Erfiðast að vera stuttorður

Það er sami kostnaður, eða nánast sá sami, hvort sem fyrirlestur er 30 mínútur eða tvær klukkustundir, enda alltaf erfiðast að vera stuttorður. Í þessu samhengi má minnast orða Winston Churchill þegar hann segir svo réttilega „Ef þú vilt fá mig til að tala í 2 mínútur, þá tekur undirbúningurinn 3 vikur. Ef þú vilt að ég tali í 30 mínútur, þá tekur undirbúningurinn viku. Ef ég á að tala í klukkustund, þá get ég gert það núna.“