Almenn lýsing
Af nógu er að taka þegar kemur að fjallgöngum á Íslandi. Verkefnin eru stór og smá og þar getur hver sniðið sér stakk eftir vexti. Á höfuðborgarsvæðinu búum við svo vel að hafa hér fjölbreytt úrval fjalla til að takast á við. Helgafell fyrir ofan Hafnarfjörð, Úlfarsfellið og svo fjallið okkar í norðri, Esjan eru allt dæmi um verðug verkefni. Hver sveit hefur svo sín fjöll og sé ekki hefð fyrir gönguferðum er um að gera að koma slíkri hefð á. Ég hef kosið að flokka fjöllin í tvo aðalflokka og svo önnur fjöll þar sem af nógu er að taka.