Jákvæðni og viðhorf

Að brjóta múra mannlegra hamla og takmarkana

Markmið

Fyrirlestrinum er ætlað að hjálpa fólki að virkja þann kraft sem býr innra með því. Jafnframt að stuðla að því að fólk leggi meira af mörkum með einföldum viðhorfsbreytingum og nýrri sýn á getu sína og hæfileika.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Hvað er það sem hamlar okkur?
  • Hvað er það sem kemur í veg fyrir að við lifum takmarkalausu lífi, eða því lífi sem okkur dreymir og langar til að lifa?
  • Hvað hindrar okkur í því sem okkur langar til að gera?
  • Hvernig getum við tekið stefnuna á hamingjusamara líf með því að líta á möguleika okkar og hætt að stjórnast af hömlunum og takmörkunum á okkar eigin getu? Tökum stjórn á lífi okkar.
  • Tökum stefnuna á betra líf sem gefur okkur meira og gerir okkur kleift að gefa meira af okkur.
  • Setjum okkur í fyrsta sæti. Beitum hugarfari okkar til að öðlast þá trú á okkur sem við eigum skilið.
  • Hvaða þættir geta tafið árangur?
  • Lítum til samskipta og viðhorfs almennt.
  • Leitum leiða til að framkvæma hluti á þann hátt sem gefur okkur mesta lífshamingju.

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Betri innsýn í eigin hugsanir og aukinn kjarkur til að takast á við lífið.
  • Aukið sjálfstraust og aukinn persónulegur styrkur.
  • Skilningur á því að það eina sem í raun stoppar okkur eru okkar eigin hugsanir.
  • Meiri lífshamingja.

Lengd

Lengd fyrirlestrar er ein til tvær stundir.

Fyrir hverja

Alla sem vilja láta drauma sína rætast og læra um mátt hugans.