Heilsan – örfyrirlestrar

Er öll fita óholl eða kannski holl?

Markmið

Að varpa ljósi á allt sem viðkemur fitum og hvað gagn og/eða ógagn fitur geta gert okkur.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Hversu hátt hlutfall af hitaeiningainntöku okkar kemur frá fitu og hversu hátt er æskilegt að þetta hlutfall sé?
  • Hvaða fitur, nákvæmlega, á maður að borða og hverjar ekki?
  • Er eldisfiskur og annar verksmiðjuframleiddur matur jafn hollur og sá náttúrulegi?
  • Eru Ketó- og lágkolvetnamataræði eitthvað sem vert er að skoða?
  • Hvers vegna skiptir máli að nota „Extra virgin“ olíur og hvað þýðir það að olía sé „Extra virgin“?
  • Hvaða fitu er best að steikja upp úr?
  • Hvað er málið með fræ- og grænmetisoliur sem innihalda mikið af Omega 6? Eru þær hollar eða ekki?
  • Skiptir hlutfallið milli Omega 3 og Omega 6 máli við neyslu okkar á fitu og ef svo er, hvert á hlutfallið að vera?

Lengd

Allir örfyrirlestrar eru 20 – 30 mínútur.