Að ná árangri í atvinnuleit
Markmið
Námskeiðið sýnir þátttakendum fram á að jákvætt viðhorf eykur ekki einungis stórlega líkurnar á að fá vinnu, heldur gerir það lífið mun auðveldara og hamingjuríkara.
Meðal þess sem farið er yfir
- Hvað ræður úrslitum við atvinnuleit?
- Hvaða máli skiptir hegðun eða viðhorf umsækjanda í atvinnuviðtalinu?
- Getur vani eða vandfýsni orðið þess valdandi að fólk fái ekki vinnu?
- Hvað er til ráða fyrir þá sem hafa gefist upp?
- Skiptir breytt og betra viðhorf einhverju máli?
- Áhrif þess að sjá tækifærin í stöðunni frekar en að einblína á neikvæðu hliðarnar.
- Hvernig getur fólk öðlast hamingjuríkt líf til framtíðar?
- Hvaða leiðir eru vænlegar til árangurs?
- Framkoma í atvinnuviðtali.
Helsti ávinningur af námskeiðinu
- Að hafa aukið sjálfstraust í atvinnuviðtalinu.
- Að tileinka sér jákvætt viðhorf.
- Að horfa bjartari augum til framtíðar.
- Að auka líkurnar á því að fá starf við sitt hæfi.
- Að gera ferilskrá og kynningarbréf.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg. Hafið endilega samband varðandi lengd á námskeiðinu.
Fyrir hverja
Námskeiðið er hugsað fyrir atvinnuleitendur á öllum aldri.