, líflegri og skemmtilegri.
- Dregur úr átökum og ágreiningi á vinnustað.
- Námskeiðið er umfram allt skemmtilegt, persónulegt og gagnlegt.
Fyrir hverja
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.
Lengd
Ein klukkustund.
Auðmýkt gagnvart þekkingu
Markmið
Að vekja okkur til umhugsunar um hvað þekking er vandmeðfarin og hversu auðvelt er að laga hana að eigin skoðunum og stefnu. Hversu oft höfum við haldið að hinum endanlega þekkingarpunkti hafi verið náð? Tökum dæmi um það og veltum fyrir okkur hvað við getum lært af sögunni.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Það virðist vera okkur frekar eðlislægt að fara í vörn þegar við heyrum hluti sem ganga þvert á okkar þekkingu. Hvaða þýðingu hefur það fyrir framþróun þekkingar?
- Oft hafa einstaklingar gert uppgötvanir eða komið fram með nýjar hugmyndir sem hafa verið þvert á ríkjandi kenningar og hafa í kjölfarið verið hafðir að háði og spotti. Síðar hefur svo komið í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér en voru bara á undan sinni samtíð. Getum við lært eitthvað af þessum dæmum?
- Aðferðir sem notaðar voru við að auglýsa tóbak um miðja síðustu öld þættu líkast til ósmekklegar nú til dags. Þá vissum við ekki hvað tóbak er skaðlegt! Er þá ekki rökrétt að spyrja sig: Hvað mun fólki, 100 árum héðan í frá, finnast athyglisvert við okkar tíma? Hvað af því sem okkur þykir núna eðlilegt gæti jafnvel þótt ámælisvert eftir 100 ár?
Spurningar sem ég mun leitast við að svara í fyrirlestrinum
- Getum við skiptum um skoðun?
- Er einhvað meitlað í stein? Er til sönn þekking?
- Erum við alvitur? Okkar skoðanir eru jú alltaf þær réttu, ekki satt?
- Er allt rétt sem okkur vitrari menn segja? Erum við auðtrúa?
- Er hreinlega gerlegt fyrir okkur að samþykkja upplýsingar sem ganga þvert á fyrri þekkingu okkar?
- Erum við með rökhugsun? Trúum við öllu sem okkur er sagt?
„Fyrst hunsa þeir þig, svo hlægja þeir að þér, síðan berjast þeir á móti þér, að endingu vinnur þú“ Gandhi
Helsti ávinningur af námskeiðinu
- Aukin trú á veröldina og þjóðfélagið sem við búum í.
- Betri innsýn í það hvert veröldin okkar er raunvörulega að þróast þegar þekking er annars vegar.
- Að þátttakendur líti framtíðina björtum augum.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund með umræðum í lokin.
Fyrir hverja
Ef þið viljið bjóða upp á einhvern allt öðruvísi fyrirlestur fyrir starfsfólk ykkar þá er þetta fyrirlestur sem kemur skemmtilega á óvart og gerir fólk jafnvel orðlaust.
Viðhorf okkar til öryggismála
Markmið
Að hvetja þátttakendur til að hugsa út í öryggismál í víðara samhengi á sínum vinnustað og að fólk tengi sig við þær öryggisreglur sem almennt eru í gildi í þjóðfélaginu og á vinnustaðnum.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Að fá fólk til að hugsa viðhorf sitt til öryggis, verkferla og samvinnu á vinnustað
- Settur er fram samanburður við fjallamennsku og það öryggi og öryggisreglur sem þá þarf að hafa að leiðarljósi
- Hvernig getur viðhorf fólks ráðið úrslitum þegar öryggismál eru annars vegar?
- Eftirfarandi spurningum er jafnframt velt upp:
- Hvað finnst mér um öryggi?
- Hvernig ætla ég að bregðast við þessum reglum?
- Skipta reglur máli…?
- Hvernig tengjast slys á fjöllum öryggisreglum á vinnustað?
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Aukin vitund um það að slys geta hent alla, alls staðar og hvenær sem er.
- Að þátttakendur tengi sig við mikilvægi öryggismála og að öryggisreglur eigi líka við um þá, en ekki bara þá sem hafa lent í slysum.
- Að stuðlað verði að fækkun slysa á vinnustöðum, enda er líf án slysa líf sem allir kjósa sér.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg. Hafið endilega samband varðandi lengd á námskeiðinu.
Fyrir hverja
Námskeiðið er hugsað fyrir stærri framleiðslufyrirtæki, spítala, heilbrigðisstofnanir, tryggingafélög og önnur fyrirtæki sem hafa öryggi starfsmanna eða viðskiptavina að leiðarljósi.
Heimur batnandi fer
Markmið
Að varpa ljósi á þróun okkar mannfólksins hérna á jörðinni. Hver er staðan? Í hvaða átt stefnum við? Erum við að bæta okkur og ef svo er þá á hvaða sviðum?
Skiptir máli að hafa trú á veröldinni sem við búum í? Ég tel svo vera. Megin markmið þessa fyrirlesturs er að benda á það góða og jákvæða sem er allt í kringum okkur, hluti sem við tökum kannski ekki eftir dagsdaglega.
Að hafa starfsfólk sem hefur trú á að þjóðfélagið sem það býr í stefni í rétta átt getur gert góðan vinnustað enn betri. Markmið fyrirlestrarins er ekki að vera nein sérstök lofræða heldur raunsætt mat á veröldinni sem við búum í.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Bölsýnisspár: Höfum við ekki flest öll hlustað á fyrirvaralausar spár um aukna fátækt, væntanlegar hungursneyðir, farsóttir í aðsigi, göt á ósonlaginu, súrt regn sem eyðilegði skóga, vötn og höf, og Y2K-aldamótatölvuveirur en hvað af þessu hefur ræst?
- Erum við orðin hörmungafíklar? Ef svo er, þá hvers vegna og hvað getum við gert til að spyrna við fótum?
- Getur verið að það dragi úr fólksfjölgun vegna minni ungbarnadauða?
- Hvað hefur áunnist í heiminum frá iðnbyltingunni annað en að konur hafa öðlast kosningarétt?
- Hvaða sýn höfum við á veröldina og hvaðan kemur þessi sýn? Hvaða áhrif hefur „framboðshlutdrægni“ á þessa sýn okkar?
- Hvernig hefur glæpatíðni verið að þróast í heiminum okkar?
- Hvernig hefur þróunin verið á fátækt, hungri, ungbarnadauða, læsi og lífslíkum í heiminum okkar?
- Hvernig tökum við á móti upplýsingum, frá t.d. fjölmiðlum?
- Skoðum jákvæðar þjóðfélagsbreytingar.
Helsti ávinningur af námskeiðinu
- Aukin trú á veröldina og þjóðfélagið sem við búum í.
- Betri innsýn í það hvert veröldin okkar er raunvörulega að þróast.
- Betri innsýn í eigin hugsanir og langanir.
- Að þátttakendur líti framtíðina björtum augum.
Lengd
Lengd námskeiðs er tvær klukkustundir með umræðum í lokin.
Fyrir hverja
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.
Ef þið viljið bjóða upp á einhvern allt öðruvísi fyrirlestur fyrir starfsfólk ykkar þá er þetta fyrirlestur sem kemur skemmtilega á óvart og gerir fólk jafnvel orðlaust.
Opinn hugur og að skipta um skoðun
Markmið
Að átta sig á hvað það er mikilvægt að vera með opinn huga og hversu óeðlislægt það er manninum í raun að vera með opinn huga.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Þrjú þrep þekkingaröflunar.
- Hversu oft á ævinni skiptum við um skoðun, raunverulega? Er þroskamerki að skipta um skoðun?
- Getur verið að heilu þjóðfélögin hafa skipt um skoðun?
- Sagt er: „Allir vilja vaxa, en enginn vill breytast.“ Nietzsche sagði síðan „Höggormurinn sem ekki hefur hamskipti deyr. Sama á við um huga sem er fyrirmunað að skipta um skoðun: hann hættir að vera til“. Hvað getur þetta þýtt fyrir okkur?
- Ein af forsendum opins hugarfars er að átta sig á að til að vera með opinn huga þá þarf maður að skipta um skoðun og ef maður skiptir um skoðun þá hefur þú væntanlega haft „rangt“ fyrir þér.
- Hvað þýðir að vera með opinn huga? Þýðir það að við eigum að trúa öllu sem við heyrum eða eigum við að vera opin fyrir hugmyndum sem ganga þvert á þekkingu okkar og skoðun?
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Aukin innsýn inn í hversu mikilvægt er að ástunda opið hugargar gagnvart lífi okkar.
- Betri innsýn inn í það hvert veröld okkar er raunvörulega að þróast þegar búið er að sía í burtu sjálfgefna stillingu á neikvæðni í fréttaflutningi.
- Eykur forvitni, því þegar fólk sér hversu margbreytilegur heimurinn er, þá opnast nýjar víddir í þekkingaröflun.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er 40 mínútur.
Fyrir hverja
Ef þið viljið bjóða upp á einhvern allt öðruvísi fyrirlestur fyrir starfsfólk ykkar þá er þetta fyrirlestur sem kemur skemmtilega á óvart og gerir fólk jafnvel orðlaust.
Hver er ég? Hvaðan koma skoðanir mínar?
Markmið
Að gera þátttakendum kleift að nálgast sinn innri mann.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hjá börnum er talað um „Hugarkenningu“ (e. Theory of Mind) en það er þegar börn átta sig á að það hafi ekki allir sömu skoðun og þau sjálf. Þetta gerist um 4 ára aldur. Þegar við verðum fullorðinn, þá er þetta kallað „sjálfhverfa skekkjan“ (e. Egocentric Bias). Skoðum hvað þetta getur þýtt í okkar daglega lífi.
- Ert þú undantekning eða fylgir þú fjöldanum? Hvað getur „sjálfhverfa skekkjan“ sagt okkur og kennt um þetta?
- Ferlið: Umræður og að setja hlutina í stærra samhengi. Að átta sig á að það skiptir máli í hvaða átt hlutirnir eru að fara.
- Getur verið að það sé ákveðið við fæðingu hvað við kjósum?
- Carl Jung sagði „Fólk hefur ekki skoðanir, skoðanir eiga fólk.“ Þessi setning hljómar ekki flókin né djúphugsuð en þó vilja menn meina að í henni felist meiri sjálfsþekking en í nokkurri annarri setningu.
- Skoðum „unconscious bias“ og “implicit egotism”.
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Innri hugarró þar sem aukin sjálfsþekking leiðir til þess að þú tengir betur við þinn innri mann.
- Auðveldar ákvarðanatöku með aukinni tenginu við þinn innri mann.
- Þú stefnir markvissar á það sem þú vilt eyða tíma þínum í.
- Aukin tilgangur með lífinu.
Lengd
40 mínútur.
Fyrir hverja
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.
Trúum við flestu sem við sjáum og heyrum?
Markmið
Framboð upplýsinga hefur aldrei verið jafnmikið í sögu heimsins. Í þessum fyrirlestri skoðum við hver sjálfgefna stillingin okkar er á nýjar upplýsingar og hvernig við getum síað út „réttar“ upplýsingar.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hvernig við móttökum upplýsingar og vinnum úr þeim.
- Við skoðum hugsanaskekkjur eins og framboðshlutdrægni og staðfestingarskekkjuna.
- Við skoðum „Mere-Exposure effect“.
- Eftir því sem þú heyrir ákveðnar upplýsingar oftar, því líklegra er að þú trúir þeim. Getur það verið rétt og þá, hvers vegna?
- Við skoðum „hugarkenningu“ (e. Theory of Mind) og „sjálfhverfu skekkjuna“ (e. Egocentric Bias) og hvað þær geta þýtt í okkar daglega lífi og þar af leiðandi nýst okkur.
- Skoðum geislabauga áhrifin (e. Halo Effect & Horn Effect)
- Við skoðum „sjálfgefnu stillinguna“ þegar þarf að meta hverju á að trúa (e. Truth-Default Theory)
- Við skoðum Mirror Neurons (Gandhi Neurons)
- Við skoðum „hugsanaflýtileiðir“ (mental shortcuts).
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Aukin sjálfsþekking á hvernig við umgöngumst upplýsingar.
- Aukin innsýn í eitt flóknasta fyrirbrigði heimsins, mannshugann.
- Aukinn skilningur á veröldinni sem við búum í.
- Aukin hæfini í að greina á milli rökhugsunar og sjálfgefinna stillinga sem geta verið að rugla okkur í ríminu.
Lengd
40 mínútur.
Fyrir hverja
Ef þið viljið bjóða upp á einhvern allt öðruvísi fyrirlestur fyrir starfsfólk ykkar þá er þetta fyrirlestur sem kemur skemmtilega á óvart og gerir fólk jafnvel orðlaust.
Lengri námskeið
Í þessum flokki eru lengri námskeið sem eru til þess ætluð að gefa fólki tækifæri á að vinna í markmiðum sínum og lífsgildum, hvort sem það eru markmið tengd næringu, vinnu eða lífinu sjálfu.
Framúrskarandi þjónusta, hvernig
Markmið
Að þátttakendur átti sig á því hvaðan góð þjónusta kemur og séu meðvitaðir um hvaða hugarfarsbreytingar þurfa að eiga sér stað til að hægt sé að veita framúrskarandi þjónustu. Að þátttakendur séu meðvitaðir um að námskeiðinu loknu hvaða þýðingu það hefur að veita framúrskarandi þjónustu og hvernig best sé staðið að henni.
Stutt lýsing á námskeiðinu
Námskeiðið er þrískipt:
Hluti 1 – fyrirlestur: Farið í hvaða grunnhugarfar og starfsumhverfi þarf að vera til staðar svo að fyrirtæki geti veitt framúrskarandi þjónustu.
Hluti 2 – hópavinna: Í hópavinnunni verður unnið með spurningar sem tengjast framúrskarandi þjónustu og starfsumhverfi þeirra sem sinna þjónustustörfum. Athugið, hvaða spurningar nákvæmlega unnið verður með, verður gert í samvinnu við hvert og eitt fyrirtæki fyrir sig.
Hluti 3 – fyrirlestur: Fyrirlestur sem tekur á því helsta sem fólk í þjónustustörfum þarf að vera meðvitað um til að þjónusta þess verði framúrskarandi.
Lengd
Lengd hvers hluta fyrir sig er u.þ.b. ein klukkustund og heildartími námskeiðs þrjár klukkustundir.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Að þátttakendur verði meðvitaðir um mikilvægi þess að veita góða þjónustu og hvað sé mikilvægast þegar góð þjónusta er annars vegar.
- Hvað er þjónusta sem fer fram úr væntingum viðskiptavinarins?
- Hver er munurinn á ánægðum og tryggum viðskiptavini?
- Farið verður í gegnum helstu þrepin til að takast á við ósáttan (reiðan) viðskiptavin.
- Samfélagsmiðlar og snjallsímar hafa á skömmum tíma umbylt starfsumhverfi fyrirtækja sem starfa í þjónustu. Líkt og svo margt annað, hefur það kosti og galla. Við veltum fyrir okkur hverjir þeir eru.
- Farið yfir framkomu starfsfólks, hvað má nefna og hvað ekki?
- Hvernig geta fyrirtæki í þjónustu veit framúrskarandi þjónustu? Og þar með áunnið sér trygga viðskiptavini.
- Hverjir eru helstu kostir framúrskarandi þjónustu?
- „Það eru ekki viðskiptavinirnir sem búa til sögur um fyrirtækið þitt, það eru starfsmennirnir sem gera það.“
Helsti ávinningur af námskeiðinu
- Að starfsfólk átti sig betur á því hvað felst í framúrskarandi þjónustu og hvað hún getur gert fyrir fyrirtæki sem starfa í þjónustugeiranum.
- Ánægðari viðskiptavinir.
- Ánægðara starfsfólk.
Fyrir hverja
Námskeiðið hentar öllum þeim þjónustuaðilum sem vilja veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Þetta námskeið getur því hentaði fyrirtækjum, stofnunum og skólum, svo dæmi séu tekin.
Er gaman í vinnunni
Markmið
Að auðvelda samskipti á vinnustað og gera þau opnari, líflegri og skemmtilegri. Að vekja fólk til umhugsunar um viðhorf sitt til vinnunnar og hvernig það talar og kemur fram hvert við annað. Námskeiðið er umfram allt skemmtilegt, persónulegt og gagnlegt. Markmiðið er einnig að nota aðferðirnar til að taka á samskiptaerfiðleikum og vandamálum, ef slíkt er fyrir hendi á vinnustaðnum.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Lítum til samskipta og viðhorfs almennt. Hvernig á að taka á ágreiningsmálum?
- Flestir gera sér einhverja grein fyrir styrkleikum sínum og veikleikum í mannlegum samskiptum. En gerum við okkur grein fyrir því hvernig framkoma okkar virkar á samstarfsfólk okkar?
- Hvernig getum við forðast slúður og baktal á vinnustöðum? Hver er oft á tíðum grunnástæðan fyrir baktali? Hvernig á að takast á við baktal sem nú þegar er komið af stað?
- Hvers vegna er það svona erfitt fyrir okkur að biðjast afsökunar ef okkur verða á mistök?
- Sagt er að skilnaðartíðni sé í kringum 40% en hvað getum við gert á vinnustöðum? Þú getur ekki „skilið við“ samstarfsfólkið. Hvað er þá til ráða þegar samskipti fara í hnút?
Helsti ávinningur af námskeiðinu
- Fólk sér samskiptin í nýju ljósi og skynjar betur eigin ábyrgð og hlutverk í þessum samskiptum. Námskeiðið auðveldar starfsmönnum að fyrirbyggja neikvæð samskipti og brjóta upp óásættanlegt mynstur í samskiptum til að koma í veg fyrir stigmögnun.
- Að þátttakendur sjái hvernig oft er hægt að snúa erfiðri stöðu sér í hag í mannlegum samskiptum.
- Aukið sjálfstraust og lífshamingja á vinnustað og fólk upplifir eflingu og vinnugleði í kjölfarið.
- Að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina á sínum vinnustað.
Lengd og dagskrá
Lengd námskeiðsins er þrír tímar og gróflega er dagskráin svona: Fyrst er fyrirlestur um viðhorf og jákvæðni á vinnustað, síðan tekur við hópavinna og að lokum er fyrirlestur um samskipti á vinnustað.
Varðandi hluta tvö, þá er hann ákveðin vinnustaðagreining. Starfsfólkinu er skipt upp í vinnuhópa þar sem unnið er með spurningar sem taka á hinum ýmsu þáttum starfsins. Þegar hóparnir hafa lokið sinni vinnu þá koma allir saman og ræða niðurstöðu hópavinnunnar. Námskeiðshaldarinn tekur þá saman allar niðurstöður og sendir viðkomandi yfirmanni í tölvupósti. Upp úr þessari vinnu má síðan búa til, sem eftirfylgni, samskiptareglur fyrir vinnustaðinn.
Samskiptareglurnar sjálfar geta verið í tvenns konar formi. Annars vegar sem bæklingur þar sem farið er t.d. yfir nokkuð nákvæmlega virka hlustun, endurgjöf, hrós, ágreiningsmál, baktal, liðsheild, einelti, kynferðislegt áreiti og jákvætt viðhorf. Hins vegar væri um að ræða samskiptareglur á einblöðungi, sem t.d. væru hengda upp á vegg á kaffistofu starfsfólksins.
Allt þetta er byggt á niðurstöðum hópavinnunnar.
Fyrir hverja
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða stofnanir eða deildir innan þeirra þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.
Á líka einstaklega vel við á erfiðum stundum. Það geta verið vissir álagsþættir vegna eðlis starfsins, eitthvað í samskiptum stjórnenda og undirmanna eða í innbyrðis samskiptum hjá þeim sem starfa náið saman. Stundum er ekkert sérstakt að en vantar meiri vinnugleði og áhuga.
Öllum vopnum beitt
Markmið
Þetta námskeið snýst um atvinnuleit. Nafnið „Öllum vopnum beitt“ bendir til þess að notast verði við þekktar aðferðir í bland við nýjar og frumlegar til að aðstoða atvinnuleitendur að fá draumastarf sitt.
Fyrirlestur: Öflugri atvinnuleit
Markmið
Að þátttakendur átti sig á hvernig atvinnuleit hefur breyst undanfarin ár og hvaða áhrif þessar breytingar hafa á atvinnuleit í dag.
Meðal þess sem farið verður yfir:
- Gögn sem þú sendir atvinnurekanda um sjálfan þig eru fyrstu kynni hans af þér, og því eitt mikilvægasta skrefið í atvinnuleitinni. Hvaða lykilatriði þurfa hérna að vera í lagi til að þú fáir atvinnuviðtal?
- Farið verður í gegnum hvað á heima og hvað ekki í ferilskrá og kynningarbréfi.
- Þarf kynningarbréf að vera með eða er ferilskrá nóg?
- Hvað eiga ferilskrár og kynningarbréf að vera löng?
- Hvað þurfum við að eiga margar útgáfur af kynningarbréfi?
- Hvað er það í raun sem vinnuveitandinn er að leita eftir?
- Hvað er átt við með þegar sagt er að Google sé nýja ferilskráin þín?
- Þurfa atvinnuleitendur að vera á Linkedin?
- Hvað ber að hafa í huga varðandi Facebook og aðra samfélagsmiðla þegar atvinnuleit er annars vegar?
- Hvað getur þýtt að hugsa út fyrir boxið í atvinnuleit?
- Hvað ræður úrslitum við atvinnuleit?
Fyrirlestur: Tengslanet
Markmið
Stundum er sagt að við Íslendingar gætum verið duglegri í að nýta okkur tengslanet. En hvað þýðir það nákvæmlega. Markmið með þessum hluta námskeiðsins er að varpa ljósi á það.
Meðal þess sem farið verður yfir:
- Hvers vegna skiptir tengslanet máli?
- Hverjir geta mögulega verið í þínu tengslaneti?
- Hvernig förum við að því að virkja tengslanetið?
- Er munur á tengslaneti og klíku?
- Skiptir máli hvernig við orðum hlutina þegar við nýtum okkur tengslanet okkar?
Fyrirlestur: Líkamstjáning
Markmið
Stundum heyrir maður að hið talaða mál sé einungis lítið brot af tjáskiptum okkar! Fjölmargar rannsóknir segja til dæmis að:
- 55% sé líkamstjáning.
- 35% sé tóntegund/styrkur/talhraði.
- 10% séu orðin sem við raunverulega notum…
Út frá þessu má segja að líkamstjáning sé mjög mikilvæg og þegar atvinnuviðtalið er annars vegar þá geti hún hreinlega ráðið úrslitum. En hvað þýðir þetta nákvæmlega? Markmið með þessum hluta er að varpa ljósi á það.
Meðal þess sem farið verður yfir:
- Lögð verður áhersla á hvernig líkamstjáning (e. Body Language) skilar mestum og bestum árangri í atvinnuviðtalinu ásamt öðrum praktískum hlutum.
- Hvers vegna skipta fyrstu orðin sem þú segir í atvinnuviðtalinu mestu máli?
- Hvernig er best að halda réttu augnsambandi í gegnum atvinnuviðtalið?
- Hvernig tryggir maður að fyrstu kynni verði góð?
- Hvernig koma „Halo Effect“ inn í fyrstu kynni?
- Hvernig er „rétt“ handaband og hversu miklu máli skiptir að það sé traust?
- Hvernig getur maður notað sér „speglun“ í atvinnuviðtalinu?
Fyrirlestur: Atvinnuviðtalið
Markmið: Sumir landa atvinnuviðtali aftur og aftur en samt fá þeir ekki starf fyrr en seint og síðar meir. Hvernig stendur á því? Farið verður yfir öll trikkin í bókinni til að tryggja sem besta útkomu í atvinnuviðtalinu.
Meðal þess sem farið verður yfir:
- Hvaða máli skiptir hegðun eða viðhorf umsækjanda í atvinnuviðtalinu?
- Hvað má alls ekki tala um í atvinnuviðtalinu?
- Hvaða spurning kemur í öllum atvinnuviðtölum?
- Hvað er hin fræga „lyfturæða“ (e. elevator speech) og hvernig nýtist hún í atvinnuviðtalinu?
- Þarft þú að spyrja spurninga í atvinnuviðtalinu?
- Hvernig tengist V merkið atvinnuviðtali?
- Hvaða aðferð er best til að koma í veg fyrir stress í atvinnuviðtalinu?
- Hvernig svarar þú óþægilegu spurningunum í atvinnuviðtalinu?
- Á maður að biðja um starfið í lok viðtalsins?
- Hver eru algengustu mistökin í atvinnuviðtalinu?
- Hvað er AHHA aðferðin sem atvinnurekendur nota?
- Hvenær og hvernig er best að semja um laun?
- Hver er regla númer 1, 2 og 3 varðandi launaumræðu í atvinnuviðtölum?
- Hvernig svarar þú spurningum um hluti sem þú veist ekkert um í atvinnuviðtali?
HELSTI ÁVINNINGUR AF NÁMSKEIÐINU:
- Aukið sjálfstraust í atvinnuleit.
- Aukin bjartsýni á að finna starf við hæfi.
- Tilhlökkun til að takast á við atvinnuviðtalið.
- Yfirsýn yfir allt það sem getur stuðlað að því að þú finnir draumastarfið.
LENGD: Tvö skipti, 3 tímar í hvort sinn. Samtals 6 klukkustundir.
FYRIR HVERJA: Alla sem eru í atvinnuleit.
Borðað í 10.000 ár
Markmið
Námskeiðið tekur á mataræði með annarri nálgun en venja er og hvernig betra mataræði heldur okkur heilum heilsu til framtíðar, bæði andlega og líkamlega. Markmiðið er að þátttakendur tileinki sér betra mataræði og öðlist þar með bætta heilsu til framtíðar.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Er meiri vinna að borða hollt en óhollt?
- Hver er í raun grunnurinn að okkar mataræði?
- Hvað er hollt og hvað er óhollt?
- Eru mjólkurvörur góðar fyrir þig?
- Hvað eru flestir næringarsérfræðingar sammála um þegar næring er annars vegar?
- Hvað fáum við út úr breyttu mataræði annað en lægri tölu á vigtinni?
- Er öll fita óholl eða kannski holl?
- Hvers vegna þekkist ekki beinkröm í Asíu?
- Hver er möguleg orsök flestra okkar kvilla?
- Hvaða áhrif hafa áhyggjur og stress á líkamlega heilsu okkar?
- „Fólk veit oft á tíðum hvað má borða og hvað ekki en getur ekki farið eftir því! Hvað er til ráða?”
- Hvernig getum við kennt börnunum okkar að borða rétt? Mega þau velja sjálf eða berum við ábyrgð á því að beina þeim í rétta átt?
- Hippocrates sagði fyrir 2.500 árum; „Látið matinn vera lyfin ykkar og lyfin vera matinn ykkar.”
Helsti ávinningur af námskeiðinu
- Að greina á milli hvað er hollt og hvað er óhollt þegar út í búð er komið.
- Að það er ekki allt sem sýnist þegar hollt mataræði er annars vegar.
- Að það að borða hollt og stunda heilbrigðan lífsstíl þarf ekki að vera jafn erfitt og flókið og fólk heldur.
Lengd
Hafið endilega samband varðandi lengd á námskeiðinu.
Fyrir hverja
Námskeiðið hentar vel fyrir alla sem hafa áhuga á heilbrigðum lífsstíl. Jafnframt hentar það sérstaklega vel fyrir fyrirtæki, ráðuneyti eða stofnanir, til dæmis áður en heilsueflingu er ýtt úr vör á vinnustaðnum.
Að ná árangri í atvinnuleit
Markmið
Námskeiðið sýnir þátttakendum fram á að jákvætt viðhorf eykur ekki einungis stórlega líkurnar á að fá vinnu, heldur gerir það lífið mun auðveldara og hamingjuríkara.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Hvað ræður úrslitum við atvinnuleit?
- Hvaða máli skiptir hegðun eða viðhorf umsækjanda í atvinnuviðtalinu?
- Getur vani eða vandfýsni orðið þess valdandi að fólk fái ekki vinnu?
- Hvað er til ráða fyrir þá sem hafa gefist upp?
- Skiptir breytt og betra viðhorf einhverju máli?
- Áhrif þess að sjá tækifærin í stöðunni frekar en að einblína á neikvæðu hliðarnar.
- Hvernig getur fólk öðlast hamingjuríkt líf til framtíðar?
- Hvaða leiðir eru vænlegar til árangurs?
- Framkoma í atvinnuviðtali.
Helsti ávinningur af námskeiðinu
- Að hafa aukið sjálfstraust í atvinnuviðtalinu.
- Að tileinka sér jákvætt viðhorf.
- Að horfa bjartari augum til framtíðar.
- Að auka líkurnar á því að fá starf við sitt hæfi.
- Að gera ferilskrá og kynningarbréf.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg. Hafið endilega samband varðandi lengd á námskeiðinu.
Fyrir hverja
Námskeiðið er hugsað fyrir atvinnuleitendur á öllum aldri.
Að nýta bestu á ævinnar
Nú er tíminn til að uppskera! Hversu lengi höfum við ekki látið okkur dreyma um allt það sem við ætluðum að gera þegar við hættum að vinna. Þetta námskeið snýst um að lifa og læra að lifa lífinu lifandi. Nú er um að gera að framkvæma og njóta og því ætlum við að skoða ýmis atriði varðandi markmiðasetningu, næringu, hugarfar og ýmislegt sem lítur að fjármálum.
Markmið
Þetta námskeið snýst um að lifa og læra að lifa lífinu lifandi. Námskeið snýst ekki um það hvernig á að deyja á sem hagkvæmastan og þægilegastan hátt. Lífið er til að lifa því og þess vegna snýst þetta námskeið um að lifa.
Markmiðið er að þátttakendum verði ljós flest þau tækifæri sem bíða þeirra hvort sem er varðandi næringu, hugarfar eða það sem lítur að peningum og fjárhagsstöðu fólks.
Almennt séð er markmið námskeiðsins að vera grunnur þekkingar um þá möguleika og valkosti sem þessi tímamót bjóða uppá. Gildir þá einu hvort um er að ræða andlegu, líkamlegu eða fjárhagslegu hliðarnar.
Fyrirkomulag námskeiðsins er þrískipt:
Hluti 1: Líkaminn, heilsan og næring
- Er meiri vinna að borða hollt en óhollt?
- Hver er í raun grunnurinn að okkar mataræði?
- Er öll fita óholl eða kannski holl?
- Hvers vegna á helst að nota Extra Virgin olíur?
- Hvaða olíur henta best til að steikja upp úr?
- Erum við að fá alltof mikið af omega-6 fitusýrum?
Lengd á hluta 1:
1 skipti í 3 klukkutíma
Hluti 2: Réttindi og sérkjör
Farið er yfir það helsta sem viðkemur sparnaði, almennum og séreignasparnaði og hvaða greiðslna má vænta frá Tryggingarstofnun.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Áhrif verðbólgu, vaxta, krónunnar og skatta á sparnað.
- Öryggi sparnaðarkosta í dag
- Árangur í ávöxtun – nokkrar gagnlegar þumalputtareglur
- Hvernig er best að höndla séreignarsparnað, taka hann út og borga niður lán eða…
- Hvaða réttindi fylgja því að vera kominn á eftirlaun.
- Hvaða afslættir standa til boða, í verslunum, á þjónustu og í tómstundastarfi.
Í hluta 2 er leitast við eins og frekast er unnt að fá sérfróða gestafyrirlesara þar sem það er talið henta.
Lengd á hluta 2:
1 skipti í 3 klukkutíma.
Hluti 3: Hugarfar og viðhorf
- Hvað skiptir mestu máli til lifa lífinu til hins ítrasta til 100 ára aldurs eða lengur?
- Að vera STOLTUR af þessum stóru og skemmtilegu tímamótum eftir ötula starfsævi.
- Hvernig er hægt að viðhalda sem bestri og mestri heilastarfsemi svo lengi sem maður lifir?
- Hver erum við? Meðan við vinnum og erum spurð hvað við gerum, þá er svarið; læknir, framkvæmdastjóri, bílstjóri, verkstjóri og svo framvegis – en hvað erum við þá þegar við hættum að vinna, hver er þá sjálfsmynd okkar?
- Hvaða tala er aldur og hvað segir hún okkur? Er aldur afstæður?
- Helstu mýtur/goðsagnir varðandi aldur eru skoðaðar.
- Kraftur þess að sleppa taki á fortíðinni.
- Hvernig á að byggja upp jákvætt viðhorf?
- Hvað myndir þú reyna núna ef þú vissir að það gæti ekki mistekist?
- Hvað fær þig til að vera á lífi, hvað gefur þér tilgang?
- Eigum við að “vinna” eins lengi og við getum?
- Hvað myndir þú gera í þínu lífi í dag… …ef þú vissir ekki hvað þú værir gamall eða gömul?
- Lengd á hluta 3: 1 skipti í 3 klukkutíma.
- “Við hættum ekki að leika okkur af því að við verðum gömul heldur verðum við gömul af því við hættum að leika okkur.“ George Bernard Shaw
Lengd á hluta 3:
1 skipti í 3 klukkutíma.
Helsti ávinningur af námskeiðinu
- Að þátttakendur líti bjartari augum á framtíðina.
- Meiri kjarkur til að takast á við lífið.
- Aukið sjálfstraust og lífshamingja.
- Aukinn persónulegur styrkur.
- Aukin hæfni í að takast á við mótlæti.
- Að læra að nýta sér skriflega markmiðasetning.
- Samtals lengd á námskeiðinu eru 9 klukkustundir.
Fyrir hverja
Fyrir alla sem eru á tímamótum í lífi sínu, sama á hvaða aldri það er.
Það sem fólk á tímamótum stendur frammi fyrir:
Verðum við „gömul“ og „deyjum“ vegna þess að við missum áhugann á lífinu? Missum við tilganginn til að lifa? Að hafa tilgang og markmið í lífinu er grunnur að því að lifa lífi sem verðugt er að lifa. Svo lengi sem við erum á lífi innra með okkur, þá verður líkami okkar ungur og fullur af lífi. Þegar ekkert gerir okkur spennt eða hleypir okkur kappi í kinn. Þegar við byrjum að deyja innan frá, vegna skorts á áhuga á lífinu, þá byrjar líkaminn að hrörna og deyja. Þegar okkur hlakkar ekki til morgundagsins og við notum mest af tímanum í að tala um gærdaginn, þá byrjum við að deyja. Þegar við hættum að æfa hugann og líkamann, slökkva þeir á sér hægt en örugglega. Margt fólk deyr bara af því að það er orðið „þreytt“. Því finnst eins og það hafi ekkert til að lifa fyrir, ekkert til að keppa að og klára… Það er engin „þjáning“ lengur og ef það er engin „þjáning“ þá er ekkert til að hlakka til.
Það sem við þurfum að gera er að finna nýja ástríðu, búa til nýja ástríðu eða viðhalda núverandi ástríðu. Við þurfum að fagna öllum dögum full af áhuga og spenningi og kveðja alla daga full af þakklæti og frið. Svo lengi sem við erum á lífi innra með okkur þá verður líkami okkar ungur og fullur af lífi. Fagnaðu lífinu og lífið mun fagna þér.
Þú ert allt sem til er
Þínar hugsanir, þitt líf, þínir draumar rætast
Þú ert allt sem þú velur að vera
Þú ert jafn takmarkalaus og hinn endalausi alheimur
Shad Helmstetter
Fjárfestu í lífinu - hver ertu og hvað viltu
Markmið
Námskeið til að kveikja í þeim sem eru á aldrinum 20 til 40 ára og vita jafnvel ekki nákvæmlega hvað þá langar helst að gera í leik og starfi.
Markmið námskeiðsins er að fá fólk til að velja. Hvað vilt þú gera við þitt líf? Ef þú ert hæfilega ánægður í vinnunni, veldu þá að finna nýja vinnu, eða fara í skóla. Eða veldu að vera áfram í viðkomandi vinnu í X langan tíma, gefa þessu tækifæri og sjá hvað skeður.
Jákvætt hugarfar, skýr framtíðarsýn og markmiðasetning er forsenda þess að við náum á áfangastað og hrindum því sem gera þarf í framkvæmd.
Meðal þess sem farið verður yfir
- Sjálfsþekking: Hver ert þú og hvað vilt þú? Hvað vilt þú standa fyrir í lífinu?
- Fjármál og sparnaður: Hvernig er best að byggja upp sparnað? Hverjar eru helstu hætturnar og algengustu mistökin?
- Markmiðasetning og hugarfarsbreyting til framkvæmda: Ert þú skipstjórinn á þínu skipi? Ert þú korktappi eða skipstjóri? Stjórnlaust skip þarf tilviljun til að komast í höfn. Að móta sér stefnu í lífinu og búa til aðgerðaáætlun. Að setja sér bæði starfstengd og persónuleg markmið.
- Hvernig getur lífið virkað? Hvernig virkar lífið í einfaldasta skilningi þess? Lögmál aðdráttaraflsins er skoðað og aðrar hugsanlegar leikreglur lífsins. Síðast en ekki síst, hvernig nýtum við leikreglurnar okkur til framdráttar?
- Heimur batnandi fer: Hvaða sýn höfum við á veröldina og hvaðan kemur þessi sýn? Hvaða áhrif hefur „framboðshlutdrægni“ á þessa sýn okkar?
- Ert þú sigurvegari í þínu lífi? Hvað hindrar okkur í því sem okkur langar til að gera? Hvað er það sem kemur í veg fyrir að við lifum takmarkalausu lífi, eða því lífi sem okkur dreymir og langar til að lifa? Hvernig setningin „að vera sigurvegari í sínu lífi” á við um ALLA og er ekki bundin við íþróttamenn.
- Hvatning og viðhorf: Að byggja upp jákvætt viðhorf til lífsins. Hver og einn ber ábyrgð á eigin viðhorfi til lífsins, innan og utan vinnu og er í lófa lagið að takast á við fyrirliggjandi verkefni með jákvæðum og opnum huga.
Helsti ávinningur af námskeiðinu
Þátttakendur á námskeiðinu munu að því loknu vera komnir með og búnir að læra að tileinka sér:
- Hvaða stefnu/markmið þau vilja helst setja sér í leik og starfi.
- Jákvætt viðhorf og aukið sjálfstraust til lífsins.
- Að horfa bjartari augum til framtíðar.
- Að þekkja helstu leikreglurnar lífsins og hvernig hægt er að nýta þær sér til framdráttar.
- Að láta óttann ekki stoppa sig í því sem okkar langar að gera.
- Hvað ber helst að hafa í huga varðandi fjármál, fjárfestingar og sparnað.
Fyrir hverja
Alla sem vilja skerpa á áherslum í lífi sínu, hvort sem það er í leik eða starfi.
Lengd
Þrjú skipti, 3 tímar í hvert sinn.