Viðhorf okkar til öryggismála
Markmið
Að hvetja þátttakendur til að hugsa út í öryggismál í víðara samhengi á sínum vinnustað og að fólk tengi sig við þær öryggisreglur sem almennt eru í gildi í þjóðfélaginu og á vinnustaðnum.
Meðal þess sem farið er yfir
- Að fá fólk til að hugsa viðhorf sitt til öryggis, verkferla og samvinnu á vinnustað
- Settur er fram samanburður við fjallamennsku og það öryggi og öryggisreglur sem þá þarf að hafa að leiðarljósi
- Hvernig getur viðhorf fólks ráðið úrslitum þegar öryggismál eru annars vegar?
- Eftirfarandi spurningum er jafnframt velt upp:
- Hvað finnst mér um öryggi?
- Hvernig ætla ég að bregðast við þessum reglum?
- Skipta reglur máli…?
- Hvernig tengjast slys á fjöllum öryggisreglum á vinnustað?
Helsti ávinningur af fyrirlestrinum
- Aukin vitund um það að slys geta hent alla, alls staðar og hvenær sem er.
- Að þátttakendur tengi sig við mikilvægi öryggismála og að öryggisreglur eigi líka við um þá, en ekki bara þá sem hafa lent í slysum.
- Að stuðlað verði að fækkun slysa á vinnustöðum, enda er líf án slysa líf sem allir kjósa sér.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg. Hafið endilega samband varðandi lengd á námskeiðinu.
Fyrir hverja
Námskeiðið er hugsað fyrir stærri framleiðslufyrirtæki, spítala, heilbrigðisstofnanir, tryggingafélög og önnur fyrirtæki sem hafa öryggi starfsmanna eða viðskiptavina að leiðarljósi.