Heilsan – örfyrirlestrar

Áhrif hugsana á heilsu okkar

Markmið

Að varpa ljósi á samspil hugsana og líkamlegrar heilsu.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Hvaða áhrif hafa hugsanir okkar og viðhorf á líkamlega heilsu okkar?
  • Grísku heimsspekingarnir sögðu að það væri ekki hægt að aðskilja hugann og líkamann. Höfðu þeir rétt fyrir sér?
  • Hver er möguleg orsök flestra okkar kvilla?
  • Hvaða áhrif hafa áhyggjur og stress á líkamlega heilsu okkar?
  • Hvað getum við lært af Rolling Stones varðandi heilbrigði og hollustu?
  • Eru gönguferðir besta lækningaaðferð sem til er?
  • Getur verið að reiði og biturð hafi áhrif á meltinguna?
  • Hvað segir hin sænska Dr Åsa um langvarandi sársauka og verki?
  • Getur verið að það hvort við erum jákvæðir eða neikvæðir einstaklingar hafi áhrif á það hversu lengi við lifum? Hefur þetta jafnvel verið rannsakað?
  • Hvað þýðir „þakkarlabbitúr“ og skiptir máli hvort þú ert einn að ganga eða með öðrum?
  • Hvað sagði „Sænska rannsóknin“ um áhrif tilfinningalegs álags á karlmenn?
  • Hvernig tengist það að sýna góðvild líkamlegri heilsu okkar?
  • Skoðum rannsóknir Dr. Ted Kaptchuk á áhrifum lyfleysa (Placebo).
  • Hvað vill vinnusálfræðingurinn Kelly McGonigal meina að skipti höfuðmáli varðandi stress og er jafnvel hægt að gera stress að vini þínum?
  • Skoðum rannsóknir prófessor Ellen Langer sem var fyrsti kvenkyns sálfræðiprófessorinn við Harvard háskólann. Skoðum sérstaklega „Hjúkrunarheimilistilraunina“ og „Counterclockwise“ rannsóknina.

Lengd

Örfyrirlestrar eru 20-30 mínútur.