Heilsan – örfyrirlestrar

Er sykur eitur eða orka?

Markmið

Að varpa ljósi á hvað er rétt og rangt í allri þeirri miklu umræðu sem núna á sér stað um sykur og magn sykurs í matvælum. Er sykur eins slæmur og af er látið?

Meðal þess sem farið er yfir

  • Hver er ástæða þess að sumir halda því fram að sykur sé eitur?
  • Hvaða sykur er „besti“ sykurinn og hver er þá mögulega „versti“ sykurinn fyrir okkur til að nota?
  • Er „háfrúktósa maíssýróp“ (high fructose corn syrup/HFCS) skaðvaldur eða bara eins og hver annar sykur?
  • Hvaða sætuefni ber að forðast og hvaða sætuefni er best að nota?
  • Er Agave síróp gott sætuefni eða kannski með því versta?
  • Hvað eiga Kellogg’s Special K og sígarettur sameiginlegt?
  • Er púðursykur hollari en hvítur sykur?
  • Hvað gerist í líkamanum þegar við fáum okkur sykur?
  • Hvernig tengist Richard Nixon óhóflegri sykurnotkun okkar í dag?
  • Hvering á að losna við sykurlöngun? Skoðum öll „trikkin“ í bókinni
  • Eigum við að treysta öllum vörum merktum græna skráargatinu?

Lengd

Örfyrirlestrar eru 20-30 mínútur.