Jákvæðni og viðhorf
Í þessum hluta eru hvatningafyrirlestrar þar sem lögð er áhersla á mátt jákvæðninnar og hversu mikilvægt viðhorf okkar til lífsins er.
Fyrirlestrarnir vekja fólk til umhugsunar um að oft á tíðum þarf einungis litla viðhorfsbreytingu til að breyta miklu í þeirra lífi og gera vinnustaðinn enn skemmtilegri en hann nú þegar er.
Þetta eru tilvaldir fyrirlestrar þegar verið er að halda starfsdag, funda út í bæ eða annað sem er til þess fallið er að brjóta upp daginn hjá starfsfólkinu.
Skip sökkva ekki vegna sjávarins umhverfis þau; þau sökkva vegna þess að sjórinn kemst inn í þau
Ekki láta það sem er að gerast í kringum þig ná til þín og draga þig niður.