Annað áhugavert

Opinn hugur og að skipta um skoðun

Markmið

Að átta sig á hvað það er mikilvægt að vera með opinn huga og hversu óeðlislægt það er manninum í raun að vera með opinn huga.

Meðal þess sem farið er yfir

  • Þrjú þrep þekkingaröflunar.
  • Hversu oft á ævinni skiptum við um skoðun, raunverulega? Er þroskamerki að skipta um skoðun?
  • Getur verið að heilu þjóðfélögin hafa skipt um skoðun?
  • Sagt er: „Allir vilja vaxa, en enginn vill breytast.“ Nietzsche sagði síðan „Höggormurinn sem ekki hefur hamskipti deyr. Sama á við um huga sem er fyrirmunað að skipta um skoðun: hann hættir að vera til“. Hvað getur þetta þýtt fyrir okkur?
  • Ein af forsendum opins hugarfars er að átta sig á að til að vera með opinn huga þá þarf maður að skipta um skoðun og ef maður skiptir um skoðun þá hefur þú væntanlega haft „rangt“ fyrir þér.
  • Hvað þýðir að vera með opinn huga? Þýðir það að við eigum að trúa öllu sem við heyrum eða eigum við að vera opin fyrir hugmyndum sem ganga þvert á þekkingu okkar og skoðun?

Helsti ávinningur af námskeiðinu

  • Aukin innsýn inn í hversu mikilvægt er að ástunda opið hugargar gagnvart lífi okkar.
  • Betri innsýn inn í það hvert veröld okkar er raunvörulega að þróast þegar búið er að sía í burtu sjálfgefna stillingu á neikvæðni í fréttaflutningi.
  • Eykur forvitni, því þegar fólk sér hversu margbreytilegur heimurinn er, þá opnast nýjar víddir í þekkingaröflun.

Lengd

Lengd fyrirlestrar er 40 mínútur.

Fyrir hverja

Ef þið viljið bjóða upp á einhvern allt öðruvísi fyrirlestur fyrir starfsfólk ykkar þá er þetta fyrirlestur sem kemur skemmtilega á óvart og gerir fólk jafnvel orðlaust.